Hænur í stað óleyfilegs kosningaáróðurs

„Þetta er framhald verks sem var þar áður,“ segja listamennirnir um tvær stórar hænur sem halda uppi merkjum nýrrar stjórnarskrár við undirgöng í nágrenni Lækjarskóla í Hafnarfirði. Málað var yfir veggverk á sama stað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.

Nýtt verk Töfrateymisins í grennd Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hænurnar hafa töluverðar áhyggjur af framtíð sinni að sögn listamannanna.
Nýtt verk Töfrateymisins í grennd Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hænurnar hafa töluverðar áhyggjur af framtíð sinni að sögn listamannanna.
Auglýsing

Lista­menn­irnir Libia Castro og Ólafur Ólafs­son ásamt Töfrateym­inu hafa hafa sett upp nýtt vegg­verk við und­ir­göng sem ganga undir Reykja­nes­braut í grennd við Lækj­ar­skóla í Hafn­ar­firði. Vegg­ur­inn sem varð fyrir val­inu er Töfrateym­inu ekki með öllu ókunn­ugur því hóp­ur­inn hafði áður málað vegg­verk fyrir ofan und­ir­göngin sem sam­an­stóð af orð­unum „Við eigum nýja stjórn­ar­skrá!“ Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um í lok ágúst þá var málað yfir umrætt verk eftir að yfir­kjör­stjórn Hafn­ar­fjarðar komst að þeirri nið­ur­stöðu í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga að verkið mætti túlka sem kosn­inga­á­róður en líkt og áður segir eru und­ir­göngin í grennd Lækj­ar­skóla sem er kjör­staður í Hafn­ar­firði.

Nýja verkið er til­tölu­lega skylt hinu eldra verki og fjallar bein­línis um örlög verks­ins sem áður prýddi vegg­inn. Verkið sýnir tvær hænur sem ræð­ast við, önnur hænan hrópar: „Það bara má ekki minn­ast á nýju stjórn­ar­skrána!!“ og því svarar hin hænan með orð­un­um: „Oh! Nú verður málað yfir okk­ur“.

Veggja­list fengið að þríf­ast þarna í mörg ár

Ólafur Ólafs­son segir nýja verkið vera beint fram­hald af hinu eldra. „Þetta er fram­hald af því verki og við­bragð við aðgerðum yfir­kjör­stjórnar sem okkur þykja vera órétt­mætar og furðu­leg­ar. Verkið útskýrir sig svo nokkurn veg­inn sjálft, þær eru að velta þessu fyrir sér, þess­ari sögu. Þær eru skelk­aðar yfir því hvort það verði málað yfir þær, hvort þær fái að standa,“ segir Ólaf­ur.

Auglýsing

Ólafur seg­ist ekki viss um hvað yfir­völd í Hafn­ar­firði kunni til bragðs að taka þegar hann er spurður að því hvort hann sé von­góður um að hæn­urnar fái að lifa á veggnum til fram­búð­ar. Í því sam­hengi bendir hann á að í „fleiri ár“ hafi veggja­list fengið að þríf­ast umhverfis und­ir­göng­in. „Ég kenndi einmitt vegg­listakúrs á vegum Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar fyrir mörg­um, mörgum árum og þá vorum við einmitt að mála í þessum og önnur göng í nágreninnu. Það hafa alltaf verið vegg­lista­verk þarna allar götur síð­an.“

Hér má líta eldra verk Töfrateymisins við undirgöngin í Hafnarfirði. Hægra megin má sjá hvernig veggurinn hefur litið út á kjördag í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Mynd: Ólafur Ólafsson.

Nýja verkið er enn eitt inn­legg Libiu og Ólafs í umræð­una um nýja stjórn­ar­skrá sem hefur verið end­ur­tekið stef í list­sköpun Libiu og Ólafs. „Þetta er fram­hald verks sem var þar áður. Sem er hluti af áfram­hald­andi verki, Í leit að töfrum – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland eftir Libiu, mig og Töfrateymið. Það var vegg­verk yfir þessum göngum þar sem var málað “Við eigum nýja stjórn­ar­skrá!” sem vitn­aði í bleikan borða sem við hífðum upp fyrir framan Alþingi við lok gjörn­ings okkar 3. Októ­ber 2020,“ útskýrir Ólaf­ur.

Tíu ár frá þjóð­ar­at­kvæði um stjórn­ar­skrár­til­lögur

Gjörn­ing­ur­inn sem um ræðir var umfangs­mik­ill við­burður sem unnin var í sam­starfi við Lista­safn Reykja­vík­ur. Á vef safns­ins segir meðal ann­ars um verk­ið: „Mynd­list­artvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafs­son fá til liðs við sig hóp ólíkra tón­skálda, inn­lendra og erlendra, tón­list­ar­fólks, sam­taka, aðgerð­ar­sinna og almennra borg­ara til þess að skapa í sam­starfi fjöl­radda tón­list­ar- og mynd­list­ar­gjörn­ing við allar 114 greinar nýju íslensku stjórn­ar­skrár­til­lög­unnar frá 2011.“ Fyrir gjörn­ing­inn Í leit að töfrum – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland voru Libia og Ólafur útnefnd lista­menn árs­ins við afhend­ingu Íslensku mynd­list­ar­verð­laun­anna árið 2021.

Nýja verkið með hæn­unum var málað í gær og er tíma­setn­ingin engin til­viljun því á morgun verða liðin tíu ár frá því að kosið var um til­lögur stjórn­laga­ráðs í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Þess vegna kemur þetta verk núna í aðdrag­anda stóraf­mælis þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar sem haldin var 20. Októ­ber 2012,“ segir Ólafur og bætir við: „Á fimmtu­dag­inn verða tíu ár frá því að við kusum okkur nýja stjórn­ar­skrá með skýrum meiri­hluta í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í 10 ár hefur alþingi hunsað nið­ur­stöðu þeirrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Aðspurður seg­ist Ólafur ætla að halda upp á afmælið á Aust­ur­velli. „Við hvetjum alla til að mæta á fimmtu­dag­inn á Aust­ur­völl klukkan fimm og fagna með okkur og fá sér 10 ára afmælisköku,“ segir lista­mað­ur­inn en Stjórn­ar­skrár­fé­lagið hefur efnt til afmæl­is­fagn­aðar á Aust­ur­velli í til­efni þess­ara tíma­móta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent