Fyrsta tilfellið þar sem ISIS-barn afhöfðar hermann

syrland.jpg
Auglýsing

Barna­her­maður í liði með ISIS sést á mynd­bandi, sem her­skár hópur í Homs í Sýr­landi hefur undir hönd­um, afhöfða sýr­lenskan her­mann. Þetta er fyrstu hald­bæru sann­an­irnar fyrir því að börn séu látin fremja slík­ voða­verk fyrir Íslamska rík­ið.

Sér­stakir barna­her­flokkar Íslamska rík­is­ins eru skip­aðir nokkur hund­ruð svoköll­uðum „hvolpum Kalifats­ins“ (e. Cubs of the Calip­hate). Barnið á myndum er eitt þeirra. Börnin eru flest á tán­ings­aldri  og hafa hlotið her­þjálf­un. Flest hafa þau skráð sig hjá ISIS-liðum sem bíða við skóla og moskur á svæðum undir stjórn Íslamska rík­is­ins.

Á mynd­unum sést barnið klætt bún­ingi í felu­litum hald­andi á mann­höfði og blóð­ugum hníf. Her­mað­ur­inn sem myrtur var er tal­inn hafa verið í haldi Íslamska rík­is­ins síðan það náði svæðum í Pal­myra í maí, nærri borg­inni Homs í Sýr­landi.

Auglýsing

Rami Abdul Rahman, yfir­maður sam­taka sem fjalla um mann­rétt­indi í Sýr­landi, hefur mynd­bandið undir hönd­um. „Þetta er fyrsta svona til­fellið þar sem barn afhöfðar mann­eskju,“ segir Rahman í sam­tali við Reuters.

Liðs­menn Íslamska rík­is­ins hefur afhöfðað eða myrt sýr­lenska borg­ara, her­menn, erlenda hjálp­ar­starfs­menn og blaða­menn á svæðum sem þeir ráða yfir. Á mynd­böndum sem þeir hafa dreift á inter­net­inu af voða­verk­unum sjást börn jafnan horfa á eða taka þátt í dráp­un­um.

NATO und­ir­býr stærstu her­æf­ingu síðan 2002NATO og banda­menn sam­tak­anna fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs hyggj­ast halda stærstu her­æf­ingu sína síðan 2002 í októ­ber. 36.000 manns taka þátt í æfing­unni sem er liður í und­ir­bún­ingi fyrir átök við Íslamska rík­ið.

domrose Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ing­i

Á mið­viku­dag sagði Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ingi NATO, segir þáttak­endur munu æfa árás á landi, í lofti og á legi. Sví­þjóð og Aust­ur­ríki munu einnig taka þátt í æfing­unni jafn­vel þó þau séu ekki í NATO. Alls munu 30 ríki taka þátt í æfing­unni sem fram fer á Ítal­íu, Spáni, Portugal og á Mið­jarð­ar­hafi.

Athygli NATO hefur und­an­farna mán­uði verið á Rúss­landi sem það telur vera sí rót­tækara í aðgerðum sin­um. Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, lagði áherslu á að því upp­lausn­ar­á­standi sem ríkir fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs verði að ljúka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None