Beiðni um að fá minnisblað afhent synjað

Forsætisráðuneytið hefur synjað beiðni Kjarnans um að fá minnisblað afhent sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku varðandi komu flóttamanna frá Afganistan.

Yfirtaka Talíbana í Afganistan
Auglýsing

Von er á um 30 Afgönum til Íslands á næstu vikum en um er að ræða ein­stak­linga sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórn­völd ákváðu að aðstoða sér­stak­lega. Þá hefur borg­ara­þjón­usta utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins verið í sam­skiptum við um 25 til 30 manns til við­bótar en óvíst er hvenær sá hópur kemst til lands­ins.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi inni­hald minn­is­blaðs sem lagt var fram á fundi rík­is­stjórn­ar­innar þann 19. októ­ber. Kjarn­inn óskaði eftir að fá afhent minn­is­blaðið sem lagt var fram á fund­inum en í svari ráðu­neyt­is­ins segir að gögn sem tekin eru saman fyrir rík­is­stjórn­ar­fundi séu und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings og var beiðni um að fá minn­is­blaðið afhent synj­að. Bent er á í svar­inu að heim­ilt sé að kæra synjun á afhend­ingu minn­is­blaðs­ins til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að staðan í Afganistan sé mjög flók­in. „Hefð­bundnar flug­sam­göngur liggja niðri og er því erfitt að flytja fólk úr landi. Íslensk stjórn­völd þurfa því að reiða sig á sam­starf við aðra um að koma fólki frá Afganist­an.“

Auglýsing

Hafa aðstoðað 33 ein­stak­linga

Þann 24. ágúst féllst rík­is­stjórn Íslands á til­lögur flótta­manna­nefndar að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í kjöl­far valda­­töku Talí­­bana. Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að borg­ara­þjón­ustan hafi aðstoðað 33 ein­stak­linga sem voru staddir Afganistan rétt áður en lokað var fyrir flug­sam­göngur við að kom­ast til lands­ins. Í hópnum hafi bæði verið ein­stak­lingar sem falla undir þá hópa sem rík­is­stjórnin ákvað að aðstoða sér­stak­lega sem og ein­stak­lingar sem voru með dval­ar­leyfi hér­lendis eða íslenskir rík­is­borg­ar­ar.

Á næst­unni sé von á um það bil 30 Afgönum til lands­ins sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórn­völd ákváðu að aðstoða sér­stak­lega.

„Stjórn­völd hafa verið í sam­skiptum við bæði Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna, Alþjóða­fólks­flutn­inga­stofn­un­ina (IOM) og önnur Norð­ur­lönd varð­andi útfærslu á verk­efn­inu. Staðan í Afganistan er mjög flók­in, hefð­bundnar flug­sam­göngur liggja niðri og því erfitt að flytja fólk úr landi. Áfram­hald­andi góð sam­vinna við þessar alþjóða­stofn­anir eru því lyk­ill að því að ná sem flestum af hópnum til lands­ins.

Félags- og barna­mála­ráð­herra hefur beint þeim til­mælum til flótta­manna­nefndar að hún haldi störfum sínum áfram í sam­ræmi við ákvörðun rík­is­stjórnar Íslands og að nefndin eigi að leita allra leiða til þess að koma fjöl­skyld­unum til lands­ins við sem allra fyrst,“ segir í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent