Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september

Fjölmennasta götuhlaupi á Íslandi hefur verið frestað til 18. september í ljósi óvissu um hvort hægt verði að halda viðburðinn þann 21. ágúst, eins og stefnt var að.

Maraþonhlaupið hefur verið fært til 18. september.
Maraþonhlaupið hefur verið fært til 18. september.
Auglýsing

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka um tæpan mán­uð. Hlaupið er nú á dag­skrá þann 18. sept­em­ber, en ekki 21. ágúst eins og stefnt var að.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Íþrótta­banda­lagi Reykja­vík­ur, sem heldur utan um fram­kvæmd hlaups­ins, í dag.

Þar segir að óvissa um næstu skref sem tekin verða varð­andi sam­komu­tak­mark­anir geri það að verkum að skipu­leggj­endur sjái sér ekki fært að halda hlaupið á til­settum tíma.

Auglýsing

Núver­andi fjölda­tak­mark­anir á sam­komum, sem þýða að óheim­ilt er að fleiri en 200 manns komi sam­an, eru í gildi til 13. ágúst. Óljóst er hvað tekur þá við.

Í til­kynn­ing­unni frá Íþrótta­banda­lagi Reykja­víkur segir að mark­mið skipu­leggj­enda sé að gera sem flestum kleift að taka þátt í hlaup­inu er það fari fram, en um leið að gæta að öllum sótt­vörn­um.

Reykja­vík­ur­mara­þonið hefur um ára­bil markað upp­haf Menn­ing­ar­nætur í Reykja­vík, en eins og fram hefur komið í dag tók neyð­ar­stjórn borg­ar­innar ákvörðun í morgun um að öllum við­burðum þeirrar hátíðar yrði aflýst, annað árið í röð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent