Góðir flokksmenn ættu að eignast þrjú börn

Skilaboð í ritstjórnargrein kínversks ríkisvefmiðils um að félagar í kínverska kommúnistaflokknum ættu að eignast þrjú börn hafa fallið í grýttan jarðveg hjá kínverskum samfélagsmiðlanotendum. Ritstjórnargreinin hefur nú verið fjarlægð.

Ritstjórnargrein kínverska vefmiðilsins China Reports Network er á bak og burt eftir gagnrýni á samfélagsmiðlum. Mynd úr safni.
Ritstjórnargrein kínverska vefmiðilsins China Reports Network er á bak og burt eftir gagnrýni á samfélagsmiðlum. Mynd úr safni.
Auglýsing

Rit­stjórn­ar­grein í kín­verskum rík­isvef­miðli hefur vakið hörð við­brögð kín­verskra net­verja und­an­farna daga, en í henni var gefið í skyn að það væri skylda með­lima í kín­verska komm­ún­ista­flokknum að eign­ast þrjú börn, til þess að stemma stigu við öldrun kín­versku þjóð­ar­innar og fallandi fæð­ing­ar­tíðni.

Sagt er frá þessu á vefjum bæði Guar­dian og Bloomberg auk fleiri miðla, en rit­stjórn­ar­grein­ina umdeildu, sem birt­ist í vef­miðl­inum China Reports Network, má hvergi finna lengur og virð­ist henni hafa verið eytt eftir að umræður um hana komust í hámæli á kín­verska sam­fé­lags­miðl­inum Weibo.

Í grein­inni sagði að hver einn og ein­asti með­limur kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins, en þeir eru í heild­ina um 95 millj­ónir tals­ins, ætti að „axla ábyrgð og skyldur sínar gagn­vart fólks­fjölgun lands­ins og fara eftir þriggja barna stefn­unn­i“, en fyrr á árinu opn­uðu kín­versk stjórn­völd á það með laga­setn­ingu að pör eða hjón mættu eign­ast þrjú börn.

„Eng­inn flokks­fé­lagi ætti að nota nokkra afsök­un, hlut­læga eða per­sónu­lega, til að gift­ast ekki eða eiga börn, né geta þeir notað neinar afsak­anir til að eiga ein­ungis eitt eða tvö börn,“ sagði í grein­inni sam­kvæmt end­ur­sögn Guar­di­an, upp úr skjá­skotum frá kín­verskum sam­fé­lags­miðla­not­end­um.

Ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­innar að verða vanda­mál

Fæð­ing­ar­tíðni í Kína var sú lægsta á síð­asta ári allt frá árinu 1978, en ein­ungis 8,5 börn fædd­ust á hverja 1.000 íbúa lands­ins. Margir sam­verk­andi þættir útskýra þessa stöðu, en í Kína máttu pör ein­ungis eiga eitt barn fram til árs­ins 2016, auk þess sem kostn­aður við hús­næði og aðrar nauð­synjar dag­legs lífs, sér í lagi í stærri borgum lands­ins, hefur vaxið mjög á und­an­förnum árum.

Auglýsing

Þetta, auk auk­innar þátt­töku kvenna á vinnu­mark­aði og mik­illa krafna sem gerðar eru til starfs­manna í kín­versku atvinnu­lífi, hefur allt saman haft þær afleið­ingar að hlut­fall Kín­verja sem eru á aldr­inum 15-64 ára af þjóð­inni í heild hefur farið lækk­andi á hverju ári frá árinu 2010, sam­kvæmt gögnum frá Alþjóða­bank­an­um. Vinn­andi höndum fækk­ar.

Af þessum sökum ákváðu stjórn­völd sem áður segir að heim­ila fólki að eign­ast þrjú börn, auk þess sem stuðn­ingur við barna­fjöl­skyldur hefur verið auk­inn. Þessar aðgerðir hafa þó ekki haft mikil áhrif, enn sem komið er.

Sam­kvæmt frá­sögnum Bloomberg og Guar­dian af umræðum kín­verskra net­verja féll rit­stjórn­ar­greinin í China Reports Network ekki í kramið hjá þeim. Sumir lýstu því yfir að það væri til þess fallið að rýra traust á komm­ún­ista­flokknum og stjórn­völd­um, ef ýta ætti skila­boðum af þessu tagi að fólki.

„Þrátt fyrir þriggja barna stefn­una hefur fullt af fólki ekki aðstæð­ur, getu, pen­inga eða tíma til þess að sjá um börn, sér­stak­lega kon­ur, sem þurfa að fara snemma heim, og þetta mun draga úr vilja fyr­ir­tækja til að ráða kon­ur!“ sagði einn not­andi, sam­kvæmt frétt Guar­di­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent