Sveitarfélag með stórfellt fiskeldi geti setið uppi með engar tekjur af nýtingu fjarðarins

Skorað er á stjórnvöld að endurskoða regluverk um sjókvíaeldi og tryggja að tekjur af eldinu renni til sveitarfélaganna þar sem það er stundað í ályktun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Auglýsing

Tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga vegna fisk­eldis hafa ekki verið tryggðir í sam­ræmi við eðli grein­ar­innar og því er gerð krafa um end­ur­skoð­un, að því er fram kemur í ályktun sem sam­þykkt var á Fjórð­ungs­þingi Vest­firð­inga sem haldið var á Ísa­firði 22.-23. októ­ber.

„66. Fjórð­ungs­þing Vest­firð­inga skorar á stjórn­völd að end­ur­skoða reglu­verk varð­andi sjó­kvía­eldi. Eldi lax­fiska í sjó er atvinnu­grein í örum vexti á Vest­fjörðum og er orðin ein af und­ir­stöðu­at­vinnu­greinum í fjórð­ungn­um. Skýra þarf lagaum­hverfið og opin­bera gjald­töku í grein­inni til að tryggja að þær tekjur sem fisk­eldi skapar á Vest­fjörðum renni til sveit­ar­fé­lag­anna þar sem sjó­kvía­eldi er stundað til að byggja upp grunn­inn­viði sem svara kröfum sam­fé­lag­anna og atvinnu­lífs­ins,“ segir í álykt­un­inni en hún var lögð fram fyrir hönd starfs­hóps um sam­fé­lags­sátt­mála í fisk­eldi á Vest­fjörð­um.

Auglýsing

Fjórar meg­in­breyt­ingar á reglu­verki og gjald­töku í kringum fisk­eldið eru lagðar til í ályktun þings­ins.

  • Fisk­eld­is­sjóð sem sam­keppn­is­sjóð þarf að leggja niður en tryggja að fisk­eld­is­gjaldið renni beint til inn­viða­upp­bygg­ingar þar sem eldið er stund­að.
  • End­ur­skoða þarf hafn­ar­gjöld, vöru­gjöld og afla­gjöld til að þau skili við­un­andi tekjum til þeirra sveit­ar­fé­laga sem þjón­ust­una veita og að gjald­töku­heim­ildir falli betur að þess­ari nýju atvinnu­grein.
  • End­ur­skoða þarf Umhverf­is­sjóð sjó­kvía­eldis og tryggja að rann­sóknir verði efldar og störfum fjölgað við rann­sóknir í nær­sam­fé­lögum fisk­eld­is. Mik­il­vægt að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­sjóðs­ins séu birtar jöfnum hönd­um.
  • End­ur­skoða þarf tekjur sveit­ar­fé­laga vegna eld­iskvía og umsvifa í sjó­kvía­eldi á þeirra heima­svæði. Krafan er ekki að auka álögur á atvinnu­grein­ina heldur að eðli­legur hluti tekna renni til upp­bygg­ingar og við­halds inn­viða sveit­ar­fé­lag­anna og skili sér beint til þeirra sveit­ar­fé­laga sem verða fyrir beinum áhrifum af sjó­kvía­eldi.

Kallað eftir nánu sam­ráði við sveit­ar­fé­lög

Jafn­framt segir í álykt­un­inni að tryggja þurfi upp­bygg­ingu grunn­inn­viða á Vest­fjörðum svo svæðið verði sam­keppn­is­hæft við aðra lands­hluta þannig að fyr­ir­tæki og sam­fé­lög geti dafn­að.

Mik­il­vægt sé að haft verði náið sam­ráð við sveit­ar­fé­lögin varð­andi upp­bygg­ingu grunn­inn­viða og tekju­stofna ríkis og sveit­ar­fé­laga varð­andi fisk­eldi.

Telur þingið að tryggja þurfi tekjur til þeirra sveit­ar­fé­laga þar sem sjó­kvía­eldi er stundað og einnig að skilja þurfi aðferða­fræð­ina við tekju­öflun frá hefð­bund­inni gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Þannig byggi núver­andi gjald­taka á hafna­lögum sem eigi við löndun á villtum fiski, en ein­ungis það sveit­ar­fé­lag þar sem fiski er dælt af land fái tekjur af fisk­eldi á grund­velli þeirrar lög­gjaf­ar. Tryggja þurfi að hægt sé að taka gjald af mann­virkjum í sjó í formi fast­eigna­gjalda eða aðstöðu­gjalda svo það sveit­ar­fé­lag sem hýsir mann­virkin fái tekj­ur.

Bent er á að lögin nái ekki yfir það ef fiski er slátrað á slát­ur­prömmum eða hann fluttur annað til slátr­un­ar, þá fái sveit­ar­fé­lög á Vest­fjörðum engar tekj­ur. „Tekjur af þjón­ustu­bátum eru litlar þó þeir nýti þjón­ustu og hafn­ar­mann­virki allan árs­ins hring. Engar tekjur eru af kvíum á fjörðum og því getur sveit­ar­fé­lag með stór­fellt eldi setið uppi með engar tekjur af nýt­ingu fjarð­ar­ins. Fóðri er nær öllu landað beint í pramma og því skapa þau aðföng engar tekjur til sveit­ar­fé­lag­anna. Þar þarf að end­ur­skoða regl­urum vöru­gjöld til að gæta sam­ræmis við hafn­ir. Seiða­eld­is­stöðvar skila ein­göngu tekjum í formi fast­eigna­gjalda stöðv­ar­inn­ar,“ segir í grein­ar­gerð með álykt­un­inni.

Óeðli­legur hvati sé í núver­andi lög­gjöf

„Laga- og reglu­gerð­aum­hverfi sem sveit­ar­fé­lögin vinna eftir varð­andi fisk­eldi hefur haft veru­lega nei­kvæð áhrif. Óeðli­legur hvati er í núgild­andi lög­gjöf þannig að sveit­ar­fé­lög kepp­ast um að fá eld­is­fiski landað til sín á sama tíma og þjón­ustu­hafnir í fisk­eldi hafa litlar sem engar tekjur til að standa undir vax­andi umsvif­um,“ segir í grein­ar­gerð­inni og er bent á að stærstur hluti tekna komi á lönd­un­ar­stað við slát­ur­hús sem end­ur­spegli ekki þá nýt­ingu mann­virkja og þjón­ustu sem eldið nýt­ir. Því sé mik­il­vægt að skýra for­sendur gjald­tök­unnar og sam­ræma regl­urnar á lands­vísu.

Tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga vegna fisk­eldis hafi ekki verið tryggðir í sam­ræmi við eðli grein­ar­innar og því þurfi að ná utan um heild­ar­gjald­töku af fisk­eldi, skoða undir hverju tekj­unum er ætlað að standa sem og hvernig þær tekjur skipt­ast á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Sveit­ar­fé­lög þar sem sjó­kvía­eldi er stundað þurfi skýrar heim­ildir til töku gjalda, að því er segir í grein­ar­gerð. Slík gjald­taka þurfi að standa undir nauð­syn­legum verk­efnum sveit­ar­fé­laga og sjálf­bærni hafna og sam­fé­laga þar sem sjó­kvía­eldi fer fram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent