Gefur lítið fyrir umræðu á sam­fé­lags­miðlum um íslensku­kunn­áttu henn­ar

Nýr formaður Eflingar segir að það að hún tali ekki íslensku verði ekki vandamál í hennar störfum – en hún skilur íslensku. Fólk af erlendum uppruna sé hluti af samfélaginu og eigi rétt á því að taka þátt í því.

Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við sem formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp störfum.
Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við sem formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp störfum.
Auglýsing

„Þetta var auð­vitað mjög erfitt fyrst – að taka að sér öll þessi verk­efni vegna þess að aðstæður eru mjög óvenju­­leg­­ar. Þó er ég mjög ánægð með það að fá að þjón­usta félags­­­menn Efl­ingar en meira en helm­ingur 27.000 félags­­­manna Efl­ingar er af erlendu bergi brot­inn.“

Þetta segir Agnieszka Ewa Ziólkowska, for­maður Efl­ing­ar, þegar hún er spurð hvernig henni líði með það að taka óvænt við kefl­inu sem for­maður en hún var í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann um helg­ina.

Hún seg­ist enn fremur vera ánægð með að for­­maður Efl­ingar sé nú aðfluttur vegna þess að þá hafi fólk í þeim hóp full­­trúa úr sínum röð­­um.

Auglýsing

Skilur íslensku

Agnieszka gefur lítið fyrir umræðu á sam­­fé­lags­miðlum um íslensku­kunn­áttu henn­­ar.

„Í fyrsta lagi vinna útlend­ingar á Íslandi flestir í lág­­launa­­störfum – og vinna innan um aðra útlend­inga sem einnig tala enga íslensku. Í öðru lagi skil ég íslensku og ég trúi því að það sé mjög mik­il­vægt að láta íslensk sam­­fé­lag gera sér grein fyrir því að útlend­ingar eru hluti af þessu sam­­fé­lagi. Við verðum að eiga rétt á því að taka þátt í sam­­fé­lag­inu – sama hversu lengi við dveljum hér. Þrátt fyrir að við tölum ekki full­komna íslensku þá eigum við skilið að vera þátt­tak­endur hér.“

Hún telur að þetta sé ekki og verði ekki vanda­­mál í hennar störf­­um.

Mik­il­vægt að halda stétt­ar­fé­lag­inu gang­andi

Þegar Agnieszka er spurð út í það hverjar áherslur Efl­ingar eru nú varð­andi kom­andi kjara­bar­áttu þá segir hún að þau hafi sömu stefn­u­­mál og Sól­­veig Anna hafði og ein­beiti sér að lág­­launa­­fólki. „Við viljum halda áfram bar­átt­unni fyrir þetta fólk.“

Hún seg­ist þannig ætla að vera með sömu áherslu­­mál og fyrrum for­­mað­­ur. „Ég sé til þess þessa dag­ana að stétt­­ar­­fé­lagið nái að starfa með eðli­­legum hætti með öllum þeim verk­efnum sem því fylg­­ir. Við ein­blínum á að laga þau vanda­­mál sem upp hafa komið og passa upp á að félags­­­menn okkar fái þá þjón­­ustu sem þeir þurfa.“

Hvað er mik­il­vægt að þínu mati að leggja áherslu á núna?

„Ég hef verið félags­­­maður í Efl­ingu megnið af þeim tíma sem ég hef búið á Íslandi. Ég veit hversu mik­il­vægt það er að félags­­­menn fái þá þjón­­ustu sem þeir eiga skil­ið. Ég sé for­­manns­emb­ættið sem sam­ein­ing­­ar­­tákn fyrir félags­­­menn. Efl­ing verður að geta staðið með þeim þegar þeir þurfa á að halda vegna þess að lág­­launa­­fólk hefur ekki tök á að ráða lög­­fræð­ing til að berj­­ast fyrir rétti sín­­um. Og trúðu mér, atvinn­u­rek­endur ganga stundum allt of langt. Svo þess vegna er svo mik­il­vægt að halda stétt­­ar­­fé­lag­inu gang­andi – það er okkar mark­mið,“ segir hún.

Hægt er að lesa við­talið við Agnieszka hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent