Freyðir í munni en eyðir jörð

Aðeins nokkrum vikum eftir að hæðirnar umhverfis ítalska þorpið Miane voru settar á heimsminjaskrá UNESCO fóru undarlegir hlutir að gerast. Það hafði þó ekkert með UNESCO að gera heldur hið heimsfræga freyðivín prosecco.

Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Auglýsing

Þorsta fólks í ítalska freyði­vínið pros­ecco virð­ist vart hægt að svala. Svo mik­ill er hann að sífellt fleiri svæði þarf til að rækta gler­a-­þrúg­una sem ásamt tank­að­ferð­inni gerir vínið ferskt og ávaxta­ríkt og því kjörið í hverskyns kok­teila.

En það voru þó ekki glað­vær hlátra­sköll freyði­víns­unn­enda sem vöktu íbúa þorps­ins Miane morgun einn í júlí árið 2019. Nei, það voru keðju­sag­ir. Og verið var að nota þær til að fella ára­tuga gömul tré.

Þetta fannst þorps­búum skjóta skökku við því aðeins nokkrum vikum fyrr hafði þeim hlotn­ast sá heiður að koma hæð­unum trj­á­vöxnu umhverfis þorpið á heimsminja­skrá UNESCO.

Auglýsing

Miane er í Trevis­o-hér­aði á Ítal­íu. Það hérað er í dag þekkt­ast fyrir fram­leiðslu á hinu freyð­andi pros­ecco. Það var einmitt vegna hennar sem kveikt var á keðju­sög­un­um: Til að fella tré svo breyta mætti hæð­unum sem þau huldu í vín­ekr­ur.

Íbúar í Miane eru ekki þeir einu sem finnst nóg kom­ið. Íbúar fjórtán ann­arra þorpa í nágrenni UNESCO-hæð­anna í Conegli­ano og Valdobb­i­adene, eins og þær eru almennt kall­aðar í dag, eru á sama máli. Sumir hafa sagt rányrkju vera að eiga sér stað.

Vín­ekrur hafa í ára­tugi og jafn­vel lengur sett svip sinn á svæð­ið. „En núna er þetta komið úr bönd­un­um,“ hefur Guar­dian eftir Fabio Magro sem hefur búið þar allt sitt líf. Skógur var ruddur til að búa til vín, segir hann. Um þaul­ræktun sé að ræða, þétt­leik­inn á ekr­unum mik­ill og skor­dýra­eitur liggi í loft­inu fyrir utan her­berg­is­glugga barn­anna hans.

Prosecco er gert úr glera-þrúgunni. Mynd: UNESCO

Vín­fram­leiðsla hefur dafnað sér­stak­lega vel á þessu svæði og fleirum á Norð­aust­ur-Ítalíu eftir árið 2009 eftir að pros­ecco fékk sér­staka við­ur­kenn­ingu land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins gæðum þess til stað­fest­ing­ar. Að auki hafa styrkir til vín­fram­leiðslu í Veneto-hér­aði verið mjög drjúgir og meiri­hluti fjár­ins farið til fram­leiðslu á pros­ecco.

Þetta hefur orðið til þess að atvinnu­líf á mörgum svæðum er orðið ein­hæft. Það eru bók­staf­lega allir á kafi í pros­ecco. Reyndir bændur hafa hætt hefð­bundn­ari land­bún­aði og snúið sér að vín­rækt. Það á einnig við um fólk sem hefur ekki nokk­urra reynslu af jarð­rækt. Vín­ekrur skulu það vera.

Þegar gróður á stórum svæðum verður ein­hæf­ari skap­ast aukin hætta á hraðri útbreiðslu skor­dýra sem þessar til­teknu teg­undar girn­ast. Og þá grípa vín­fram­leið­end­urnir til notk­unar skor­dýra­eit­urs. Í frétt Guar­dian segir að 36 pró­sent meira af skor­dýra­eitri sé notað í hér­uð­unum sem fram­leiða pros­ecco nú en fyrir átta árum.

Auglýsing

Jarð­vegseyð­ing er einnig orðið vanda­mál. Nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var árið 2019 var sú að um 400 millj­ónir kílóa af jarð­vegi tap­ist árlega vegna fram­leiðslu á pros­ecco. Aftur er það þétt­leiki á vín­ekr­unum sem þessu veld­ur. Því það þarf mikið land – og alltaf meira – til að halda áfram að svala þorst­anum í pros­ecco. Um 500 millj­ónir flaska af því eru fram­leiddar ár hvert á Ítal­íu.

En þegar heilu hér­uðin eru farin að stóla svo mikið á eina atvinnu­grein – og eina fram­leiðslu­vöru í þeirri atvinnu­grein – þá eiga þeir sem gagn­rýna fram­leiðsl­una ekki von á góðu. Corrado Pizzi­olo, biskup í UNESCO-bænum Vitt­orio Veneto, var lát­inn heyra það eftir að hafa hvatt opin­ber­lega til meiri sjálf­bærni í pros­ecco-fram­leiðsl­unni. „Við þurfum að sýna meiri ábyrgð,“ segir hann. Hæð­irnar ofan við litlu þorpin séu gjöf­ular en þeim þurfi að sýna virð­ingu. Ein­hæf ræktun hafi nei­kvæð áhrif á umhverfið og ofræktin gæti átt eftir að koma í bakið á Ítöl­um.

Stjórn­mála­leið­togar á svæð­inu gera lítið úr áhyggjum fólks vegna fram­leiðsl­unnar og segir vel fylgst með málum og að þró­unin sé alls ekki stjórn­laus. Nýlegar við­bætur við vín­ekrurnar séu aðeins tíma­bundin aðgerð til að bregð­ast við breyti­legu (árs­tíða­bundnu) veð­ur­fari og þá einnig til að bregð­ast við hinni gríð­ar­legu eft­ir­spurn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent