Beiðni um að fá minnisblað afhent synjað

Forsætisráðuneytið hefur synjað beiðni Kjarnans um að fá minnisblað afhent sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku varðandi komu flóttamanna frá Afganistan.

Yfirtaka Talíbana í Afganistan
Auglýsing

Von er á um 30 Afgönum til Íslands á næstu vikum en um er að ræða ein­stak­linga sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórn­völd ákváðu að aðstoða sér­stak­lega. Þá hefur borg­ara­þjón­usta utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins verið í sam­skiptum við um 25 til 30 manns til við­bótar en óvíst er hvenær sá hópur kemst til lands­ins.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi inni­hald minn­is­blaðs sem lagt var fram á fundi rík­is­stjórn­ar­innar þann 19. októ­ber. Kjarn­inn óskaði eftir að fá afhent minn­is­blaðið sem lagt var fram á fund­inum en í svari ráðu­neyt­is­ins segir að gögn sem tekin eru saman fyrir rík­is­stjórn­ar­fundi séu und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings og var beiðni um að fá minn­is­blaðið afhent synj­að. Bent er á í svar­inu að heim­ilt sé að kæra synjun á afhend­ingu minn­is­blaðs­ins til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að staðan í Afganistan sé mjög flók­in. „Hefð­bundnar flug­sam­göngur liggja niðri og er því erfitt að flytja fólk úr landi. Íslensk stjórn­völd þurfa því að reiða sig á sam­starf við aðra um að koma fólki frá Afganist­an.“

Auglýsing

Hafa aðstoðað 33 ein­stak­linga

Þann 24. ágúst féllst rík­is­stjórn Íslands á til­lögur flótta­manna­nefndar að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í kjöl­far valda­­töku Talí­­bana. Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að borg­ara­þjón­ustan hafi aðstoðað 33 ein­stak­linga sem voru staddir Afganistan rétt áður en lokað var fyrir flug­sam­göngur við að kom­ast til lands­ins. Í hópnum hafi bæði verið ein­stak­lingar sem falla undir þá hópa sem rík­is­stjórnin ákvað að aðstoða sér­stak­lega sem og ein­stak­lingar sem voru með dval­ar­leyfi hér­lendis eða íslenskir rík­is­borg­ar­ar.

Á næst­unni sé von á um það bil 30 Afgönum til lands­ins sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórn­völd ákváðu að aðstoða sér­stak­lega.

„Stjórn­völd hafa verið í sam­skiptum við bæði Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu Þjóð­anna, Alþjóða­fólks­flutn­inga­stofn­un­ina (IOM) og önnur Norð­ur­lönd varð­andi útfærslu á verk­efn­inu. Staðan í Afganistan er mjög flók­in, hefð­bundnar flug­sam­göngur liggja niðri og því erfitt að flytja fólk úr landi. Áfram­hald­andi góð sam­vinna við þessar alþjóða­stofn­anir eru því lyk­ill að því að ná sem flestum af hópnum til lands­ins.

Félags- og barna­mála­ráð­herra hefur beint þeim til­mælum til flótta­manna­nefndar að hún haldi störfum sínum áfram í sam­ræmi við ákvörðun rík­is­stjórnar Íslands og að nefndin eigi að leita allra leiða til þess að koma fjöl­skyld­unum til lands­ins við sem allra fyrst,“ segir í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent