Frumvarp um losun hafta kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Stefnt er að því að kynna frum­varp um losun fjár­magns­hafta í rík­is­stjórn á morg­un. Upp­haf­lega stóð til að gera það á rík­is­stjórn­ar­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag, en umfangs­miklar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar til að greiða fyrir kjara­samn­ingum gerðu það að verkum að beðið var með það. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir einnig að ein­ungis örfáir ein­stak­lingar viti hvað í frum­varp­inu felst. Flestir ráð­herr­anna muni sjá það fyrst á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í fyrra­mál­ið. Ástæðan er sú að efni frum­varps­ins getur haft áhrif á mark­aði og því hafa aðeins sér­valdir fengið að lesa þau yfir. Í fram­haldi af rík­is­stjórn­ar­fund­inum verður efni frum­varps­ins kynnt stjórn­ar­and­stöð­unni. Sú kynn­ing hefði farið fram í dag ef náðst hefði að kynna frum­varpið á föstu­dag.

Vernda efna­hags­legan stöð­ug­leikaFjár­magns­höft hafa verið við lýði á Íslandi frá því í nóv­em­ber 2008. Sitj­andi rík­is­stjórn hefur haft sér­fræð­inga­hópa að störfum við að finna leiðir til að losa um höftin þorra þess tíma sem hún hefur setið að völd­um.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því hverjar meg­in­línur frum­varps­ins eru taldar vera. Sam­kvæmt þeim verða gef­i út skulda­bréf í erlendri mynd sem og kvikar eignir færðar í lang­tíma­eignir til að leysa út snjó­hengj­una, þá tæpu 300 millj­arða króna sem eftir eru af aflandskrónum sem eru í eigu ann­arra en slita­búa föllnu bank­anna. Ekki hefur verið greint frá því í hvaða mynt skulda­bréfin verða.

Auglýsing

Auk þess er við­búið að stöð­ug­leika­skatti verði komið á, en hann verður lagður á eignir í íslenskum krónum sem vilja leita í aðra gjald­miðla. Ekki hefur verið greint frá því hvort skatt­ur­inn muni leggj­ast ein­ungis á slitabú föllnu bank­anna eða hvort allir sem vilji yfir­gefa íslenskt efna­hags­kerfi þurfi að greiða hann. Þá er einnig lík­legt að ein­hverjir hvatar verði í los­un­ar­frum­varp­inu sem eigi að ýta við eig­endum krónu­eigna þannig að þeir annað hvort fjár­festi eign sína til lengri tíma eða greiði stöð­ug­leika­skatt. Ljóst er að þessar aðgerðir munu skila tölu­verðum ávinn­ingi fyrir stjórn­völd, jafn­vel hund­ruðum millj­arða króna.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur þó sagt að sá ávinn­ingur eigi ekki að renna í fram­kvæmdir eða útgjalda­aukn­ingu heldur sé aðgerðin fyrst og fremst hugsuð til að vernda efna­hags­legan stöð­ug­leika. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sagt sam­bæri­lega hluti opin­ber­lega.

Í sam­ræmi við kynnta áætlunSú lausn sem boðuð hefur verið er í fullu sam­ræmi við þær áherslur sem Bjarni boð­aði í grein­ar­gerð sinni til Alþingis um fram­gang áætl­unar um losun fjár­magns­hafta sem birt var 18. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði að tvær leiðir væru færar til þess að taka á þeim greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem Ísland stendur frammi fyrir við losun fjár­magns­hafta. Önnur er sú að eig­endur inn­lendra eigna veiti afslátt á þeim í skiptum fyrir erlendan gjald­eyri.  Sú leið er nú kennd við stöð­ug­leika­skatt.

Hin er sú að tryggja að kvikar eign­ir, þær sem eru lík­legar til að vilja fara út úr íslensku hag­kerfi við losun hafta, fær­ist í lang­tíma­eign­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None