Fyrsta tilfellið þar sem ISIS-barn afhöfðar hermann

syrland.jpg
Auglýsing

Barna­her­maður í liði með ISIS sést á mynd­bandi, sem her­skár hópur í Homs í Sýr­landi hefur undir hönd­um, afhöfða sýr­lenskan her­mann. Þetta er fyrstu hald­bæru sann­an­irnar fyrir því að börn séu látin fremja slík­ voða­verk fyrir Íslamska rík­ið.

Sér­stakir barna­her­flokkar Íslamska rík­is­ins eru skip­aðir nokkur hund­ruð svoköll­uðum „hvolpum Kalifats­ins“ (e. Cubs of the Calip­hate). Barnið á myndum er eitt þeirra. Börnin eru flest á tán­ings­aldri  og hafa hlotið her­þjálf­un. Flest hafa þau skráð sig hjá ISIS-liðum sem bíða við skóla og moskur á svæðum undir stjórn Íslamska rík­is­ins.

Á mynd­unum sést barnið klætt bún­ingi í felu­litum hald­andi á mann­höfði og blóð­ugum hníf. Her­mað­ur­inn sem myrtur var er tal­inn hafa verið í haldi Íslamska rík­is­ins síðan það náði svæðum í Pal­myra í maí, nærri borg­inni Homs í Sýr­landi.

Auglýsing

Rami Abdul Rahman, yfir­maður sam­taka sem fjalla um mann­rétt­indi í Sýr­landi, hefur mynd­bandið undir hönd­um. „Þetta er fyrsta svona til­fellið þar sem barn afhöfðar mann­eskju,“ segir Rahman í sam­tali við Reuters.

Liðs­menn Íslamska rík­is­ins hefur afhöfðað eða myrt sýr­lenska borg­ara, her­menn, erlenda hjálp­ar­starfs­menn og blaða­menn á svæðum sem þeir ráða yfir. Á mynd­böndum sem þeir hafa dreift á inter­net­inu af voða­verk­unum sjást börn jafnan horfa á eða taka þátt í dráp­un­um.

NATO und­ir­býr stærstu her­æf­ingu síðan 2002NATO og banda­menn sam­tak­anna fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs hyggj­ast halda stærstu her­æf­ingu sína síðan 2002 í októ­ber. 36.000 manns taka þátt í æfing­unni sem er liður í und­ir­bún­ingi fyrir átök við Íslamska rík­ið.

domrose Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ing­i

Á mið­viku­dag sagði Hans-Lothar Dom­rose, her­for­ingi NATO, segir þáttak­endur munu æfa árás á landi, í lofti og á legi. Sví­þjóð og Aust­ur­ríki munu einnig taka þátt í æfing­unni jafn­vel þó þau séu ekki í NATO. Alls munu 30 ríki taka þátt í æfing­unni sem fram fer á Ítal­íu, Spáni, Portugal og á Mið­jarð­ar­hafi.

Athygli NATO hefur und­an­farna mán­uði verið á Rúss­landi sem það telur vera sí rót­tækara í aðgerðum sin­um. Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, lagði áherslu á að því upp­lausn­ar­á­standi sem ríkir fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs verði að ljúka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None