Reyna að finna leiðir til að koma flóttafólki til Íslands – „Tíminn er enginn“

Formaður flóttamannanefndar segir að allir vinni hörðum höndum að því að finna útfærslur á tillögum nefndarinnar til þess að koma flóttafólki frá Afganistan hingað til lands.

Mótmæli 23. ágúst 2021 – „Björgum Afgönum núna!“
Auglýsing

„Við erum að reyna að finna leiðir hvernig við komum þessu fólki hing­að. Fólk er nátt­úru­lega víðs­vegar um Afganistan og það er ekki auð­velt að kom­ast það­an. Við þurfum að reyna að koma okkur inn í loft­brú sem alla­vega Danir eru með og fleiri rík­i.“ Þetta segir Stefán Vagn Stef­áns­son for­maður flótta­manna­nefndar í sam­tali við Kjarn­ann en rík­is­stjórnin sam­þykkti í morgun til­lögur nefnd­ar­innar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganist­an.

Að mörgu er að huga, að sögn Stef­áns Vagns. Til að mynda þurfi að finna leiðir til að koma fólk­inu sem um ræðir til Kab­úl, ekki sé nóg að huga ein­ungis að flug­inu það­an. „Þetta eru meðal ann­ars verk­efnin sem við erum í núna í þessum töl­uðu orð­u­m.“

Auglýsing

Full sam­staða meðal nefnd­ar­manna

Sam­kvæmt til­lögum nefnd­ar­innar á í fyrsta lagi að taka á móti starfs­fólki sem vann með og fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, ásamt mökum þeirra og börn­um. Horft verður sér­stak­lega til þeirra sem störf­uðu með íslensku frið­ar­gæsl­unni.

Í öðru lagi verður fyrr­ver­andi nem­endum frá Afganistan við jafn­rétt­is­skóla Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi, ásamt mökum og börn­um, boðið til lands­ins. Í þriðja lagi munu íslensk stjórn­völd aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða eru komnir nú þegar með dval­ar­leyfi hér á landi en geta ekki ferð­ast á eigin vegum að kom­ast til lands­ins. Um er að ræða ein­stak­linga sem hafa fjöl­skyldu­tengsl hér, sem og ein­stak­linga sem hyggj­ast hefja hér nám.

Stefán Vagn Stefánsson Mynd: Aðsend

Í fjórða lagi verða umsóknir um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu, sam­kvæmt lögum um útlend­inga, við Afgana búsetta hér landi settar í for­gang og aukið við fjár­veit­ingar til þess að hraða umsókn­un­um.

Stefán Vagn segir að full sam­staða hafi verið meðal nefnd­ar­manna um til­lögur að aðgerð­um. Í flótta­manna­nefnd sitja full­trúar félags- og barna­mála­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra og utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra. Auk þess sitja áheyrn­ar­full­trúar frá Rauða kross­inum á Íslandi, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Útlend­inga­stofnun fundi nefnd­ar­inn­ar.

Skipa starfs­hóp til að útfæra til­lög­urnar

Stefán Vagn segir í sam­tali við Kjarn­ann að tím­inn sé eng­inn. „Nefndin vinnur þetta eins hratt og hægt er. Það eru allir að leggj­ast á eitt að svo verð­i.“

Hann greinir frá því að sér­stakur starfs­hópur hafi verið skip­aður sem mun hafa það hlut­verk að finna frek­ari útfærslur á til­lögum nefnd­ar­inn­ar. „Auð­vitað erum við líka byrjuð á því. Bæði við og Útlend­inga­stofn­un, félags­mála­ráðu­neytið og borg­ara­þjón­ust­an, utan­rík­is­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neyt­ið. Það eru allir á fullu að reyna að finna leiðir og átta sig á því hvernig við klárum þetta verk­efn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent