Gunnar Bragi hættir á þingi – Gagnrýnir Framsókn fyrir undirmál og óheilindi

Þingflokksformaður Miðflokksins verður ekki í framboði í kosningunum í haust. Hann gagnrýnir þá framsóknarmenn fyrir að „fara í viðtöl og tala um æskuna eða annað slíkt til þess að breiða yfir sína framgöngu í stjórnmálum.“

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins og odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, mun ekki verða í fram­boði í þing­kosn­ing­unum þann 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Í við­tali við Morg­un­blaðið í dag segir hann þetta vera réttan tíma til að snúa sér að öðru.

Gunnar Bragi, hefur setið á Alþingi frá árinu 2009, fyrst fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn en hann fylgdi svo Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni út úr þeim flokki þegar sá síð­ar­nefndi stofn­aði Mið­flokk­inn í aðdrag­anda kosn­inga 2017. Gunnar Bragi sat bæði sem utan­rík­is­ráð­herra og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs á árunumu 2013 til 2016. Hann var kjör­inn fyrsti vara­for­maður Mið­flokks­ins en það emb­ætti hefur síðan verið lagt nið­ur. 

Gagn­rýnir Fram­sókn fyrir und­ir­mál og óheil­indi

Í við­tal­inu við Morg­un­blaðið fer Gunnar Bragi yfir það þegar þeir Fram­sókn­ar­menn sem fylgdu Sig­mundi Davíð að málum ákváðu að yfir­gefa Fram­sókn­ar­flokk­inn og stofna með honum Mið­flokk­inn. Það gerð­ist í kjöl­far þess að Sig­mundur Davíð þurfti að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna Panama­skjal­anna í apríl 2016 og tap­aði svo for­manns­kosn­ingu í Fram­sókn­ar­flokknum fyrir Sig­urði Inga Jóhanns­syni í aðdrag­anda kosn­inga þá um haust­ið. 

Auglýsing
Þegar kosið var aftur ári síðar sættu Sig­mundur Davíð og sam­starfs­menn hans færis og stofn­uðu eigin flokk. 

Gunnar Bragi segir að það sé fólk í bæði Fram­sókn og Mið­flokki sem geti talað saman og myndað traust þrátt fyrir þessa for­sögu, en að það sé ekki almennt. „Það var erfitt fyrir okkur mörg að stíga þetta skref, en ég sé ekki eftir því. Það var óhjá­kvæmi­legt. Það var ein­fald­lega ekki hægt að sitja undir þeirri for­ystu, sem þar var og er. Það getur vel verið að við getum unnið með þessu ágæta fólki, en við getum ekki verið saman í flokki. Og það eru auð­vitað sær­indi, eðli­lega, þegar það eru und­ir­mál og óheil­indi, eins og voru í Fram­sókn á þessum tíma. Það hjálpar ekki heldur þegar maður sér að þeir sem mest og verst höfðu sig í frammi með óheil­indum þá, eru núna að reyna að lappa upp á ímynd­ina með því að fara í við­töl og tala um æsk­una eða annað slíkt til þess að breiða yfir sína fram­göngu í stjórn­mál­u­m.“

Sá for­víg­is­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hefur farið í við­tal á þessu kjör­tíma­bili og talað um erf­iða æsku sína er Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra. Hann fór í það við­tal i Morg­un­blað­inu í nóv­em­ber í fyrra.

Braut siða­reglur með ummælum á Klaustri

Árið 2019 komst ráð­gef­andi siða­nefnd Alþingis að þeirri nið­ur­stöðu að Gunnar Bragi og Ber­þór Óla­son, annar þing­maður Mið­flokks­ins, hefðu brotið siða­reglur Alþingis með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber 2018, og voru tekin upp af öðrum gesti sem þar var. Gunnar Bragi fór í leyfi frá störfum eftir að málið kom fyrst upp og hélt því fram að hann hefði verið ofurölvi þegar atburð­ur­inn átti sér stað. Sökum þess bar hann við minnis­leysi.

Aðrir þing­­menn sem tóku þátt í sam­tal­inu, Sig­­mund­ur Davíð Gunn­laugs­­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­menn Mið­flokks­ins, og Karl Gauti Hjalta­­son og Ólaf­ur Ísleifs­­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Mið­flokk­inn, brutu ekki gegn siða­regl­um að mati nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin fór yfir ummæli Gunn­ars Braga um Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta­mála­ráð­herra. auk Ragn­heiðar Run­ólfs­dótt­ur, fyrr­ver­andi sund­konu. Kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að í ummæl­unum fælist van­virð­ing í garð umræddra kvenna og þau væru til þess fallin að skaða ímynd Alþing­is.

Hægt er að lesa ummælin hér.

Eig­in­kon­urnar kjósi ekki Mið­flokk­inn með Gunnar Braga inn­an­borðs

Hall­dór Gunn­ars­son frá Holti, sem situr í flokks­ráði Mið­flokks­ins, skrif­aði grein í nóv­em­ber í fyrra þar sem hann sagði að Mið­flokk­ur­inn gæti ekki náð í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar ef Gunnar Bragi yrði í fram­boði fyrir hann haustið 2021. „Skoð­ana­kann­anir sýna að konur kjósa síst flokk­inn. Þetta stað­festir síð­asta fram­boð flokks­ins til sveit­ar­stjórnar á Aust­ur­landi á sinn hátt. Næstum án und­an­tekn­ingar heyri ég eig­in­konur manna hlið­hollra Mið­flokknum segja við mig: Ég kýs ekki Mið­flokk­inn ef Gunnar Bragi Sveins­son býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að end­ur­segja, því allir virð­ast sam­mála um ástæð­una.“

Þar var Hall­dór að vísa til Klaust­ur­máls­ins.

Skömmu áður, í sept­em­ber 2020, hafði verið kosið í sveita­stjórn nýs sam­ein­aðs sveit­ar­fé­lags á Aust­ur­landi, Múla­þingi. Þar fékk Mið­flokk­ur­inn minnst fylgi þeirra flokka sem buðu fram og náði einum full­trúa inn í ell­efu manna sveit­ar­stjórn.

Sig­urður Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri á Hér­aði, sem sat í 7. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins, sagði í aðsendri grein á vef Aust­ur­fréttar í kjöl­farið að hann væri bæði bitur og miður sín yfir úrslitum kosn­ing­anna. „Mér finnst afar ósann­gjarnt að ég og aðrir sem unnum af heil­indum í aðdrag­anda þess­arra kosn­inga skyldum enda­laust þurfa að svara fyrir fyll­er­ís­röfl Gunn­ars Braga Sveins­sonar á bar suður í Reykja­vík, og allar þær hug­myndir og hug­sjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna.“

Fylgi Mið­flokks­ins hefur dalað að und­an­förnu og í síð­ustu könnun MMR mæld­ist flokk­ur­inn með 5,7 pró­sent fylgi. Það er minnsta fylgi sem hann hefur mælst með í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins frá því að mæl­ingar á fylgi flokks­ins hófust, og minna fylgi en Mið­flokk­ur­inn mæld­ist með í kjöl­far Klaust­urs­máls­ins. Sam­kvæmt mæl­ingu MMR yrði Mið­flokk­ur­inn minnstur þeirra átta flokka sem næðu inn á þing ef kosið yrði í dag, en flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent