Hugbúnaðarrisinn Google, sem þekktur er fyrir stirð samskipti við stjórnvöld í Kína meðal annars vegna tölvuárása á netþjóna Gmail, kynnti um sína fyrstu beinu fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtæki í Kína í dag. Fyrirtækið heitir Mobvoi og eru stofnendur þess fyrrverandi starfsmenn Google, Zhifei Li og Mike Li.
Fyrirtækið hefur þróað leitarhugbúnað sem heitir því sérkennilega nafni Chumenwewen, en hann er meðal annars sérstaklega hannaður til að leita að matarþjónustu á netinu, til dæmis verslunum.
Kínamarkaður er stór fyrir Google, enda er talið að snjallsímar í landinu séu að 80 prósent leyti með Android stýrkerfi sem Google framleiðir. Fyrir markað með yfir 1,4 milljarða manna, eða um 20 prósent íbúa jarðar, þá eru hagsmunirnir gífurlega miklir hjá þeim sem ná traustri stöðu strax við upphaf mikilla breytinga, en slík staða er uppi á ýmsum mörkuðum í Kína sem snúa að þjónustu á netinu.
Google Invests In Mobvoi, Its Android Wear Partner In China https://t.co/EytXQExfDQ
— TechCrunch (@TechCrunch) October 20, 2015
Í tilkynningu Google kemur ekki fram hversu stór fjáfestingin í Mobvoi en talið er að hún sé ekki meiriháttar, að því er fram kemur á vef Quartz. Virði fyrirtækisins er áætlað um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 400 milljörðum króna.