Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.

Helgi Jóhannesson yfirlögfræðingur
Auglýsing

Helgi Jóhann­es­son, sem nýverið sagði af sér sem yfir­lög­fræð­ingur Lands­virkj­unar og hefur verið sak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart nokkrum kon­um, birti stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld þar sem hann biðst fyr­ir­gefn­ingar á fram­komu, orð­færi og hegðun sinni sem hafi látið sam­ferð­ar­fólki hans „líða illa í návist minn­i“.

Stundin greindi nýverið frá því að Helgi hefði látið af störfum hjá Lands­virkjun eft­ir að kona hafði kvart­að und­an hegð­un hans. Sú hegð­un sner­ist um óvið­eig­andi orð auk þess sem hann strauk henni í fram­an gegn vilja henn­­ar. Í gær greindi fjöl­mið­ill­inn frá öðrum máli þar sem Helgi var meðal ann­ars ásak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni og er það mál til með­ferðar hjá Ferða­fé­lagi Íslands, þar sem Helgi hefur starfað sem leið­sögu­mað­ur.

Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld var svo rætt við konu, Telmu Hall­dórs­dótt­ur, sem sagði sögu lát­innar vin­konu sinn­ar, Krist­ínar Pét­urs­dótt­ur, sem sner­ist um kyn­ferð­is­lega áreitni af hálfu Helga um síð­ustu alda­mót. Hægt er að lesa frá­sögn Telmu sem hún birti nýverið á Face­book hér að neð­an.

Fyrir nokkrum árum í fyrstu me too bylgju rit­aði ég nokkur orð um alvar­legt kyn­ferð­is­legt áreiti sem besta vin­kona mín...

Posted by Telma Hall­dórs­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Helgi segir í stöðu­upp­færsl­unni að ásetn­ingur hans hafi aldrei verið sá að meiða eða særa. Honum hafi þó orðið það ljóst að hann hafi „oft og tíðum farið óvar­lega í sam­skipt­um, nokkuð sem ég hugs­aði ekki út í þegar atvik áttu sér stað. Fyrir það iðr­ast ég inni­lega.“

Auglýsing
Hann segir það ekki af hroka eða af því að hann taki ekki umræð­una alvar­lega sem hann hafi ekki tjáð sig opin­ber­lega fyrr, því það geri hann sann­ar­lega. „Ég hef hrein­lega ekki treyst mér inn í umræð­una. Nefnd hafa verið ákveðin atvik og vafa­laust hef ég með orðum eða athöfnum gerst sekur um slíkt í fleiri til­vik­um. Ég ætla ekki að fara efn­is­lega ofan í þær ásak­anir sem á mig hafa verið born­ar. Það hjálpar engum að deila um þær atvika­lýs­ing­ar.“

Helgi seg­ist vita að ein­föld afsök­un­ar­beiðni og iðrun virð­ist létt­væg und­an­komu­leið úr þeim sár­indum sem hann hafi vald­ið. „ Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess inni­lega að fyr­ir­gefn­ing­ar­beiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem er til­bú­inn að hitta hvern þann sem ég hef mis­gert við með hegðun minni og ræða málið og ítreka afsök­un­ar­beiðni augliti til auglit­is.“

Í lok stöðu­upp­færsl­unnar seg­ist Helgi hafa verið að vinna í sjálfum sér und­an­farna mán­uði með aðstoð fag­að­ila. „Það er ævi­langt verk­efni að verða að betri manni og ég er að taka það verk­efni alvar­lega.“

Helgi var ráð­inn til Lands­virkj­unnar í júní 2019. Áður hafði hann verið einn af eig­endum LEX lög­manns­stofu um ára­bil. Þegar Helgi til­kynnti sam­starfs­fólki sínu hjá Lands­virkjun um starfs­lok sín þann 25. októ­ber síð­ast­lið­inn, eftir rúm­lega tveggja ára starf, í tölvu­pósti þá minnt­ist hann ekk­ert á að kvartað hefði verið undan hegðun hans.

Tölvu­póst­ur­inn sem Helgi sendi til sam­starfs­fólks

Ágætu sam­starfs­menn. 

Ég vil upp­lýsa ykkur um að ég hef af per­sónu­legum ástæðum samið um starfs­lok hjá Lands­virkj­un. Tím­inn hér hefur verið mjög lær­dóms­ríkur og ánægju­leg­ur, en á sama tíma hef ég lent í óbæri­legum áskor­unum í einka­líf­inu. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en er þess full­viss að ýmis tæki­færi eru fyrir hendi í þeim efn­um. Ég vil þakka ykkur fyrir frá­bær við­kynni og sam­starf og óska ykkur öllum og fyr­ir­tæk­inu alls hins besta í fram­tíð­inn­i. 

Kveðja, HJ

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent