Fyrirhuguð rafíþróttamót í Laugardal „fordæmalaus landkynning fyrir Ísland“

Formaður Rafíþróttasamtakanna gerir ráð fyrir að tugir milljóna muni fylgjast með rafíþróttamótunum sem fara fram í Laugardalshöll í maí. Mikil áhersla er lögð á sóttvarnir í tengslum við komu og dvöl keppenda hér á landi.

Meira bil verður á milli keppenda á rafíþróttamótunum sem fram fara í Laugardalshöll í maí heldur en var á þessu móti sem haldið var fyrir kórónuveirufaraldur.
Meira bil verður á milli keppenda á rafíþróttamótunum sem fram fara í Laugardalshöll í maí heldur en var á þessu móti sem haldið var fyrir kórónuveirufaraldur.
Auglýsing

Raf­í­þrótta­mótin tvö sem fara munu fram í Laug­ar­dals­höll í maí eru sam­bæri­leg við stærstu íþrótta­við­burði í heim­in­um, segir Ólafur Hrafn Stein­ars­son for­maður Raf­í­þrótta­sam­taka Íslands. Alls verða 25 útsend­inga­dagar frá mót­unum tveimur og gert er ráð fyrir því að tugir millj­óna muni fylgj­ast með mót­un­um. Keppt verður í League of Legends á Mid-­Sea­son Invita­tional mót­inu (MSI) dag­ana 6. til 23. maí og strax í kjöl­farið hefst keppni í tölvu­leiknum Valor­ant. Mótin eru haldin af einu stærsta tölvu­leikja­fyr­ir­tæki heims, Riot Games.

Ólafur segir að Riot Games eigi mikið undir því að sótt­varnir kepp­enda og starfs­fólks séu tryggðar og að allt gangi vel fyrir sig. Hjá fyr­ir­tæk­inu vinni margt starfs­fólk sem komið hefur að keppn­is­haldi hjá stóru íþrótta­deild­unum í Banda­ríkj­unum í skugga kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og því sé mikil þekk­ing til staðar um hvernig eigi að standa að fram­kvæmd­inni.

Auglýsing

Engar und­an­þágur frá sótt­vörnum fyrir kepp­endur

Öll umgjörð móts­ins er unnin í náinni sam­vinnu við sótt­varna­yf­ir­völd hér á landi að sögn Ólafs. Von sé á um 450 manns alls staðar að úr heim­inum vegna móts­ins og munu kepp­endur og starfs­fólk þurfa að fara hefð­bundna leið við kom­una til lands­ins. Þátt­tak­endur munu því þurfa að skila inn nei­kvæðu PCR vott­orði fyrir kom­una til lands­ins, fara í tvö­falda sýna­töku og sótt­kví á milli.

Búast má við því að kepp­end­urnir muni þurfa að fylgja ströngum reglum móts­hald­ara er varðar ferða­lög, þrátt fyrir að ferða­frelsi þeirra verði óskert að lok­inni seinni sýna­töku.

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, er hér þriðji frá vinstri en með honum á myndinni er hluti liðsins Samsung White en liðið varð heimsmeistari í League of Legends árið 2014. Mynd: Aðsend.

„Þeir munu upp­fylla í raun­inni öll þau skil­yrði til þess að vera frjálsir ferða sinna inn­an­lands. Ef þetta væri hópur sem væri að koma hingað til lands og umgjörðin væri svo þannig að þau hefðu tæki­færi til þess að gera hvað sem er í kringum mótið þá mættu þau fara hvert sem er og gera hvað sem er. En við búumst við því og vitum af því að það verða settar miklu strang­ari reglur heldur en þarf varð­andi allt sem getur sett verk­efnið í upp­nám,“ segir Ólaf­ur.

Kepp­endur munu til að mynda gang­ast reglu­lega undir skiman­ir, í mesta lagi megi líða 72 tímar á milli skim­ana.

„Þannig að það eru settar mjög miklar hömlur til að tryggja það að þegar búið er að fara í gegnum allar þessar ráð­staf­anir og það er búið að koma öllum hingað að þá sé ekki að ber­ast smit úr sam­fé­lag­inu inn í þennan hóp sem hugs­an­lega grass­erar og setur keppn­ina í hætt­u.“

Engin lík­am­leg snert­ing í raf­í­þróttum

Á mót­inu sjálfu verður kepp­endum og liðum skipt upp í hólf og við allan und­ir­bún­ing hefur verið gengið út frá því að fjöldi í hólfi þurfi að tak­markast við tíu eða tutt­ugu að sögn Ólafs. Þar af leið­andi hafi þurft mörg þús­und fer­metra flöt til þess að geta haldið mótið enda verða að minnsta kosti tveir metrar á milli kepp­enda og tíu metrar á milli liða.

„Það er kannski einn af kost­unum sem við höfum í raf­í­þróttum að þetta krefst ekki lík­am­legrar nándar og það þarf ekki lík­am­lega snert­ingu þarna á milli. Þannig að sviðið og sviðs­myndin er hönnuð með það í huga að nýta þetta svæð­i,“ segir Ólafur en líkt og áður segir mun mótið fara fram í Laug­ar­dals­höll.

Gerir ráð fyrir miklum áhuga erlendis frá

„Ég hef alltaf verið að reyna að koma því til skila hvað þetta er for­dæma­laus land­kynn­ing fyrir Ísland,“ segir Ólafur í sam­hengi við þá athygli sem þetta mót fær erlendis frá. Mestur sé áhug­inn á League of Legends í Kína, þar horfi jafn­vel millj­ónir á streymi frá vin­sæl­ustu spil­ur­unum þegar þeir eru að æfa sig heima.

Þá nefnir Ólafur auk þess banda­ríska liðið sem mun taka þátt í MSI mót­inu en það hefur um 20 millj­ónir fylgj­enda á sam­fé­lags­miðl­um. „Þeir eru að fara að vera hérna í fjórar vikur að tala um dvöl­ina sína, að tala um Ísland, taka þátt í land­kynn­ingu og ann­að,“ bætir hann við.

Ef ekki væri fyrir far­ald­ur­inn þá hefði verið rök­rétt að byggja leik­vang fyrir mótið að sögn Ólafs. „Ef við tökum þetta allt saman þá eru þetta ein­hverjir 25 útsend­ing­ar­dagar sem við erum að fara að keyra úr Laug­ar­dalnum okkar þar sem Ísland verður í lyk­il­hlut­verki sem völl­ur­inn fyrir þessa keppni. Það má alveg gera ráð fyrir að áhorf­endur verði tugir millj­óna á hverjum tíma­punkti í öllum riðla­keppn­unum og yfir 100 millj­ónir í und­an­úr­slitum og úrslit­um. Áhorfs­lega séð er stærð­argráða við­burð­ar­ins þannig að við værum ekki að halda þetta í venju­legu árferði án þess að eyða tíu til tólf millj­örðum í að byggja þjóð­ar­leik­vang sem tekur 40 til 50 þús­und manns í sæt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent