Ákveðið að slaufa Menningarnótt í Reykjavík

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að aflýsa Menningarnótt í Reykjavík, sem átti að fara fram 21. ágúst.

Menningarnótt verður ekki haldin hátíðleg í Reykjavík þann 21. ágúst, eins og til stóð.
Menningarnótt verður ekki haldin hátíðleg í Reykjavík þann 21. ágúst, eins og til stóð.
Auglýsing

Neyð­ar­stjórn Reykja­vík­ur­borgar ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa öllum við­burðum vegna Menn­ing­ar­nætur í Reykja­vík, sem halda átti hátíð­lega 21. ágúst. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að eftir ítar­lega skoðun og umræðu hafi verið ein­hugur í neyð­ar­stjórn, sem skipuð er póli­tískum full­trúa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans og ýmsum æðstu emb­ætt­is­mönnum borg­ar­inn­ar, um að aflýsa hátíð­inni vegna útbreiðslu COVID-19 smita í sam­fé­lag­inu og óvissu sem ríkir um áhrif delta-af­brigð­is­ins á börn, ung­linga og aðra við­kvæma hópa.

„Við tókum þessa ákvörðun með hags­muni allra borg­ar­búa að leið­ar­ljósi. Það er mjög leitt að þurfa að aflýsa þessum frá­bæra degi aft­ur. En við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sem eðli­leg­ustu lífi í borg­inni og órof­inni þjón­ustu. Þar stendur efst að skóla­starf fari fram með eins eðli­legum hætti og hægt er og að raska sem minnst þjón­ustu okkar við við­kvæma hópa, svo sem aldr­aða og fatl­aða,“ er haft eftir Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur, for­manni borg­ar­ráðs og stað­gengli borg­ar­stjóra um ákvörðun neyð­ar­stjórn­ar.

Auglýsing

Menn­ing­arnótt hafði verið haldin árlega frá því árið 1996 þar til kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn setti strik í reikn­ing­inn í fyrra. Nú er ljóst að hátíðin fellur niður að nýju þetta árið.

200 manna sam­komu­tak­mark­anir eru í gildi hér á landi til 13. ágúst, sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent