Barnahermaður í liði með ISIS sést á myndbandi, sem herskár hópur í Homs í Sýrlandi hefur undir höndum, afhöfða sýrlenskan hermann. Þetta er fyrstu haldbæru sannanirnar fyrir því að börn séu látin fremja slík voðaverk fyrir Íslamska ríkið.
Sérstakir barnaherflokkar Íslamska ríkisins eru skipaðir nokkur hundruð svokölluðum „hvolpum Kalifatsins“ (e. Cubs of the Caliphate). Barnið á myndum er eitt þeirra. Börnin eru flest á táningsaldri og hafa hlotið herþjálfun. Flest hafa þau skráð sig hjá ISIS-liðum sem bíða við skóla og moskur á svæðum undir stjórn Íslamska ríkisins.
Á myndunum sést barnið klætt búningi í felulitum haldandi á mannhöfði og blóðugum hníf. Hermaðurinn sem myrtur var er talinn hafa verið í haldi Íslamska ríkisins síðan það náði svæðum í Palmyra í maí, nærri borginni Homs í Sýrlandi.
Rami Abdul Rahman, yfirmaður samtaka sem fjalla um mannréttindi í Sýrlandi, hefur myndbandið undir höndum. „Þetta er fyrsta svona tilfellið þar sem barn afhöfðar manneskju,“ segir Rahman í samtali við Reuters.
Liðsmenn Íslamska ríkisins hefur afhöfðað eða myrt sýrlenska borgara, hermenn, erlenda hjálparstarfsmenn og blaðamenn á svæðum sem þeir ráða yfir. Á myndböndum sem þeir hafa dreift á internetinu af voðaverkunum sjást börn jafnan horfa á eða taka þátt í drápunum.
NATO undirbýr stærstu heræfingu síðan 2002
NATO og bandamenn samtakanna fyrir botni Miðjarðarhafs hyggjast halda stærstu heræfingu sína síðan 2002 í október. 36.000 manns taka þátt í æfingunni sem er liður í undirbúningi fyrir átök við Íslamska ríkið.
Hans-Lothar Domrose, herforingi
Á miðvikudag sagði Hans-Lothar Domrose, herforingi NATO, segir þáttakendur munu æfa árás á landi, í lofti og á legi. Svíþjóð og Austurríki munu einnig taka þátt í æfingunni jafnvel þó þau séu ekki í NATO. Alls munu 30 ríki taka þátt í æfingunni sem fram fer á Ítalíu, Spáni, Portugal og á Miðjarðarhafi.
Athygli NATO hefur undanfarna mánuði verið á Rússlandi sem það telur vera sí róttækara í aðgerðum sinum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lagði áherslu á að því upplausnarástandi sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs verði að ljúka.