Stjórnvöld í Líberíu tilkynntu í dag að ebóluveiran hafi dregið mann til dauða. Enginn hefur látist af völdum sjúkdómsins í meira en sex vikur í Líberíu. Frá þeessu greinir AFP-fréttaveitan.
„Nýtt ebólutilvik hefur verið skráð í Margiby-sýslu. Manneskja er látin sem hafði verið greind með veiruna áður en hún lést,“ sagði Tolbert Nyensuah, staðgengill heilbrigðisráðherra landsins. Þegar hafa allir þeir sem kunna að hafa verið í návígi við hinn látna verið settir í einangrun til að hefta aðra útbreiðslu veirunnar.
Enn er barist við ebólu í nágranalöndum Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en Margiby-sýsla er mun nær höfuðborginni Monróvíu en landamærunum í norðri og vestri.
Alþjóða heilbrigðismálastofnuninn (WHO) lýsti Líberíu lausa við ebóluveiruna þann 9. maí síðastliðinn eftir 42 daga faraldur sem dró ríflega 4.800 manns til dauða. Það er tvöfaldur sá tími sem það tekur vírusinn að sýkja einstakling. WHO telur þetta því vera nokkuð mikilvægan atburð í baráttunni við sjúkdóminn.
Stærsti ebólufaraldurinn
Faraldurinn sem enn geisar í Vestur-Afríku er löngu orðinn skæðasti ebólufaraldur sem skráður hefur verið. Fyrir viku síðan gaf WHO síðast út opinberar tölur og höfðu þá 11.233 látist af völdum ebólu síðan í desember 2013 og 27.515 tilvik verið skráð.
Hingað til hefur tekist að takmarka útbreiðslu faraldursins við löndin þrjú, Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Þó hafa komið upp tilvik í nágrannalöndunum Nígeríu, Malí og Senegal. Líbería hefur þurft að þola hlutfallslega flest dauðsföll eða 4.807. Í Síerra Leóne hafa verið skráð 3.931 dauðsfall og í Gíneu 2.480. Erlendir heilbrigðisstarfsmenn hafa svo smitast og verið sendir heim til meðhöndlunar. Á kortinu hér að neðan má sjá útbreiðslu og umfang sjúkdómsins eftir löndum.
Ebólavírusinn hefur gert vart við sig reglulega síðan 1976 þegar 280 manns létust í Saír, þar sem nú heitir Lýðveldið Kongó, í Mið-Afríku. Stærstu faraldrar hafa allir geisað í Afríku en minni útbreiðslur hefur verið annars staðar í heiminum.