Grikkir óska formlega eftir neyðaraðstoð - Tsipras mætti á Evrópuþingið

h_52040577-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórn­völd ósk­uðu í dag form­lega eftir fjár­hags­að­stoð í gegnum sér­stakan neyð­ar­lána­sjóð evru­ríkj­anna, hið svo­kall­aða Evr­ópska stöð­ug­leika­kerfi. End­ur­nýj­uð, form­leg ósk Grikkja var mik­il­væg fyrir næstu skref í lausn að miklum efna­hags­vanda rík­is­ins en leið­togar ann­arra evru­ríkja hafa talað opin­skátt um að fram­tíð Grikk­lands í evru­sam­starf­inu hangi á blá­þræði og ráð­ist mögu­lega á næstu dög­um. Vonir stóðu til að Grikkir myndu leggja fram ný drög að sam­komu­lagi milli þeirra og kröfu­hafa í gær. Ekk­ert varð að því en búist er við að nýtt til­boð verði lagt fram á föstu­dag og rætt á leið­toga­fundi evru­ríkj­anna um helg­ina. Hætt var við fund fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna sem átti að fara fram í dag.

Seðla­banki Evr­ópu hefur varað grísk stjórn­völd við því að náist ekki sam­komu­lag næst­kom­andi sunnu­dag þá sé bank­inn nauð­beygður til þess að hætta fjár­hags­sað­stoð til grískra banka. Seðla­banki Evr­ópu hefur á síð­ustu mán­uðum lagt um 89 millj­arða evra í gríska fjár­mála­kerfið til þess að koma í veg fyrir banka­hrun. Aðstoð seðla­bank­ans til handa Grikkjum hefur verið af skornum skammti und­an­farnar vik­ur, á meðan ekki hefur náðst  sam­komu­lag við kröfu­hafa um eft­ir­gjöf og end­ur­greiðslu skulda gríska rík­is­ins.

Auglýsing

Orða­skipt­i á Evr­ópu­þing­inu

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, tal­aði á Evr­ópu­þing­inu í Stras­bo­urg í morg­un, auk Don­ald Tusk, for­seta ESB og Jean-Claude Junker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB. Við­brögð við komu Tsipras í Evr­ópu­þingið voru blendin en hann sagði meðal ann­ars trúa því að rík­is­stjórn hans gæti mætt skuld­bind­ingum sín­um, bæði Grikk­landi og evru­svæð­inu í hag. Vilji Tsipras og rík­is­stjórnar hans er að halda áfram evru­sam­starf­inu. Tusk tal­aði sem fyrr fyrir sam­komu­lagi milli deilu­að­ila og sagði meðal ann­ars að án þess stæði Grikk­land frammi fyrir banka­krísu og mögu­legum banka­gjald­þrot­um. Á því myndu allir tapa.Sam­kvæmt umfjöllun The Guar­dian urðu nokkuð hörð orða­skipti milli þing­manna Evr­ópu­þings­ins í kjöl­farið, meðal ann­ars vegna hryðju­verkaum­mæla fyrrum fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands. Þá hvatti hinn breski Nigel Fara­ge, leið­togi UKIP hreyf­ing­ar­inn­ar, Tsipras til þess að yfir­gefa evru­sam­starf­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None