ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að

ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.

Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur dreg­ist veru­lega aftur úr bæði Kína og Banda­ríkj­unum þegar kemur að því að gefa bólu­efna­skammta til fátæk­ari ríkja. Í skjölum sem fjöl­mið­ill­inn Polit­ico hefur undir höndum kemur fram að sam­bandið hafi aðeins gefið 7,9 millj­ónir skammta, 4 pró­sent af þeim 200 millj­ónum sem aðild­ar­ríkin hétu að veita fátæk­ari ríkjum heims­ins. Á sama tíma hafa Banda­ríkin gefið 59,8 millj­ónir skammta og Kín­verjar 24,2 millj­ón­ir. Skjalið sem Polit­ico vitnar í er vinnu­skjal leið­toga­ráðs Evr­ópu (European Council) og er dag­sett 2. ágúst.

Auglýsing

Í skjal­inu eru teknir saman kaup­samn­ingar á bólu­efnum og samn­ingar um gjafir en einnig útli­stuð þau svæði sem mik­il­væg eru fyrir ESB í póli­tísku ljósi í þeim efn­um.

Í aðild­ar­ríkjum ESB búa 365 millj­ónir full­orð­inna ein­stak­linga. Löndin hafa sam­an­lagt tryggt sér um 500 millj­ónir skammta af bólu­efnum frá lyfja­fram­leið­endum og á von á að þeir verði orðnir um millj­arður í lok sept­em­ber, segir í nýlegri frétt Reuter­s-frétta­stof­unnar um sama mál.

Þegar kemur að útflutn­ingi bólu­efna stendur ESB framar flestum og hefur flutt yfir 500 millj­ónir skammta til 51 lands, en aðal­lega rík­ari landa heims. Einnig er tekið fram í skjal­inu að sam­bandið hafi heitið 3,4 millj­örðum evra í COVAX-­sam­starfið (um 500 millj­örðum íslenskra króna), alþjóð­legt sam­starf sem á að tryggja fátæk­ustu ríkjum heims bólu­efni.

Kín­verjar hafa tryggt sér kaup á 1 millj­arði skammta af bólu­efnum og hafa selt yfir 390 millj­ónir þeirra til 94 landa. Gjafa­skammt­arnir (rúm­lega 24 millj­ón­ir) eru því aðeins brot af heild­inni.

Af þeim tæp­lega 60 millj­ónum skömmtum sem Banda­ríkin hafa gefið til þessa hafa 37 millj­ónir farið inn í COVAX-­sam­starf­ið. Auk þess hafa banda­rísk stjórn­völd þegar lagt til um 4 millj­arða doll­ara (490 millj­arða króna) til sam­starfs­ins, segir í frétta­skýr­ingu Polit­ico um mál­ið. Þar kemur einnig fram að í næstu viku standi til að gefa 20 millj­ónir skammta til við­bótar og að í heild verði þeir orðnir 500 millj­ónir fyrir lok næsta árs.

Byrjað að örva borg­ara rík­ari landa

Í mörgum Afr­íku­ríkjum hefur aðeins í kringum 1 pró­sent íbú­anna verið bólu­sett­ur. Á sama tíma eru mörg rík­ari lönd, m.a. Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, Þýska­land, Bret­land, Ísr­ael og Ísland að byrja að gefa full­bólu­settu fólki örv­un­ar­skammta.

Sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar telja enn ekki nægj­an­leg gögn til staðar til að mæla með örv­un­ar­skömmt­um.

„Ætlum við virki­lega að sætta okkur við 1,5 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku á meðan það er þegar orðið 70 pró­sent í sumum lönd­um?“ spurði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri WHO á fundi fyrir síð­ustu helgi. Í dag biðl­aði hann svo til auð­ug­ari ríkja um að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta bólu­efnis þar til í lok sept­em­ber.

WHO stefnir enn að því mark­miði að hvert ríki heims verði búið að bólu­setja að minnsta kosti 10 pró­sent íbúa sinna fyrir lok sept­em­ber. „Við erum langan veg frá því að ná þessum mark­mið­u­m,“ sagði Ghebr­eyesus og að dreif­ing bólu­efna væri enn órétt­lát. Innan við tvö pró­sent af öllum skömmtum sem hefur verið dreift í heim­inum hafa farið til Afr­íku. „Það ætti að vera ör á sam­visku okkar allra,“ sagði Bruce Aylward, lækn­ir, far­alds­fræð­ingur og einn helsti ráð­gjafi for­stjóra WHO á fund­inum í síð­ustu viku.

Nóg til

Aðeins þrjú ríki heims hafa bólu­sett yfir 70 pró­sent íbúa. Ísland er eitt þeirra.

Nóg af bólu­efni er á Íslandi til að gefa þeim 50 þús­und ein­stak­lingum sem fengu Jans­sen-­bólu­efnið örv­un­ar­skammt, segir í frétt mbl.is í dag. Þar er haft eftir Dist­ica, fyr­ir­tæk­inu sem sér um dreif­ingu og geymslu bólu­efna hér á landi, að birgðir Íslands séu drjúg­ar. Á lager eru til 75.000 skammtar af Pfiz­er, 7.400 skammtar af Moderna, 7.200 skammtar af Jans­sen og 5.500 skammtar af Astr­aZen­ica. Þetta eru í heild 95.100 skamm­ar.

Þá er einnig umtals­vert magn af bólu­efni vænt­an­legt á næstu vik­um; um 33.000 skammtar af Pfizer og um 96.000 skammtar af Moderna. Það gera því sam­tals 129.000 skammta til við­bótar þeim birgðum sem þegar eru til.

Kjarn­inn hefur beint fyr­ir­spurn bæði til heil­brigð­is­ráðu­neytis og for­sæt­is­ráðu­neytis um hvort og þá hversu margir bólu­efna­skammtar hafi verið gefnir til fátæk­ari ríkja. Engin svör hafa enn borist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent