Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.

Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi (SUNN) hafa óskað eftir opin­berri rann­sókn lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra vegna meintra brota á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Málið snertir gerð þriggja stíga í Jök­ulsár­gljúfrum sem sam­tökin telja óheim­ila og ekki sam­ræm­ast stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins, deiliskipu­lagi og lög­um.

Auglýsing

Kæru sam­tak­anna, sem send var lög­reglu­emb­ætt­inu í gær, er beint gegn tveimur ein­stak­ling­um; Guð­mundi Ögmunds­syni, þjóð­garðs­verði á norð­ur­svæði Vatna­jök­uls­þjóð­garðs (Jök­ulsár­gljúfrum) og Guð­mundi Vil­hjálms­syni, per­sónu­lega og sem fram­kvæmda­stjóra og aðal­eig­anda Garð­víkur ehf.

Í kærunni, sem Kjarn­inn er með undir hönd­um, eru atvik máls rakin ítar­lega.

­Sum­arið 2020 fóru fram fram­kvæmdir við þrjá nýja stíga; á Langa­vatns­höfða, frá Ási og í Ásbyrgi, allt á rekstr­ar­svæði norð­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs. Verk­taki var Garð­vík ehf. á Húsa­vík.

Skip­aður full­trúi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka í svæð­is­ráði þjóð­garðs­ins vakti athygli ráðs­ins á fram­kvæmd­unum 2. maí síð­ast­lið­inn og óskaði eftir að farið yrði á vett­vang, en einnig að stíga­gerðin yrði tekin fyrir á næsta boð­aða svæð­is­ráðs­fundi. For­maður svæð­is­ráðs, sem einnig situr í stjórn þjóð­garðs­ins, varð við beiðni um að ganga á vett­vang með full­trú­an­um, vara­manni hennar og þjóð­garðs­verði. Leit­aði full­trúi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka ítrekað eftir því að málið yrði tekið á dag­skrá svæð­is­ráðs­ins og var það loks gert 29. júní. Var þar bókað eft­ir­far­andi varð­andi einn af þeim stígum sem um ræð­ir:

Svæð­is­ráð Vatna­jök­uls­þjóð­garðs norður telur að lag­færa verði hjóla­stíg og reið­leið í Jök­ulsár­gljúfrum sem unn­inn var upp sum­arið 2020 og frá­gang efnis við hann. Stíg­ur­inn er um fjórir kíló­metrar að lengd og liggur í suð­ur­átt frá Ási. Grunnur hans er gömul slóð sem notuð hefur verið sem reið­leið síð­ustu ára­tugi. Miklu efni hefur verið ýtt upp úr slóð­inni og liggur það í stórum hrúgum með­fram stígn­um. Bæði er þörf á almennum leið­bein­ingum um hvernig æski­legt er að standa að stíga­gerð í vist­kerfi eins og um ræðir og sér­tæk­ari leið­bein­ingum um hvaða frá­gangur er við­eig­andi á því efni sem til hefur fall­ið.

Í kæru SUNN er fjallað um hvern hinna þriggja stíga fyrir sig og hvernig fram­kvæmdir við þá og frá­gangur birt­ist sam­tök­un­um.

Gróðurtorfum úr stíg á Langavatnshöfða hefur verið dreift yfir gróið land. Mynd: SUNN

Stígur 1, Langa­vatns­höfði

Í kærunni segir að frá nýju bíla­stæði á Langa­vatns­höfða, sem Vega­gerðin gerði sum­arið 2020, eigi sam­kvæmt gild­andi deiliskipu­lagi fyrir Detti­foss­veg að gera stíg að útsýn­is­stað yfir Hljóða­kletta og Rauð­hóla. „Hvorki er búið að merkja fyrir né gera þennan stíg sem deiliskipu­lag gerir ráð fyr­ir,“ segir í kæru SUNN en að hins­vegar sé búið að ryðja stíg frá bíla­stæð­inu að eldri göngu­leið við Rauð­hóla og á allt öðrum stað en deiliskipu­lag mæli fyrir um. „Búið er að ryðja öllum gróðri, svarð­lagi og góðu lagi af jarð­vegi úr stígnum og er gengið á mold eftir nið­ur­gröfnum stígn­um.“ Efnið sem búið er að ryðja úr stígnum liggi annað hvort í litlum hrúgum með­fram stígn­um, á milli þúfna eða því verið „mokað í burtu og ekið langar leiðir utan stígs­ins og sturtað í stórar hrúgur inn í nær­liggj­andi víð­irunna og birkikjarr“. Út frá stígnum megi sjá greini­leg ummerki um akstur vélknúins öku­tækis „þar sem gróður eins og lyng, fjall­drapi og víðir hefur drep­ist“.

Stíg­ur­inn er hvorki á deiliskipu­lagi fyrir Detti­foss­veg né í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins og því ólög­mæt­ur, segja sam­tök­in. Frá­gangur stígs­ins sé auk þess ekki í sam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög og lög um þjóð­garð­inn.

Hrúgur við hlið stígs frá Ási. Mynd. SUNN

Stígur 2, frá Ási

Frá Ási, sem er skammt vestan Ásbyrg­is, lá gam­all smala­troðn­ingur sem hefur að sögn sam­tak­anna í ára­tugi verið hluti af merktri reið­leið sem liggur í gegnum þjóð­garð­inn. SUNN segir að sum­arið 2020 hafi þjóð­garðs­vörður ráð­ist í að láta verk­taka gera hluta slóð­ans einnig að hjóla­stíg. Er hon­um, að sögn sam­tak­anna, veitt sér­stök heim­ild stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun til þess að heim­ila umferð reið­hjóla á til­teknum reið­leiðum eða reið­stíg­um. „Ekki verður þó með nokkru móti séð að í þeirri heim­ild felist að breyta reið­leið með fram­kvæmdum líkt og hér fóru fram, en þjóð­garðs­verði er ekki með lögum eða reglum sem um þjóð­garð­inn gilda heim­ilt yfir höfuð að taka ákvarð­anir um fram­kvæmd­ir,“ bendir SUNN á í kærunni. Segja þau verk­taka hafa rutt úr reið­leið­inni „öllum gróðri og svarð­lagi alveg niður í mold og rúm­lega það á sam­tals 4,5 km leið“. Öllu efn­inu hafi rutt út úr gamla smalaslóð­anum og skilið eftir í stórum hrúg­um, rúm­lega 100 tals­ins, með­fram stígn­um.

Stíg­ur­inn rúm­ast að mati sam­tak­anna ekki innan heim­ilda sem þjóð­garðs­verði eru veittar í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­un, enda verði að telj­ast um hreinar fram­kvæmdir að ræða en ekki venju­legt við­hald. Þá segja sam­tökin að frá­gangur stígs­ins jafn­framt vera „í hróp­andi ósam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög og lög um þjóð­garð­inn“.

Gróðurskemmdir við stíg í Ásbyrgi. Mynd: SUNN

Stígur 3, Ásbyrgi

Síð­asti stíg­ur­inn sem um ræðir er í Ásbyrgi en þar hefur um helm­ingur stik­aðrar göngu­leiðar sem liggur frá tjald­svæð­inu og inn í Ásbyrgi verið rudd á sama hátt. Að auki hefur að því er fram kemur í kæru SUNN verið ruddur stígur yfir gamla íþrótta­völl­inn inni í Ásbyrgi. „Sama verk­lagi var beitt og áður, öllum gróðri, svarð­lagi og hluta af jarð­vegi rutt í burtu og ýtt út fyrir stíg­inn, stundum var efnið falið inni í víð­irunnum og birki­skógi og stundum ekki. Til við­bótar bætt­ist við stór­grýti sem nú liggur eins og hrá­viði með­fram stígn­um.“ Einnig benda sam­tökin á að hvergi sé gert ráð fyrir stíg í gegnum íþrótta­völl í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun og að hann sé heldur ekki í deiliskipu­lagi.

„Í sam­ræmi við ofan­greinda atvika­lýs­ingu og laga­til­vís­ana er þess kraf­ist að ofan­greind hátt­semi þjóð­garðsvarðar og verk­taka verði rann­sökuð og fyrir hana ákært í sam­ræmi við til­vitnuð laga­á­kvæð­i,“ segir í kæru sam­tak­anna til lög­reglu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent