Fyrsta tilfellið þar sem ISIS-barn afhöfðar hermann

syrland.jpg
Auglýsing

Barnahermaður í liði með ISIS sést á myndbandi, sem herskár hópur í Homs í Sýrlandi hefur undir höndum, afhöfða sýrlenskan hermann. Þetta er fyrstu haldbæru sannanirnar fyrir því að börn séu látin fremja slík voðaverk fyrir Íslamska ríkið.

Sérstakir barnaherflokkar Íslamska ríkisins eru skipaðir nokkur hundruð svokölluðum „hvolpum Kalifatsins“ (e. Cubs of the Caliphate). Barnið á myndum er eitt þeirra. Börnin eru flest á táningsaldri  og hafa hlotið herþjálfun. Flest hafa þau skráð sig hjá ISIS-liðum sem bíða við skóla og moskur á svæðum undir stjórn Íslamska ríkisins.

Á myndunum sést barnið klætt búningi í felulitum haldandi á mannhöfði og blóðugum hníf. Hermaðurinn sem myrtur var er talinn hafa verið í haldi Íslamska ríkisins síðan það náði svæðum í Palmyra í maí, nærri borginni Homs í Sýrlandi.

Auglýsing

Rami Abdul Rahman, yfirmaður samtaka sem fjalla um mannréttindi í Sýrlandi, hefur myndbandið undir höndum. „Þetta er fyrsta svona tilfellið þar sem barn afhöfðar manneskju,“ segir Rahman í samtali við Reuters.

Liðsmenn Íslamska ríkisins hefur afhöfðað eða myrt sýrlenska borgara, hermenn, erlenda hjálparstarfsmenn og blaðamenn á svæðum sem þeir ráða yfir. Á myndböndum sem þeir hafa dreift á internetinu af voðaverkunum sjást börn jafnan horfa á eða taka þátt í drápunum.

NATO undirbýr stærstu heræfingu síðan 2002


NATO og bandamenn samtakanna fyrir botni Miðjarðarhafs hyggjast halda stærstu heræfingu sína síðan 2002 í október. 36.000 manns taka þátt í æfingunni sem er liður í undirbúningi fyrir átök við Íslamska ríkið.

domrose Hans-Lothar Domrose, herforingi

Á miðvikudag sagði Hans-Lothar Domrose, herforingi NATO, segir þáttakendur munu æfa árás á landi, í lofti og á legi. Svíþjóð og Austurríki munu einnig taka þátt í æfingunni jafnvel þó þau séu ekki í NATO. Alls munu 30 ríki taka þátt í æfingunni sem fram fer á Ítalíu, Spáni, Portugal og á Miðjarðarhafi.

Athygli NATO hefur undanfarna mánuði verið á Rússlandi sem það telur vera sí róttækara í aðgerðum sinum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lagði áherslu á að því upplausnarástandi sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs verði að ljúka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None