Grikkir skiluðu engum tillögum í dag - óánægja meðal evruríkjanna

h_52042889-1.jpg
Auglýsing

Grikkir lögðu ekki fram neinar nýjar til­lögur á fundi fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna í dag og munu ekki gera það á leið­toga­fundi Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna í kvöld. Þetta hef­ur Jer­oen Dijs­sel­bloem, for­seti evru­hóps­ins, stað­fest. Þrátt fyrir að engar til­lögur hafi verið lagðar fram hélt nýr fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, Euclid Tsaka­lotos, kynn­ingu fyrir hina fjár­mála­ráð­herrana á fund­inum í dag.

Grikkir ætla þess í stað að leggja fram til­lögur sínar á morg­un­. Di­js­sel­bloem sagði við blaða­menn að loknum fundi evru­hóps­ins í Brus­sel að hópnum hefði verið talin trú um að til­lög­urnar kæmu í dag. Hann greindi svo frá því að annar fundur verður hald­inn í gegnum síma á morg­un. Þá mun Seðla­banki Evr­ópu meta stöð­una í Grikk­landi frá degi til dags. „Það er lít­ill tími til stefnu og hann stytt­ist bara eftir því sem við höldum áfram,“ sagði hann. Vand­inn væri aðkallandi.

Undir það tók Johan Van Overt­veldt, fjár­mála­ráð­herra Belg­íu, í sam­tali við fjöl­miðla. „Gríska hag­kerfið er í frjálsu falli, banka­kerfið meira og minna líka, svo við höfum ekki mik­inn tíma.“ Hann sagði hins vegar að eini fjár­mála­ráð­herr­ann sem virt­ist ekki gera sér grein fyrir því hversu áríð­andi er að finna lausn sé fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands.

Auglýsing

Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna koma nú einn af öðrum til fundar í Brus­sel. Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, sagði við blaða­menn þegar hann kom á stað­inn að nú sé lausn á mál­inu undir Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, kom­in. „Ég er alltaf til í að hitta hann til að ræða stöð­una,“ sagði hann.

Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, var myrkur í máli þegar hann kom á fund­inn. Hann sagði Grikki vera að taka mjög stóra áhættu og eina lausn vand­ans væri að ráð­ast í umbæt­ur. Ef Grikkir komi ekki fram með almenni­legar til­lögur fljót­lega muni leið­togar evru­ríkj­anna ekki geta hjálpað þeim.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari tjáði sig einnig við fjöl­miðla á leið sinni inn á fund leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, en fund­ur­inn hefst klukkan 16. Merkel sagði enn ekki vera neinn grund­völl til samn­inga­við­ræðna við Grikki. Þó væru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Hún hvatti til sam­stöðu í Evr­ópu og ábyrgðar hjá Grikkj­um. Án sam­stöðu og án umbóta yrði ekki hægt að ganga frá mál­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None