Grikkir óska formlega eftir neyðaraðstoð - Tsipras mætti á Evrópuþingið

h_52040577-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórn­völd ósk­uðu í dag form­lega eftir fjár­hags­að­stoð í gegnum sér­stakan neyð­ar­lána­sjóð evru­ríkj­anna, hið svo­kall­aða Evr­ópska stöð­ug­leika­kerfi. End­ur­nýj­uð, form­leg ósk Grikkja var mik­il­væg fyrir næstu skref í lausn að miklum efna­hags­vanda rík­is­ins en leið­togar ann­arra evru­ríkja hafa talað opin­skátt um að fram­tíð Grikk­lands í evru­sam­starf­inu hangi á blá­þræði og ráð­ist mögu­lega á næstu dög­um. Vonir stóðu til að Grikkir myndu leggja fram ný drög að sam­komu­lagi milli þeirra og kröfu­hafa í gær. Ekk­ert varð að því en búist er við að nýtt til­boð verði lagt fram á föstu­dag og rætt á leið­toga­fundi evru­ríkj­anna um helg­ina. Hætt var við fund fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna sem átti að fara fram í dag.

Seðla­banki Evr­ópu hefur varað grísk stjórn­völd við því að náist ekki sam­komu­lag næst­kom­andi sunnu­dag þá sé bank­inn nauð­beygður til þess að hætta fjár­hags­sað­stoð til grískra banka. Seðla­banki Evr­ópu hefur á síð­ustu mán­uðum lagt um 89 millj­arða evra í gríska fjár­mála­kerfið til þess að koma í veg fyrir banka­hrun. Aðstoð seðla­bank­ans til handa Grikkjum hefur verið af skornum skammti und­an­farnar vik­ur, á meðan ekki hefur náðst  sam­komu­lag við kröfu­hafa um eft­ir­gjöf og end­ur­greiðslu skulda gríska rík­is­ins.

Auglýsing

Orða­skipt­i á Evr­ópu­þing­inu

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, tal­aði á Evr­ópu­þing­inu í Stras­bo­urg í morg­un, auk Don­ald Tusk, for­seta ESB og Jean-Claude Junker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB. Við­brögð við komu Tsipras í Evr­ópu­þingið voru blendin en hann sagði meðal ann­ars trúa því að rík­is­stjórn hans gæti mætt skuld­bind­ingum sín­um, bæði Grikk­landi og evru­svæð­inu í hag. Vilji Tsipras og rík­is­stjórnar hans er að halda áfram evru­sam­starf­inu. Tusk tal­aði sem fyrr fyrir sam­komu­lagi milli deilu­að­ila og sagði meðal ann­ars að án þess stæði Grikk­land frammi fyrir banka­krísu og mögu­legum banka­gjald­þrot­um. Á því myndu allir tapa.Sam­kvæmt umfjöllun The Guar­dian urðu nokkuð hörð orða­skipti milli þing­manna Evr­ópu­þings­ins í kjöl­farið, meðal ann­ars vegna hryðju­verkaum­mæla fyrrum fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands. Þá hvatti hinn breski Nigel Fara­ge, leið­togi UKIP hreyf­ing­ar­inn­ar, Tsipras til þess að yfir­gefa evru­sam­starf­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None