Guðmundur: „Þú gerir ekki rassgat einn“

gudmundur_steingrimsson.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir flokk­inn hafa sog­ast inn í mjög hefð­bundna og súra atburða­rás. Hann ætlar að leggja til breyt­ing­ar­til­lögu á hvernig valið verður í for­ystu flokks­ins á árs­fundi Bjartrar fram­tíðar í sept­em­ber.

„Þetta er margend­ur­tekin tugga í íslenskri flokkapóli­tík. Fylgið dal­ar, for­maður þarf að taka ábyrgð, það er for­manns­slagur og síðan stendur eftir laskað fley,“ sagði Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er ekki þráður í mér sem langar að fara út í svona. Ég hef bara engan áhuga á að fara með flokk­inn í þessa átt.“

Guð­mundur skýrði breyt­ing­ar­til­lögu sína á Face­book í dag. Í sam­tali við Kjarn­ann segir hann hug­mynd­ina hafa komið upp í sam­tölum innan flokks­ins, þar séu þing­konur flokks­ins ekki síst hug­mynda­smið­irn­ir. „Það hefur verið imprað á því hvort við eigum ekki ein­fald­lega að láta þetta for­manns­hlut­verk, stjórn­ar­for­mennsku­hlut­verkið og þing­flokks­for­mennsku­hlut­verkið róter­ast milli fólks. Fleiri tækju ábyrgð á þessu. Dreifa ábyrgð­inn­i,“ segir Guð­mundur sem sér fyrir sér að þing­menn skipt­ist á að vera for­menn, ekki ósvipað því sem ger­ist í ráð­herra­ráði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Hann seg­ist hafa heyrt margar áhuga­verðar kennignar um fylgis­tap flokks­ins. Björt fram­tíð mælist nú með 4,4 pró­senta fylgi, miðað við nýj­ustu könnun MMR sem Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá. Eftir að könn­unin var birt gagn­rýndi Heiða Kristín Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður flokks­ins, flokk­inn í sam­tali við Kjarn­ann og sagði vanda Bjartar fram­tíðar vera innan flokks­ins.

„Vand­inn er ekki til­kom­inn vegna þess að kjós­endur skilja ekki flokk­inn heldur er hann vandi for­manns­ins og þeirra sem starfa í Bjartri fram­tíð,“ sagði Heiða Krist­ín. Guð­mundur seg­ist ekki vilja bregð­ast við þess­ari gagn­rýni á hefð­bund­inn hátt, „berja [sér] á brjóst, taka þennan slag og segj­ast vera æðis­leg­ur,“ eins og hann orðar það.

Frekar telur hann tvennt vera mein­semd í flokkapóli­tík­inni „Það eru slagir innan flokks um hver skipar emb­ætti og skapað flokka­drætti í þessum hreyf­ing­um. Ég vil ekki vera í póli­tík á þessum for­send­um. Hitt er að það virð­ist vera að fær­ast í vöxt að vera alltaf að tala um þessa for­menn. Bara eins og segir í lag­inu: Þú gerir ekki rass­gat einn.“

Fylgis­tapið telur hann vera vegna þess að flokk­ur­inn hafi fallið í of hefð­bund­inn far­veg. „Því langar mér að breyta og fara aftur í okkar grunn­gildi. Og svo verðum við bara að láta meira að okkur kveða. Íslandi er stjórnað mjög ólýð­ræð­is­lega um þessar mund­ir, sér­hags­muna­hópar ráða allt of mikið för. Það eru and­stæð­ingar okkar í póli­tík — ein­ok­un­ar­sinn­ar, for­dóma­öfl­in, frekju­kall­inn — við þurfum að kljást við allt þetta,“ segir hann að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None