ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að

ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.

Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur dreg­ist veru­lega aftur úr bæði Kína og Banda­ríkj­unum þegar kemur að því að gefa bólu­efna­skammta til fátæk­ari ríkja. Í skjölum sem fjöl­mið­ill­inn Polit­ico hefur undir höndum kemur fram að sam­bandið hafi aðeins gefið 7,9 millj­ónir skammta, 4 pró­sent af þeim 200 millj­ónum sem aðild­ar­ríkin hétu að veita fátæk­ari ríkjum heims­ins. Á sama tíma hafa Banda­ríkin gefið 59,8 millj­ónir skammta og Kín­verjar 24,2 millj­ón­ir. Skjalið sem Polit­ico vitnar í er vinnu­skjal leið­toga­ráðs Evr­ópu (European Council) og er dag­sett 2. ágúst.

Auglýsing

Í skjal­inu eru teknir saman kaup­samn­ingar á bólu­efnum og samn­ingar um gjafir en einnig útli­stuð þau svæði sem mik­il­væg eru fyrir ESB í póli­tísku ljósi í þeim efn­um.

Í aðild­ar­ríkjum ESB búa 365 millj­ónir full­orð­inna ein­stak­linga. Löndin hafa sam­an­lagt tryggt sér um 500 millj­ónir skammta af bólu­efnum frá lyfja­fram­leið­endum og á von á að þeir verði orðnir um millj­arður í lok sept­em­ber, segir í nýlegri frétt Reuter­s-frétta­stof­unnar um sama mál.

Þegar kemur að útflutn­ingi bólu­efna stendur ESB framar flestum og hefur flutt yfir 500 millj­ónir skammta til 51 lands, en aðal­lega rík­ari landa heims. Einnig er tekið fram í skjal­inu að sam­bandið hafi heitið 3,4 millj­örðum evra í COVAX-­sam­starfið (um 500 millj­örðum íslenskra króna), alþjóð­legt sam­starf sem á að tryggja fátæk­ustu ríkjum heims bólu­efni.

Kín­verjar hafa tryggt sér kaup á 1 millj­arði skammta af bólu­efnum og hafa selt yfir 390 millj­ónir þeirra til 94 landa. Gjafa­skammt­arnir (rúm­lega 24 millj­ón­ir) eru því aðeins brot af heild­inni.

Af þeim tæp­lega 60 millj­ónum skömmtum sem Banda­ríkin hafa gefið til þessa hafa 37 millj­ónir farið inn í COVAX-­sam­starf­ið. Auk þess hafa banda­rísk stjórn­völd þegar lagt til um 4 millj­arða doll­ara (490 millj­arða króna) til sam­starfs­ins, segir í frétta­skýr­ingu Polit­ico um mál­ið. Þar kemur einnig fram að í næstu viku standi til að gefa 20 millj­ónir skammta til við­bótar og að í heild verði þeir orðnir 500 millj­ónir fyrir lok næsta árs.

Byrjað að örva borg­ara rík­ari landa

Í mörgum Afr­íku­ríkjum hefur aðeins í kringum 1 pró­sent íbú­anna verið bólu­sett­ur. Á sama tíma eru mörg rík­ari lönd, m.a. Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, Þýska­land, Bret­land, Ísr­ael og Ísland að byrja að gefa full­bólu­settu fólki örv­un­ar­skammta.

Sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar telja enn ekki nægj­an­leg gögn til staðar til að mæla með örv­un­ar­skömmt­um.

„Ætlum við virki­lega að sætta okkur við 1,5 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku á meðan það er þegar orðið 70 pró­sent í sumum lönd­um?“ spurði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri WHO á fundi fyrir síð­ustu helgi. Í dag biðl­aði hann svo til auð­ug­ari ríkja um að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta bólu­efnis þar til í lok sept­em­ber.

WHO stefnir enn að því mark­miði að hvert ríki heims verði búið að bólu­setja að minnsta kosti 10 pró­sent íbúa sinna fyrir lok sept­em­ber. „Við erum langan veg frá því að ná þessum mark­mið­u­m,“ sagði Ghebr­eyesus og að dreif­ing bólu­efna væri enn órétt­lát. Innan við tvö pró­sent af öllum skömmtum sem hefur verið dreift í heim­inum hafa farið til Afr­íku. „Það ætti að vera ör á sam­visku okkar allra,“ sagði Bruce Aylward, lækn­ir, far­alds­fræð­ingur og einn helsti ráð­gjafi for­stjóra WHO á fund­inum í síð­ustu viku.

Nóg til

Aðeins þrjú ríki heims hafa bólu­sett yfir 70 pró­sent íbúa. Ísland er eitt þeirra.

Nóg af bólu­efni er á Íslandi til að gefa þeim 50 þús­und ein­stak­lingum sem fengu Jans­sen-­bólu­efnið örv­un­ar­skammt, segir í frétt mbl.is í dag. Þar er haft eftir Dist­ica, fyr­ir­tæk­inu sem sér um dreif­ingu og geymslu bólu­efna hér á landi, að birgðir Íslands séu drjúg­ar. Á lager eru til 75.000 skammtar af Pfiz­er, 7.400 skammtar af Moderna, 7.200 skammtar af Jans­sen og 5.500 skammtar af Astr­aZen­ica. Þetta eru í heild 95.100 skamm­ar.

Þá er einnig umtals­vert magn af bólu­efni vænt­an­legt á næstu vik­um; um 33.000 skammtar af Pfizer og um 96.000 skammtar af Moderna. Það gera því sam­tals 129.000 skammta til við­bótar þeim birgðum sem þegar eru til.

Kjarn­inn hefur beint fyr­ir­spurn bæði til heil­brigð­is­ráðu­neytis og for­sæt­is­ráðu­neytis um hvort og þá hversu margir bólu­efna­skammtar hafi verið gefnir til fátæk­ari ríkja. Engin svör hafa enn borist.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent