Rök sóttvarnayfirvalda fyrir örvunarskammti

Vörn eftir skammt af Janssen er svipuð og eftir einn skammt af öðrum bóluefnum sem hér hafa verið gefin, segir í rökstuðningi sóttvarnayfirvalda fyrir því að gefa Janssenþegum aukaskammt af öðru efni. Þessar upplýsingar lágu fyrir í mars.

Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Auglýsing

Fram­boð bólu­efnis sam­kvæmt afhend­ing­ar­á­ætl­unum miðað við samn­inga sem gerðir hafa verið fyrir hönd þjóð­ar­innar „leyfir að hugað sé að því að efla svörun ákveð­inna hópa með örv­un­ar­bólu­setn­ing­u,“ segir í minn­is­blaði Kamillu Jós­efs­dóttur stað­geng­ils sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hvatt er til að gefa fólki bólu­settu með Jans­sen-­bólu­efn­inu skammt af öðru bólu­efni, annað hvort frá Pfizer eða Moderna. Yfir 95 þús­und skammtar af bólu­efni eru til í land­inu og von er á 129 þús­und til við­bótar á næstu vik­um.

Auglýsing

Ísland er í hópi þeirra landa sem ákveðið hafa að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammta. Hin löndin sem þetta hafa ákveðið eru m.a. Ísra­el, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin og Þýska­land. Hvorki sótt­varna­stofnun Banda­ríkj­anna eða Evr­ópu mæla með örv­un­ar­skömmt­um, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli.

For­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar biðl­aði enn og aftur til auð­ugri ríkja í gær að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta – að minnsta kosti til loka sept­em­ber. Ástæðan er sú að sú djúpa gjá sem mynd­ast hefur milli ríkra og fátækra þjóða þegar kemur að bólu­setn­ingum er enn að dýpka. „Ég skil áhyggjur allra rík­is­stjórna að verja sitt fólk gegn delta-af­brigð­in­u,“ sagði for­stjór­inn, Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, í ávarpi sínu í gær. „En við getum ekki sætt okkur við að lönd sem þegar hafa notað stærstan hluta af öllu bólu­efni sem fram­leitt hefur verið í heim­inum til að nota enn meira af því.“

Elin Hoff­mann Dahl, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur mann­úð­ar­sam­tak­anna Læknar án landamæra sagði við Reuter­s-frétta­stof­una í kjöl­far ákalls for­stjóra WHO að „sú stað­reynd að við erum að bólu­setja heil­brigða full­orðna með örv­un­ar­skömmtum af COVID-19 bólu­efnum er skamm­sýni“ því ef við höldum áfram að skilja meiri­hluta heims­byggð­ar­innar eftir óbólu­settan munum við „án vafa“ þurfa ný og ný bólu­efni í fram­tíð­inni.

Engar vís­inda­rann­sóknir

Kamilla sagði í skrif­legu svari til Kjarn­ans í síð­ustu viku að það hafi enn „engar vís­inda­rann­sókn­ir“ verið birtar um örvun Jans­sen-­bólu­setn­ingar en að rök fyrir ákvörð­un­inni um að gera það engu að síður kæmu fram í minn­is­blaði sem sent hefur verið ráð­herra.

Minn­is­blaðið hefur ekki verið birt á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins þótt ákvörð­unin hafi verið tekin og örv­un­ar­her­ferðin þegar haf­in.

Kjarn­inn fékk minn­is­blaðið afhent í gær. Þar kemur m.a. fram að mark­mið um bólu­setn­ingu sextán ára og eldri sem lagt var upp með hafi verið náð og að nærri 90 pró­sent ein­stak­linga á þessum aldri verið bólu­sett.

Bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Mynd: EPA

„Fyrsti hóp­ur­inn sem sótt­varna­læknir mælir með að verði boðin örv­un­ar­bólu­setn­ing eru ein­stak­lingar án sögu um COVID-19/­mótefni sem bólu­settir voru með Jans­sen bólu­efn­i,“ segir þar enn­fremur og að mælt sé með að hópnum veðri boð­inn einn skammtur af bólu­efni frá Pfiz­er/BioNTech a.m.k. 8 vikum eftir Jans­sen bólu­setn­ingu.

Í minn­is­blað­inu er svo farið yfir rök sótt­varna­yf­ir­valda fyrir þessum með­mælum og í fyrsta lagi kemur fram að vörn eftir einn skammt af Jans­sen-­bólu­efni sé svipuð og vörn eftir einn skammt af öðrum COVID-19 bólu­efnum sem notuð hafa verið hér, um 66 pró­sent á móti 74-80 pró­sent vörn gegn smiti af upp­runa­lega afbrigði veirunn­ar. „En Jans­sen er með mark­aðs­leyfi sem eins skammts bólu­efni og var því notað þannig.“

Þessar upp­lýs­ingar lágu fyrir þegar Jans­sen-­bólu­efnið kom á markað í mars.

Í frek­ari rök­stuðn­ingi stað­geng­ils sótt­varna­læknis kemur fram að fram­leið­andi Jans­sen hafi prófað tveggja skammta áætlun í fasa 1-2 rann­sóknum og hafi átta vikur verið látnar líða á milli skammta. Nið­ur­staðan hafi verið sú að annar skammtur örv­aði mótefna­svar en að rann­sóknir á áhrifum hvað smit­líkur varðar vanti.

Rann­sóknir á örvun ann­arra mRNA-efna lofi góðu

Rann­sóknir á lengra milli­bili við grunn­bólu­setn­ingu með tveggja skammta bólu­efnum (bólu­efnum Pfizer og Astra Zeneca) hafa sýnt að svar er ekki síðra þótt lengra líði frá fyrsta skammti að seinni skammti en upp­haf­legar rann­sóknir gerðu ráð fyr­ir, skrifar Kamilla. Hún bendir enn­fremur á í minn­is­blað­inu að rann­sóknir á örvun bólu­efnis Astr­aZeneca með mRNA-­bólu­efnum (Pfiz­er/BioNTech) hafi sýnt „mjög góða örvun þegar horft er til mótefna­mynd­un­ar“.

Kamilla bendir svo á að „mjög litlar upp­lýs­ing­ar“ liggi fyrir um virkni Jans­sen-­bólu­efnis gegn delta-af­brigði veirunnar sem nú hefur náð yfir­hönd­inni hér eins og víð­ar. Hins vegar liggi fyrir upp­lýs­ingar „um ágæta virkni bólu­efnis Pfiz­er/BioNTech gegn þessu afbrigð­i“.

40 pró­sent bólu­settra meðal smit­aðra fengu Jans­sen

Minn­is­blaðið skrifar Kamilla 27. júlí, fyrir rúmri viku. Þá höfðu um 40 pró­sent bólu­settra sem greinst höfðu með veiruna verið bólu­settir með Jans­sen. „Það ber þó að túlka með var­úð,“ skrifar Kamilla. „Ald­urs­hópur sá sem nú er mest áber­andi hvað smit varð­ar, 18-49 ára, var að miklu leyti bólu­settur með Jans­sen, um 36%, en 21% af öllum bólu­settum fengu Jans­sen.“

Rúm­lega 53 þús­und manns fengu bólu­efni Jans­sen í vor og byrjun sum­ars. Margir leik- og grunn­skóla­kenn­arar voru í þeim hópi. „Þar sem delta­af­brigðið virð­ist hafa náð mik­illi sam­fé­lags­legri útbreiðslu er brýnt að efla varnir þessa[rra] starfs­stétta áður en skóla­hald hefst, sér­stak­lega í ljósi þess að börn í leik- og grunn­skólum hafa ekki verið bólu­sett í almennum bólu­setn­ingum enn­þá,“ skrifar Kamilla en end­ur­bólu­setn­ing kenn­ara og ann­arra starfs­manna er þegar hafin hér á landi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent