Íslensk stjórnvöld ætla að taka á móti allt að 120 Afgönum

Ríkisstjórn Íslands hefur fallist á tillögur flóttamannanefndar að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan.

Mótmælendur á Austurvelli í gær biðluðu til stjórnvalda að bjarga Afgönum.
Mótmælendur á Austurvelli í gær biðluðu til stjórnvalda að bjarga Afgönum.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur sam­þykkt til­lögu for­sæt­is­ráð­herra, félags- og barna­mála­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra um að fall­ast á til­lögur flótta­manna­nefndar vegna þess „ófremd­ar­á­stands sem hefur skap­ast í Afganistan í kjöl­far valda­töku Talí­bana“.

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag en fundur rík­is­stjórn­ar­innar var í morg­un.

„Með til­lögum flótta­manna­nefndar er stutt við þær fjöl­skyldur sem eru hér á landi og eiga rétt á sam­ein­ingu við fjöl­skyldu­með­limi í Afganist­an. Þá verður lögð áhersla á að aðstoða ein­stak­linga sem eru í bráða­hættu vegna starfa sinna í Afganistan, hvort sem það er fyrir Atl­ants­hafs­banda­lagið eða á sviði jafn­rétt­is­mála,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Aðgerðir í fjórum liðum

Fyrstu við­brögð og aðgerðir stjórn­valda sam­kvæmt til­lögum flótta­manna­nefndar eru í fyrsta lagi að tekið verði á móti starfs­fólki sem vann með og fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, ásamt mökum þeirra og börn­um. Horft verði sér­stak­lega til þeirra sem störf­uðu með íslensku frið­ar­gæsl­unni.

Í öðru lagi að fyrr­ver­andi nem­endum frá Afganistan við jafn­rétt­is­skóla Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi, ásamt mökum og börn­um, verði boðið til lands­ins.

Í þriðja lagi að íslensk stjórn­völd muni aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða eru komnir nú þegar með dval­ar­leyfi hér á landi en geta ekki ferð­ast á eigin vegum að kom­ast til lands­ins. Um sé bæði að ræða ein­stak­linga sem hafa fjöl­skyldu­tengsl hér sem og ein­stak­lingar sem hyggj­ast hefja hér nám.

Í fjórða lagi að umsóknir um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu, sam­kvæmt lögum um útlend­inga, við Afgana búsetta hér landi verði settar í for­gang og aukið við fjár­veit­ingar til þess að hraða umsókn­un­um.

Eiga erfitt með að meta fjöld­ann – en áætlað er að hann verði allt að 120 manns

Heild­ar­fjöldi þeirra sem tekið verður á móti liggur ekki end­an­lega fyr­ir, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins, en áætlað er að hann verði allt að 120 manns.

„Erfitt er að meta fjöld­ann nákvæm­lega þar sem hann fer eftir fjöl­skyldu­sam­setn­ingu. Ísland hefur hingað til tekið á móti afgönsku kvótaflótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna og mun halda því áfram en í ljósi þess neyð­ar­á­stands sem nú hefur skap­ast í Afganistan er hins vegar mik­il­vægt að íslensk stjórn­völd leggi sitt af mörkum nú þeg­ar.

Flótta­manna­nefnd leggur enn fremur til að stofn­aður verði aðgerða­hópur sem hefur það hlut­verk að útfæra fram­kvæmd til­lagn­anna en ljóst er að hún er flókin þar sem huga þarf að flutn­ingi fólks­ins til lands­ins, tryggja öryggi þess og nauð­syn­lega aðstoð við komu til lands­ins. Í flótta­manna­nefnd sitja full­trúar félags- og barna­mála­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra og utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra. Auk þess sitja áheyrn­ar­full­trúar frá Rauða kross­inum á Íslandi, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Útlend­inga­stofnun fundi nefnd­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent