Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið

Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Auglýsing

Árni Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri Gildis – líf­eyr­is­sjóðs hefur hafnað boði trún­að­ar­ráðs­fé­laga og stjórnar Efl­ingar um að koma á fund með félags­mönnum Efl­ingar til umræðu um Ini­t-­mál­ið. Þetta kemur fram í frétta­bréfi trún­að­ar­ráðs Efl­ingar en þar segir jafn­framt að hann hafi dregið boðið til baka þegar honum var til­kynnt að Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni, yrði fund­ar­stjóri en hann starf­aði áður við frétta­skýr­inga­þátt­inn Kveik sem fjall­aði um Ini­t-­málið fyrr á þessu ári.

Í skrif­legu svari til Kjarn­ans stað­festir Árni að hafa hafnað boði um að koma á fund­inn. „Nálgun for­svars­manna Efl­ingar á við­fangs­efn­inu og fyr­ir­komu­lag fund­ar­ins var með þeim hætti að það var að mínu mati ekki ásætt­an­leg­t,“ segir Árni.

Þá kemur fram hjá fram­kvæmda­stjór­anum að for­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, hafi jafn­framt verið upp­lýst um að Efl­ing­ar­fé­lögum og öðrum sjóð­fé­lögum Gildis yrðu veittar upp­lýs­ingar um mál­ið, meðal ann­ars á sjóð­fé­laga­fundi sem hald­inn verður 25. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Kjarn­inn spurði hvort ákvörðun hans hefði eitt­hvað með nær­veru Aðal­steins að gera en Árni svar­aði því ekki beint. „Eins og fram kom í fyrra svari mínu þá var það nálgun Efl­ing­ar­for­yst­unnar á efn­inu og heild­ar­um­gjörð fund­ar­ins sem var ástæða þess að ég hafn­aði því að mæta. Taldi síðan að það væri eðli­legra að fjalla um málið á sjóð­fé­laga­fundi þar sem allir sjóð­fé­lagar Gildis fengju upp­lýs­ingar um málið og gætu spurt.“

Auglýsing

Telur fram­kvæmda­stjór­ann hafa sýnt sjóðs­fé­lögum lít­ils­virð­ingu

Í frétta­bréfi trún­að­ar­ráðs Efl­ingar segir að í sam­skiptum við Sól­veigu Önnu hafi Árni áður fall­ist á boð um að koma á fund. Hann hafi dregið það til baka, eins og áður seg­ir, þegar honum var til­kynnt að fund­ar­stjóri yrði Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni, sem áður starf­aði við frétta­skýr­inga­þátt­inn Kveik og vann umfjöllun þátt­ar­ins um Ini­t-­mál­ið.

„Mörg hund­ruð millj­ónir af líf­eyr­is­ið­gjöldum okkar hurfu í vasa skúffu­fyr­ir­tækis á vakt Árna. Engar skýr­ingar hafa komið fram frá honum á því hvernig þetta gat gerst. Það er þörf á upp­lýstri og trú­verð­ugri umræðu um þetta við Efl­ing­ar­fé­laga, sem eiga þessa pen­inga. Ég tel að fram­kvæmda­stjóri Gildis sýni sjóð­fé­lögum og Efl­ing­ar­fé­lögum lít­ils­virð­ingu með því að hafna boði um að koma á fund okk­ar,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar í frétta­bréf­inu.

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Tæpur millj­­arður fór út úr Init til Ini­t-­­rekst­­urs á sex árum

Kveikur fjall­aði um Ini­t-­málið í lok apríl síð­­ast­lið­ins en þar kom fram að þjón­ust­u­­fyr­ir­tækið Init hefði rukkað líf­eyr­is­­sjóði og verka­lýðs­­fé­lög um vinnu sem efa­­semdir væru um að stæð­ist lög.

Í þætti Kveiks kom fram að hund­ruð millj­­óna króna hefðu streymt út úr félag­inu Init og til ann­­ars félags í eigu stjórn­­enda Init. Það félag heitir Ini­t-­­rekst­­ur. Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur millj­­arður króna út úr Init til Ini­t-­­rekst­­urs.

Init ann­að­ist rekstur tölvu­­kerf­is, sem kall­­ast Jóakim og heldur meðal ann­­ars utan um öll rétt­indi þeirra sem greiða í líf­eyr­is­­sjóði. Jóakim er í eigu tíu líf­eyr­is­­sjóða og ýmis verka­lýðs­­fé­lög greiða fyrir notkun á kerf­inu.

Samn­ings­brot af hálfu Init

Ernst & Young ehf. (EY) skil­aði af sér úttekt á samn­ingi milli RL og Init ehf. um rekstur hug­­bún­­að­­ar­­kerf­is­ins Jóakims í byrjun júlí en þess má geta að RL sagði upp samn­ingi sínum við Init fyrr um sum­ar­ið. Í úttekt­inni kom meðal ann­­ars fram að Init hefði brotið samn­inga við RL. Fram kom hjá RL að þar hefði vegið þyngst við­­skipta­­sam­­band Init ehf. við und­ir­verk­­taka án heim­ildar RL, ann­­ars vegar við félag með sama eign­­ar­hald, Init rekstur ehf., og hins vegar við nokkur félög í eigu stjórn­­enda Init.

Fram kom í úttekt­inni að ekki yrði séð að eðli­­legur rekstr­­ar­til­­gangur hefði að öllu leyti legið að baki greiðslum milli umræddra félaga.

Í til­­kynn­ingu RL, sem birt­ist með nið­­ur­­stöð­un­um, kom fram að stjórn RL myndi „á næstu vikum fara ítar­­lega yfir þessar nið­­ur­­stöður úttekt­­ar­innar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra“.

Líf­eyr­is­sjóðir taka yfir rekstur Jóakims

Nýj­ustu vend­ingar í mál­inu eru þær að RL hyggst taka yfir rekstur á hug­bún­að­ar­kerf­inu Jóakim og hefur starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins Init verið upp­lýst um þá nið­ur­stöðu. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá RL þann 21. októ­ber.

„Er þetta gert í fram­haldi þess að samn­ingi RL og Init var sagt upp í júní­mán­uði. Í vinn­unni fram undan verður lögð áhersla á að tryggja áfram öruggan rekstur hug­bún­að­ar­kerf­is­ins Jóakim og öryggi þeirra gagna sem kerfið heldur utan um. Sam­hliða er stefnt að því að draga úr kostn­aði við rekstur á Jóakim kerf­inu til lengri tíma meðal ann­ars með því að ein­falda rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag.

Á næstu mán­uðum verður unnið að yfir­færslu rekstr­ar­ins með starfs­fólki Inits sem hafa síð­ustu árin séð um rekstur og þróun Jóakim tölvu­kerf­is­ins. Mik­il­vægt er að tryggja áfram­hald­andi aðkomu þeirra að rekstr­in­um, enda býr starfs­fólkið yfir yfir­grips­mik­illi þekk­ingu á Jóakim kerf­inu sem og líf­eyr­is­kerf­inu í heild sinn­i,“ sagði í til­kynn­ingu RL.

Fram kom hjá RL að yfir­takan væri aðeins eitt skref í umfangs­mik­illi vinnu sem unnin hefði verið innan Reikni­stofu líf­eyr­is­sjóða og þeirra líf­eyr­is­sjóða sem aðild eiga að Jóakim kerf­inu, en auk­inn kraftur hefði verið settur í verk­efnið eftir að upp komst um brot Inits á samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins við RL sem voru síðar stað­fest í óháðri úttekt. „Þar hafa nán­ast öll atriði sem snúa að rekstri og þróun kerf­is­ins ásamt samn­ingum við Init verið teknir til skoð­un­ar. Sú vinna mun halda áfram næstu mán­uði og miss­eri og verða sjóð­fé­lagar upp­lýstir um þróun ein­stakra mála eftir því sem efni og aðstæður leyfa.“

Sagði sam­an­tekt­ina skilja eftir margar spurn­ingar

Viðar Þor­­steins­­son fram­­kvæmda­­stjóri Efl­ingar gerði úttekt­ina að umræð­u­efni á Face­­book-­­síðu sinni í byjun júlí þegar hún kom út en þar gagn­rýndi hann ýmsa anga máls­ins.

„Því miður er það svo, að lestur þess­­arar sam­an­­tektar skilur margar spurn­ingar eftir ósvar­að­­ar, rétt eins og maður ótt­að­ist. Hvers vegna birta líf­eyr­is­­sjóð­irnir til að byrja með ekki skýrslu Ernst & Young í heild sinni, óstytta? Það sem er birt á net­inu er efn­is­rýr, loð­inn og almennur texti, þar sem les­and­inn á þess engan kost að leggja sjálf­­stætt mat á eitt eða neitt. Til upp­­rifj­unar varð­andi efn­is­at­riði máls­ins, þá er stærsta spurn­ingin sú hvers eðlis fjár­­­magnstil­­færsl­­urnar milli Init og ann­­arra fyr­ir­tækja í eigu starfs­­manna Init, sem end­uðu sem arð­greiðslur í vasa þeirra, voru í reynd,“ skrif­aði hann.

Viðar Þorsteinsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann hvaða skýr­ingar hefðu komið fram á því við vinnslu úttekt­­ar­inn­­ar. „Hver er trú­verð­ug­­leiki þeirra skýr­inga? Er ástæða til að ætla að t.d. bók­halds­­laga­brot eða skatta­laga­brot hafi verið fram­in?“ spurði hann.

„Þessu er ekki í svarað í þess­­ari skýrslu sem líf­eyr­is­­sjóð­irnir bera nú á borð. Maður hefði haldið að þetta væri aðal­­við­fangs­efni skýrsl­unn­­ar, það sem málið snýst um. Í raun er það afrek að það hafi tek­ist að svara ekki þessum spurn­ing­um! Hvað fengu Ernst & Young borgað fyrir þetta? Í stað­inn fyrir að svara þessum spurn­ingum tekst þeim þó að þyrla upp ryki í kringum alls kyns auka­at­riði, eins og t.d. „heild­­ar­um­­gjörð samn­ings­­mála er varða per­­són­u­vernd­­ar­­mál“ sem sögð er hafa verið „óljós“!“

Benti hann að end­ingu á að ekki hefði verið haft sam­­band við hann af hálfu Ernst & Young vegna þess­­arar úttektar en að frum­­kvæði stjórnar Efl­ingar hefði hann haft sam­­band við Gildi sum­­­arið 2020 til að koma á fram­­færi sömu upp­­lýs­ingum um Init og þeim sem fjallað var um í þætti Kveiks fyrr á þessu ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent