Grikkir skiluðu engum tillögum í dag - óánægja meðal evruríkjanna

h_52042889-1.jpg
Auglýsing

Grikkir lögðu ekki fram neinar nýjar tillögur á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í dag og munu ekki gera það á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna í kvöld. Þetta hefur Jeroen Dijsselbloem, forseti evruhópsins, staðfest. Þrátt fyrir að engar tillögur hafi verið lagðar fram hélt nýr fjármálaráðherra Grikklands, Euclid Tsakalotos, kynningu fyrir hina fjármálaráðherrana á fundinum í dag.

Grikkir ætla þess í stað að leggja fram tillögur sínar á morgun. Dijsselbloem sagði við blaðamenn að loknum fundi evruhópsins í Brussel að hópnum hefði verið talin trú um að tillögurnar kæmu í dag. Hann greindi svo frá því að annar fundur verður haldinn í gegnum síma á morgun. Þá mun Seðlabanki Evrópu meta stöðuna í Grikklandi frá degi til dags. „Það er lítill tími til stefnu og hann styttist bara eftir því sem við höldum áfram,“ sagði hann. Vandinn væri aðkallandi.

Undir það tók Johan Van Overtveldt, fjármálaráðherra Belgíu, í samtali við fjölmiðla. „Gríska hagkerfið er í frjálsu falli, bankakerfið meira og minna líka, svo við höfum ekki mikinn tíma.“ Hann sagði hins vegar að eini fjármálaráðherrann sem virtist ekki gera sér grein fyrir því hversu áríðandi er að finna lausn sé fjármálaráðherra Grikklands.

Auglýsing

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma nú einn af öðrum til fundar í Brussel. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði við blaðamenn þegar hann kom á staðinn að nú sé lausn á málinu undir Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, komin. „Ég er alltaf til í að hitta hann til að ræða stöðuna,“ sagði hann.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, var myrkur í máli þegar hann kom á fundinn. Hann sagði Grikki vera að taka mjög stóra áhættu og eina lausn vandans væri að ráðast í umbætur. Ef Grikkir komi ekki fram með almennilegar tillögur fljótlega muni leiðtogar evruríkjanna ekki geta hjálpað þeim.

Angela Merkel Þýskalandskanslari tjáði sig einnig við fjölmiðla á leið sinni inn á fund leiðtoga Evrópusambandsríkjanna, en fundurinn hefst klukkan 16. Merkel sagði enn ekki vera neinn grundvöll til samningaviðræðna við Grikki. Þó væru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Hún hvatti til samstöðu í Evrópu og ábyrgðar hjá Grikkjum. Án samstöðu og án umbóta yrði ekki hægt að ganga frá málunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None