Guðmundur Auðunsson stjórnmálahagfræðingur skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar, en listinn var opinberaður í morgun. Hann hefur starfað í framkvæmdastjórn flokksins í tvö ár. Guðmundur lauk framhaldsnámi í alþjóðahagfræði og alþjóðastjórnmálafræði í Bandaríkjunum en hefur lengst af búið í London.
Í öðru sæti er Birna Eik Benediktsdóttir framhaldsskólakennari og sex barna móðir. Hún er ættuð af suðurlandsundirlendinu og að vestan. Birna hefur starfað innan flokksins frá stofnun hans með ýmsum hætti og situr nú í framkvæmdastjórn hans. Birna fluttist til Danmerkur 18 ára gömul en sneri heim til Íslands með börn og buru fyrir fimm árum og býr nú á Selfossi.
Sósíalistaflokkurinn, sem býður nú fram til Alþingis í fyrsta sinn, hefur þar með kynnt þrjá af sex framboðslistum sínum. Í lok síðustu viku var listinn í Suðvesturkjördæmi opinberaður og á þriðjudag listi flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fyrir liggur að Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar hans, ætlar að gefa kost á sér á lista fyrir komandi kosningar, en hann er ekki á þeim þremur sem hafa þegar birst. Líklegt verður að telja verði stað hann Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Öllum listunum er stillt um af slembivöldum hópi meðal félaga flokksins.
Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi
- Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur
- Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari
- Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG
- Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri
- Unnur Rán Reynisdóttir, hárgsnyrtimeistari og -kennari
- Þórbergur Torfason, sjómaður
- Einar Már Atlason, sölumaður
- Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
- Arngrímur Jónsson, sjómaður
- Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
- Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari
- Pawel Adam Lopatka, landvörður
- Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari
- Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
- Kári Jónsson, verkamaður
- Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
- Elínborg Steinunnardóttir, öryrki
- Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
- Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona
- Viðar Steinarsson, bóndi