Grikkir óska formlega eftir neyðaraðstoð - Tsipras mætti á Evrópuþingið

h_52040577-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórn­völd ósk­uðu í dag form­lega eftir fjár­hags­að­stoð í gegnum sér­stakan neyð­ar­lána­sjóð evru­ríkj­anna, hið svo­kall­aða Evr­ópska stöð­ug­leika­kerfi. End­ur­nýj­uð, form­leg ósk Grikkja var mik­il­væg fyrir næstu skref í lausn að miklum efna­hags­vanda rík­is­ins en leið­togar ann­arra evru­ríkja hafa talað opin­skátt um að fram­tíð Grikk­lands í evru­sam­starf­inu hangi á blá­þræði og ráð­ist mögu­lega á næstu dög­um. Vonir stóðu til að Grikkir myndu leggja fram ný drög að sam­komu­lagi milli þeirra og kröfu­hafa í gær. Ekk­ert varð að því en búist er við að nýtt til­boð verði lagt fram á föstu­dag og rætt á leið­toga­fundi evru­ríkj­anna um helg­ina. Hætt var við fund fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna sem átti að fara fram í dag.

Seðla­banki Evr­ópu hefur varað grísk stjórn­völd við því að náist ekki sam­komu­lag næst­kom­andi sunnu­dag þá sé bank­inn nauð­beygður til þess að hætta fjár­hags­sað­stoð til grískra banka. Seðla­banki Evr­ópu hefur á síð­ustu mán­uðum lagt um 89 millj­arða evra í gríska fjár­mála­kerfið til þess að koma í veg fyrir banka­hrun. Aðstoð seðla­bank­ans til handa Grikkjum hefur verið af skornum skammti und­an­farnar vik­ur, á meðan ekki hefur náðst  sam­komu­lag við kröfu­hafa um eft­ir­gjöf og end­ur­greiðslu skulda gríska rík­is­ins.

Auglýsing

Orða­skipt­i á Evr­ópu­þing­inu

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, tal­aði á Evr­ópu­þing­inu í Stras­bo­urg í morg­un, auk Don­ald Tusk, for­seta ESB og Jean-Claude Junker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB. Við­brögð við komu Tsipras í Evr­ópu­þingið voru blendin en hann sagði meðal ann­ars trúa því að rík­is­stjórn hans gæti mætt skuld­bind­ingum sín­um, bæði Grikk­landi og evru­svæð­inu í hag. Vilji Tsipras og rík­is­stjórnar hans er að halda áfram evru­sam­starf­inu. Tusk tal­aði sem fyrr fyrir sam­komu­lagi milli deilu­að­ila og sagði meðal ann­ars að án þess stæði Grikk­land frammi fyrir banka­krísu og mögu­legum banka­gjald­þrot­um. Á því myndu allir tapa.Sam­kvæmt umfjöllun The Guar­dian urðu nokkuð hörð orða­skipti milli þing­manna Evr­ópu­þings­ins í kjöl­farið, meðal ann­ars vegna hryðju­verkaum­mæla fyrrum fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands. Þá hvatti hinn breski Nigel Fara­ge, leið­togi UKIP hreyf­ing­ar­inn­ar, Tsipras til þess að yfir­gefa evru­sam­starf­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None