Geta rafmyntir bjargað Pútín frá viðskiptaþvingunum?

Ólíklegt er að Rússar komist auðveldlega hjá viðskiptaþvingunum Vesturveldanna með aukinni notkun rafmynta. Hins vegar gætu þeir aukið útflutningstekjur sínar með rafmyntavinnslu og einnig aukið fjárhagslegt sjálfstæði sitt með „rafrúblu“.

Vladímir Pútín
Auglýsing

Rúss­land gæti stuðst við notkun raf­mynta til þess að draga úr nei­kvæðum áhrifum nýlegra efna­hags­þving­ana vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu með hjálp raf­mynta. Stórir raf­mynta­mark­aðir hafa ákveðið að loka ekki á rúss­neska reikn­inga, en sér­fræð­ingar telja það þó ekki lík­legt að Rússar muni geta stundað umfangs­mikil milli­ríkja­við­skipti með hjálp þeirra.

Raf­mynta­mark­aðir loka ekki á Rússa

Raf­myntir hafa verið nefndar sem mögu­leg und­an­komu­leið rúss­neskra fjár­festa frá efna­hags­þving­unum Vest­ur­veld­anna, en mörgum rúss­neskum bönkum hefur nú verið hent úr alþjóð­lega SWIFT-greiðslu­kerf­inu, auk þess sem eignir rúss­neskra auð­manna hafa verið frystar víða í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Myk­hailo Fedorov, aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Úkra­ínu, kall­aði eftir því með Twitt­er-­færslu á sunnu­dag­inn að allir helstu raf­mynta­mark­aðir ættu að loka á við­skipti við alla rúss­neska not­endur þeirra. Færsl­una má sjá hér að neð­an.

Stærsti raf­mynta­mark­aður heims, Bin­ance, hefur svarað þessu ákalli neit­andi og seg­ist ekki vilja frysta við­skipti hjá millj­ónum af eigin við­skipta­vinum ein­hliða. Sam­kvæmt frétt CNBC seg­ist Bin­ance þó fylgja yfir­stand­andi efna­hags­þving­unum Vest­ur­landa gegn völdum rúss­neskum auð­mönn­um. Einnig bætir mark­að­ur­inn við að hann muni vera sam­stíga alþjóða­sam­fé­lag­inu og fram­fylgja öllum efna­hags­þving­unum sem það stígur fram með.

Ólík­legur bjarg­vættur

Þrátt fyrir þessar yfir­lýs­ingar telja sér­fræð­ingar sem frétta­stofa NBC ræddi við það vera ólík­legt að raf­myntir verði not­aðar í miklu mæli til að koma háum fjár­hæðum til og frá land­inu. Sam­kvæmt þeim hefur eft­ir­lit með raf­myntum stór­aukist, þannig að auð­veld­ara sé að fylgj­ast með grun­sam­legum milli­færslum milli landa.

Auglýsing

Starfs­menn banda­ríska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins svör­uðu á svip­uðum nótum í frétt Polit­ico um málið, en þar sögðu þeir að ráðu­neytið hefði ekki miklar áhyggjur af viða­miklum pen­inga­þvætti rúss­neskra yfir­valda í gegnum raf­mynt­ir, þar sem stór við­skipti yrðu sýni­leg á alþjóð­legum mörk­uð­um.

Aðrar þjóðir sem hafa orðið fyrir miklum við­skipta­þving­un­um, líkt og Íran og Norð­ur­-Kór­ea, hafa leitað til raf­mynta til að stunda milli­ríkja­við­skipti og fela eignir auð­manna. Sam­kvæmt við­mæl­endum Al Jazeera yrði þó erfitt fyrir Rúss­land að feta í fót­spor þeirra, þar sem fjár­mála­kerfið þar er mun tengd­ara alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um.

Aðrar leiðir mögu­legar

Aftur á móti gætu rúss­nesk stjórn­völd notað raf­myntir á ýmsan hátt til að milda efna­hags­höggið sem við­skipta­þving­an­irnar hafa veitt þeim. Lok­ist á gas­út­flutn­ing til Evr­ópu gæti landið til dæmis notað orku­fram­leiðslu sína til að stór­auka raf­mynta­gröft, en þannig gætu útflutn­ings­tekjur lands­ins auk­ist.

Sam­kvæmt Al Jazeera yrðu tekj­urnar af þeim útflutn­ingi þó ein­ungis agn­ar­smár hluti af tekju­fall­inu sem við­skipta­bann á jarð­gasi og olíu myndi fela í sér.

Önnur leið til að kom­ast hjá efna­hags­þving­unum væri með svo­kall­aðri „raf­rúblu,“ sem er raf­eyrir sem Seðla­banki Rúss­lands hefur til­kynnt að sé í vinnslu. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times um málið gæti slíkur gjald­mið­ill aukið sjálf­stæði Rúss­lands gagn­vart Banda­ríkj­un­um, þar sem Rússar gætu þá átt við­skipti við önnur lönd án þess að fara í gegnum alþjóð­lega banka­kerf­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent