Fyrsta tilfellið þar sem ISIS-barn afhöfðar hermann

syrland.jpg
Auglýsing

Barna­her­maður í liði með ISIS sést á mynd­bandi, sem her­skár hópur í Homs í Sýr­landi hefur undir hönd­um, afhöfða sýr­lenskan her­mann. Þetta er fyrstu hald­bæru sann­an­irnar fyrir því að börn séu látin fremja slík­ voða­verk fyrir Íslamska rík­ið.

Sér­stakir barna­her­flokkar Íslamska rík­is­ins eru skip­aðir nokkur hund­ruð svoköll­uðum „hvolpum Kalifats­ins“ (e. Cubs of the Calip­hate). Barnið á myndum er eitt þeirra. Börnin eru flest á tán­ings­aldri  og hafa hlotið her­þjálf­un. Flest hafa þau skráð sig hjá ISIS-liðum sem bíða við skóla og moskur á svæðum undir stjórn Íslamska rík­is­ins.

Á mynd­unum sést barnið klætt bún­ingi í felu­litum hald­andi á mann­höfði og blóð­ugum hníf. Her­mað­ur­inn sem myrtur var er tal­inn hafa verið í haldi Íslamska rík­is­ins síðan það náði svæðum í Pal­myra í maí, nærri borg­inni Homs í Sýr­landi.

Auglýsing

Rami Abdul Rahman, yfir­maður sam­taka sem fjalla um mann­rétt­indi í Sýr­landi, hefur mynd­bandið undir hönd­um. „Þetta er fyrsta svona til­fellið þar sem barn afhöfðar mann­eskju,“ segir Rahman í sam­tali við Reuters.

Liðs­menn Íslamska rík­is­ins hefur afhöfðað eða myrt sýr­lenska borg­ara, her­menn, erlenda hjálp­ar­starfs­menn og blaða­menn á svæðum sem þeir ráða yfir. Á mynd­böndum sem þeir hafa dreift á inter­net­inu af voða­verk­unum sjást börn jafnan horfa á eða taka þátt í dráp­un­um.

NATO und­ir­býr stærstu her­æf­ingu síðan 2002NATO og banda­menn sam­tak­anna fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs hyggj­ast halda stærstu her­æf­ingu sína síðan 2002 í októ­ber. 36.000 manns taka þátt í æfing­unni sem er liður í und­ir­bún­ingi fyrir átök við Íslamska rík­ið.

domrose Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ing­i

Á mið­viku­dag sagði Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ingi NATO, segir þáttak­endur munu æfa árás á landi, í lofti og á legi. Sví­þjóð og Aust­ur­ríki munu einnig taka þátt í æfing­unni jafn­vel þó þau séu ekki í NATO. Alls munu 30 ríki taka þátt í æfing­unni sem fram fer á Ítal­íu, Spáni, Portugal og á Mið­jarð­ar­hafi.

Athygli NATO hefur und­an­farna mán­uði verið á Rúss­landi sem það telur vera sí rót­tækara í aðgerðum sin­um. Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, lagði áherslu á að því upp­lausn­ar­á­standi sem ríkir fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs verði að ljúka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,7 að stærð samkvæmt fyrstu tölum á vef Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð 4,1 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None