Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.

Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi (SUNN) hafa óskað eftir opin­berri rann­sókn lög­reglu­stjór­ans á Norð­ur­landi eystra vegna meintra brota á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Málið snertir gerð þriggja stíga í Jök­ulsár­gljúfrum sem sam­tökin telja óheim­ila og ekki sam­ræm­ast stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins, deiliskipu­lagi og lög­um.

Auglýsing

Kæru sam­tak­anna, sem send var lög­reglu­emb­ætt­inu í gær, er beint gegn tveimur ein­stak­ling­um; Guð­mundi Ögmunds­syni, þjóð­garðs­verði á norð­ur­svæði Vatna­jök­uls­þjóð­garðs (Jök­ulsár­gljúfrum) og Guð­mundi Vil­hjálms­syni, per­sónu­lega og sem fram­kvæmda­stjóra og aðal­eig­anda Garð­víkur ehf.

Í kærunni, sem Kjarn­inn er með undir hönd­um, eru atvik máls rakin ítar­lega.

­Sum­arið 2020 fóru fram fram­kvæmdir við þrjá nýja stíga; á Langa­vatns­höfða, frá Ási og í Ásbyrgi, allt á rekstr­ar­svæði norð­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs. Verk­taki var Garð­vík ehf. á Húsa­vík.

Skip­aður full­trúi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka í svæð­is­ráði þjóð­garðs­ins vakti athygli ráðs­ins á fram­kvæmd­unum 2. maí síð­ast­lið­inn og óskaði eftir að farið yrði á vett­vang, en einnig að stíga­gerðin yrði tekin fyrir á næsta boð­aða svæð­is­ráðs­fundi. For­maður svæð­is­ráðs, sem einnig situr í stjórn þjóð­garðs­ins, varð við beiðni um að ganga á vett­vang með full­trú­an­um, vara­manni hennar og þjóð­garðs­verði. Leit­aði full­trúi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka ítrekað eftir því að málið yrði tekið á dag­skrá svæð­is­ráðs­ins og var það loks gert 29. júní. Var þar bókað eft­ir­far­andi varð­andi einn af þeim stígum sem um ræð­ir:

Svæð­is­ráð Vatna­jök­uls­þjóð­garðs norður telur að lag­færa verði hjóla­stíg og reið­leið í Jök­ulsár­gljúfrum sem unn­inn var upp sum­arið 2020 og frá­gang efnis við hann. Stíg­ur­inn er um fjórir kíló­metrar að lengd og liggur í suð­ur­átt frá Ási. Grunnur hans er gömul slóð sem notuð hefur verið sem reið­leið síð­ustu ára­tugi. Miklu efni hefur verið ýtt upp úr slóð­inni og liggur það í stórum hrúgum með­fram stígn­um. Bæði er þörf á almennum leið­bein­ingum um hvernig æski­legt er að standa að stíga­gerð í vist­kerfi eins og um ræðir og sér­tæk­ari leið­bein­ingum um hvaða frá­gangur er við­eig­andi á því efni sem til hefur fall­ið.

Í kæru SUNN er fjallað um hvern hinna þriggja stíga fyrir sig og hvernig fram­kvæmdir við þá og frá­gangur birt­ist sam­tök­un­um.

Gróðurtorfum úr stíg á Langavatnshöfða hefur verið dreift yfir gróið land. Mynd: SUNN

Stígur 1, Langa­vatns­höfði

Í kærunni segir að frá nýju bíla­stæði á Langa­vatns­höfða, sem Vega­gerðin gerði sum­arið 2020, eigi sam­kvæmt gild­andi deiliskipu­lagi fyrir Detti­foss­veg að gera stíg að útsýn­is­stað yfir Hljóða­kletta og Rauð­hóla. „Hvorki er búið að merkja fyrir né gera þennan stíg sem deiliskipu­lag gerir ráð fyr­ir,“ segir í kæru SUNN en að hins­vegar sé búið að ryðja stíg frá bíla­stæð­inu að eldri göngu­leið við Rauð­hóla og á allt öðrum stað en deiliskipu­lag mæli fyrir um. „Búið er að ryðja öllum gróðri, svarð­lagi og góðu lagi af jarð­vegi úr stígnum og er gengið á mold eftir nið­ur­gröfnum stígn­um.“ Efnið sem búið er að ryðja úr stígnum liggi annað hvort í litlum hrúgum með­fram stígn­um, á milli þúfna eða því verið „mokað í burtu og ekið langar leiðir utan stígs­ins og sturtað í stórar hrúgur inn í nær­liggj­andi víð­irunna og birkikjarr“. Út frá stígnum megi sjá greini­leg ummerki um akstur vélknúins öku­tækis „þar sem gróður eins og lyng, fjall­drapi og víðir hefur drep­ist“.

Stíg­ur­inn er hvorki á deiliskipu­lagi fyrir Detti­foss­veg né í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins og því ólög­mæt­ur, segja sam­tök­in. Frá­gangur stígs­ins sé auk þess ekki í sam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög og lög um þjóð­garð­inn.

Hrúgur við hlið stígs frá Ási. Mynd. SUNN

Stígur 2, frá Ási

Frá Ási, sem er skammt vestan Ásbyrg­is, lá gam­all smala­troðn­ingur sem hefur að sögn sam­tak­anna í ára­tugi verið hluti af merktri reið­leið sem liggur í gegnum þjóð­garð­inn. SUNN segir að sum­arið 2020 hafi þjóð­garðs­vörður ráð­ist í að láta verk­taka gera hluta slóð­ans einnig að hjóla­stíg. Er hon­um, að sögn sam­tak­anna, veitt sér­stök heim­ild stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun til þess að heim­ila umferð reið­hjóla á til­teknum reið­leiðum eða reið­stíg­um. „Ekki verður þó með nokkru móti séð að í þeirri heim­ild felist að breyta reið­leið með fram­kvæmdum líkt og hér fóru fram, en þjóð­garðs­verði er ekki með lögum eða reglum sem um þjóð­garð­inn gilda heim­ilt yfir höfuð að taka ákvarð­anir um fram­kvæmd­ir,“ bendir SUNN á í kærunni. Segja þau verk­taka hafa rutt úr reið­leið­inni „öllum gróðri og svarð­lagi alveg niður í mold og rúm­lega það á sam­tals 4,5 km leið“. Öllu efn­inu hafi rutt út úr gamla smalaslóð­anum og skilið eftir í stórum hrúg­um, rúm­lega 100 tals­ins, með­fram stígn­um.

Stíg­ur­inn rúm­ast að mati sam­tak­anna ekki innan heim­ilda sem þjóð­garðs­verði eru veittar í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­un, enda verði að telj­ast um hreinar fram­kvæmdir að ræða en ekki venju­legt við­hald. Þá segja sam­tökin að frá­gangur stígs­ins jafn­framt vera „í hróp­andi ósam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög og lög um þjóð­garð­inn“.

Gróðurskemmdir við stíg í Ásbyrgi. Mynd: SUNN

Stígur 3, Ásbyrgi

Síð­asti stíg­ur­inn sem um ræðir er í Ásbyrgi en þar hefur um helm­ingur stik­aðrar göngu­leiðar sem liggur frá tjald­svæð­inu og inn í Ásbyrgi verið rudd á sama hátt. Að auki hefur að því er fram kemur í kæru SUNN verið ruddur stígur yfir gamla íþrótta­völl­inn inni í Ásbyrgi. „Sama verk­lagi var beitt og áður, öllum gróðri, svarð­lagi og hluta af jarð­vegi rutt í burtu og ýtt út fyrir stíg­inn, stundum var efnið falið inni í víð­irunnum og birki­skógi og stundum ekki. Til við­bótar bætt­ist við stór­grýti sem nú liggur eins og hrá­viði með­fram stígn­um.“ Einnig benda sam­tökin á að hvergi sé gert ráð fyrir stíg í gegnum íþrótta­völl í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun og að hann sé heldur ekki í deiliskipu­lagi.

„Í sam­ræmi við ofan­greinda atvika­lýs­ingu og laga­til­vís­ana er þess kraf­ist að ofan­greind hátt­semi þjóð­garðsvarðar og verk­taka verði rann­sökuð og fyrir hana ákært í sam­ræmi við til­vitnuð laga­á­kvæð­i,“ segir í kæru sam­tak­anna til lög­reglu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent