„Gagnslaust“ að tala við Pútín

Forsætisráðherra Ítalíu segir það „tímaeyðslu“ að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir viðskiptaþvinganir hingað til engu hafa skilað. „Evrópa heldur áfram að fjármagna Rússland með því að kaupa olíu og gas.“

Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
Auglýsing

Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, segir að við­skipta­þving­anir sem vest­ur­veldin hafi hingað til beitt til að reyna að fá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta til að hætta stríðs­rekstri í Úkra­ínu engu hafa skil­að. „Ég er far­inn að halda að þeir sem segi gagns­laust að ræða við Pútín hafa rétt fyrir sér, það er aðeins tíma­eyðsla,“ segir for­sæt­is­ráð­herr­ann í við­tali við ítalska dag­blaðið Corri­ere della Sera. Mark­mið Pútíns virð­ist vera það að „tor­tíma mót­spyrnu Úkra­ínu­manna, her­nema landið og afhenda svo stjórn hlið­hollri sér valdataumana“.

Auglýsing

Draghi og Pútín rædd­ust við í síma 30. mars. Í sím­tal­inu seg­ist Draghi hafa reynt að sann­færa Pútín um að sætt­ast á vopna­hlé í Úkra­ínu.

„Ég spurði hann: Hvenær ætlar þú að hitta Zel­en­sky [Úkra­ínu­for­seta]? Aðeins þið tveir getið leyst hnút­inn,“ seg­ist Draghi hafa sagt við Pútín. Hann segir Pútín hafa svar­að: „Núna er ekki rétti tím­inn.“

Og þegar Draghi ítrek­aði mik­il­vægi vopna­hlés end­ur­tók Pútín orð sín: „Nei, núna er ekki rétti tím­inn.“

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu. Mynd: EPA

Í við­tal­inu við Il Corri­ere della Sera var for­sæt­is­ráð­herr­ann spurður hvernig hægt væri að hjálpa þjóð sem væri verið að ráð­ast á. „Við­skipta­þving­anir eru mik­il­vægar til að veikja árás­armann­inn en það stoppar heri hans ekki strax. Til að gera það þurfum við að hjálpa Úkra­ínu­mönnum beint – og það er það sem við erum að ger­a.“

Draghi vill draga úr þörf Ítalíu á við­skiptum við Rúss­land m.a. með því að kaupa gas af fleirum og hefur nú samið við Alsír um kaup á umtals­verðu magni. Talið er að um 40 pró­sent alls jarð­gass sem Ítalir nota sé keypt frá Rúss­um.

Svip­aða sögu er að segja í mörgum öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þessu verður að breyta, segir Drag­hi.

„Evr­ópa heldur áfram að fjár­magna Rúss­land með því að kaupa olíu og gas og fleira á verði sem er úr öllu sögu­legu sam­hengi og úr tengslum við fram­leiðslu­kostn­að­inn.“

ESB háð Rússum um gas

Alþjóða orku­stofn­unin (International Engergy Agency) hefur lagt fram nokkrar til­lögur um hvernig Evr­ópu­sam­bandið getur dregið úr því að þurfa að stóla á gas­kaup frá Rúss­um. Meðal til­lagna er að hætta við nýja orku­samn­inga við Rúss­land, að kaupa gas frekar af öðrum ríkj­um, að flýta fyrir upp­bygg­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og auka fram­leiðslu í kjarn­orku­verum, svo dæmi séu tek­in.

Ítölsk stjórn­völd hafa að sögn Draghi þegar ráð­ist í auknar fjár­fest­ingar í end­ur­nýj­an­legri orku­vinnslu og fleiri aðgerðir eru í far­vatn­inu.

Úkraínskur hermaður fer um rústir húss í borginni Kharkiv. Mynd: EPA

En allt þetta tekur tíma. Og á meðan er fólk að deyja í Úkra­ínu vegna stríðs­ins. Í nótt hefur rúss­neski her­inn gert ákafar árásir á margar borg­ir. Fjórum loft­skeytum var skotið á borg­ina Lviv í morg­un, borg sem er rétt við landa­mærin að Pól­landi. Stöðugar loft­árásir hafa einnig verið gerðar í nágrenni hafn­ar­borg­ar­innar Odesa og sprengjur hafa sömu­leiðis fallið í Kharkiv. Ómögu­legt er að segja hversu mann­fallið í nótt var mik­ið.

Enn er borgin Mariu­pol í her­kví þótt Úkra­ínu­menn hafi ekki gef­ist upp líkt og Rússar kröfð­ust að þeir myndu gera ekki seinna en í gær. Borgin hefur verið lögð nán­ast í rúst. Þar er þó enn inn­lyksa fjöldi fólks.

Áfram eru gerðar árásir í aust­ur­hluta Úkra­ínu, á hinum svo­kall­aða Don­bas-­svæði. Úkra­ínsk yfir­völd hafa varað íbúa á svæð­inu við því að árás­irnar eigi eftir að verða harð­ari á næstu dögum og hafa beðið þá um að flýja þar sem „grimmi­leg“ árás Rússa sé yfir­vof­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent