Hillary Clinton vill verða forsetaframbjóðandi demókrata - getur einhver stoppað hana?

h_51631784-1.jpg
Auglýsing

Fram­boð Hill­ary Clinton til að verða for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­unum er að verða eitt verst geymda leynd­ar­málið í Was­hington. Það virð­ist morg­un­ljóst að hún ætlar sér að fara fram, en nú segir fólk í hennar innsta hring að hún sé að íhuga að til­kynna ekki form­lega um fram­boð sitt fyrr en í júlí. Þeir telja að það sé engin ástæða fyrir hana að flýta sér, enda sé ekki útlit fyrir að margir reyni að veita henni sam­keppni.

Næstu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum fara fram 8. nóv­em­ber á næsta ári. Í síð­ustu viku var til­kynnt að demókratar muni halda lands­þing sitt í Fíla­delfíu síð­ustu vik­una í júlí 2016, viku síðar en repúblikan­ar, sem halda sinn lands­fund í Cleveland.

Upp­haf­lega höfðu fjöl­miðlar vest­an­hafs haldið því fram að til­kynnt yrði form­lega um fram­boð hennar í apríl en nú er því haldið fram að þá verði mögu­lega til­kynnt um að hún sé form­lega að kanna málið og fram­boðstil­kynn­ingu verði frestað um þrjá mán­uði. Kostur þess að til­kynna um fram­boð í upp­hafi nýs árs­fjórð­ungs er að þá er hægt að fara á fullt í fjár­öflun og ná að safna þannig upp­hæð að hún vekji athygli þegar fyrsta árs­fjórð­ungs­upp­gjör­in­u er skil­að. Þetta plan gæti þó breyst aft­ur, þar sem sumir stuðn­ings­menn hennar hafa bent á að það megi ekki líta þannig út að hún telji útnefn­ingu flokks­ins eins­hvers konar forms­at­riði eða krýn­ingu. Það var eitt af því sem skemmdi fyrir henni síð­ast, því á þessum tíma árið 2007 var hún aðal­fram­bjóð­and­inn. Allir vita hvernig það end­aði.

Auglýsing

Far­in að safna liði



Clinton hefur ráðið til sín fjöld­ann allan af starfs­fólki, sem sýnir enn frekar fram á fram­boð­ið. Robby Mook verður kosn­inga­stjóri henn­ar. Hann starf­aði fyrir fram­boð hennar til for­seta árið 2008 og stjórn­aði kosn­inga­bar­átt­unni í Nevada, Indi­ana og Ohio með góðum árangri. Hann hefur séð um ráðn­ingar á öðru starfs­fólki og Polit­ico orðar það sem svo að hann hafi verið mikið í sím­anum und­an­farna mán­uði að tala við alla þá helstu sem hafa komið að fram­boði og for­seta­tíð Obama til að fá ráð um það hverja eigi að ráða.

Nú þegar er búið að ráða nokkrar kanón­ur. Jenni­fer Pal­mi­eri, yfir­maður sam­skipta­mála í Hvíta hús­inu, hefur til að mynda sagt upp störfum þar til þess að gegna sama starfi fyrir Clint­on. Einn nán­asti ráð­gjafi Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta, John Podesta, hefur einnig til­kynnt að hann hygg­ist yfir­gefa Hvíta húsið og hjálpa Hill­ary Clinton með fram­boð sitt, „ef hún ákveður að fara fram“. Joel Benen­son var einn helsti skoð­ana­könn­uður Obama fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2008 og 2012 og hann hefur nú gengið til liðs við Clint­on. Jim Margolis var ráð­gjafi hjá Obama og er nú kom­inn til starfa hjá Clint­on.

Hjónin Bill og Hillary Clinton. Bill er sagður hafa verið svolítið útundan í síðustu kosningabaráttu en nú stendur til að bæta úr því. Hjónin Bill og Hill­ary Clint­on. Bill er sagður hafa verið svo­lítið útundan í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu en nú stendur til að bæta úr því.

Fjöldi ann­arra demókrata hefur ýmist þegar verið ráð­inn eða á góðri leið með það, og þónokkrir eiga það sam­eig­in­legt að hafa starfað fyrir núver­andi for­seta. Fæstar ráðn­ing­anna eru orðnar form­leg­ar, heldur er búið að „taka fólk frá“.

Clinton hefur átt í stirðu sam­bandi við fjöl­miðla í gegnum tíð­ina, ekki síst í fram­boð­inu árið 2008, og þetta á að laga núna eins og annað sem fór úrskeiðis þá. Það er ekki síst þess vegna sem Obama-­fólk er fengið til starfa, það á að hjálpa til við að forð­ast mis­tökin sem gerð voru þegar Clinton tap­aði fyrir Obama.

Nær hún að fjar­lægja sig Obama?



Það að ráða starfs­fólk núver­andi for­seta hefur þó líka sína galla. Nú þegar er víða talað um að fram­boð Clinton verði eins og fram­boð for­seta til ann­ars kjör­tíma­bils, svo lítil sé sam­keppnin og svo mikil lík­indin með Obama og Clint­on. Þetta er ekki gott fyrir Clinton gagn­vart þeim fjölda fólks sem er óánægður með störf Obama.

Hún þarf því líka að reyna að fjar­lægja sig hon­um. Hún þarf líka að reyna að miðla því ein­hvern veg­inn að hún sé reynd í utan­rík­is­mál­um, enda fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, en á sama tíma reyna að gera ekki of mikið úr því að hún var auð­vitað ráð­herra undir stjórn Obama. ­Sömu­leið­is þarf hún­ að reyna að höfða til demókrata sem hall­ast meira til vinstri en hún en það má samt ekki vera of mikið - þá gæti hún virst óein­læg. Skoð­ana­kann­anir benda líka til þess að hún nái ágæt­lega til þessa fólks.

Annað vanda­mál sem hún gæti glímt við er skortur á and­stöðu. Það er erfitt að búa til stemmn­ingu og þunga þegar það er eng­inn keppi­nautur til stað­ar. Það er jafn­vel rætt um að hún muni ekki einu sinni þurfa að mæta í kapp­ræð­ur.

And­stað­an er varla til staðar



Economist lýsir and­rúms­loft­inu þannig að þrátt fyrir alla kost­ina sem Clinton býr yfir og þá jákvæðni sem vænt­an­legt fram­boð hennar mæt­ir, þá sé nær­vera hennar kæf­andi þegar kemur að mögu­legum keppi­nautum innan flokks­ins. Margir hafa verið nefndir til sög­unnar sem mögu­legir fram­bjóð­end­ur, en það er ekk­ert sér­stak­lega spenn­andi til­hugsun fyrir þá að fara fram gegn kosn­inga­vél­inni sem Clint­on-­fjöl­skyldan er.

Joe Biden vara­for­seti hefur verið nefndur til sög­unn­ar, en fram­boð hans virð­ist sífellt ólík­legra, enda mælist hann ekki vel í könn­un­um. Martin O'M­al­ley, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri í Mar­yland, og Jim Webb, fyrr­ver­andi öld­ung­ar­deild­ar­þing­maður í Virg­in­íu, hafa báðir verið nefnd­ir. Nokkra fleiri væri hægt að nefna en þeir eiga það flestir sam­eig­in­legt að hafa úr tak­mörk­uðu fé að spila, ekki síst í sam­an­burði við Clint­on.

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Elizabeth Warren. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti og Eliza­beth War­ren.

Sú sem talið hefur verið að gæti ógnað Clinton hvað mest er Eliza­beth War­ren, öld­unga­deild­ar­þing­maður í Massachu­setts. Hún hefur sagt ítrekað að hún ætli ekki að bjóða sig fram, en það hefur samt ekki þaggað niður í fólk­inu sem vill fá hana fram. „Ready for War­ren“ og „Run War­ren Run“ eru tveir hópar sem hafa hvað helst haft sig í frammi. Stuðn­ings­fólk hennar hefur efa­semdir um Clinton og telur hana of hægri­s­inn­aða, of tengda stjórn­mála­el­ítu lands­ins og of nána Wall Street og auð­vald­in­u. War­ren hefur tjáð sig mikið um mis­skipt­ingu auðs og fjár­mála­kerf­ið.

Enn á eftir að koma í ljós hvort War­ren snú­ist hug­ur, en svo virð­ist sem henni og stuðn­ings­fólki hennar sé að minnsta kosti að takast að vekja athygli á hug­myndum henn­ar. Það gæti því farið svo að Clinton taki ýmsar hug­myndir hennar upp á sína arma, ekki síst þegar kemur að efna­hags­mál­um. Svo væri það auð­vitað sögu­legt ef tvær konur keppt­ust um að hljóta útnefn­ingu Demókra­ta­flokks­ins.

Hvað með unga fólk­ið?



Bent hefur verið á það að með­al­aldur þeirra sem eru taldir mögu­legir fram­bjóð­endur flokks­ins er 69 ár. Hjá repúblikönum er með­al­ald­ur­inn 57 ár. Þetta hafa sumir fjöl­miðlar bent á að gæti skapað vanda­mál, ekki síst þegar inn í jöfn­una bæt­ist að það eru mun færri tæki­færi til að koma ungu fólki inn í bar­átt­una með beinum hætti en til dæmis hjá Obama. Það er sagt helg­ast ekki síst af því að með því að tvinna saman helsta Clint­on-­fólkið og helsta Obama-­fólkið er ekki svo mikið af störfum eft­ir, auk þess sem færri fram­bjóð­endur þýða færri störf í kosn­inga­bar­átt­unn­i. Það skiptir demókrata máli að ná ungu fólki á kjör­stað, ekki síður en minni­hluta­hópum og efna­m­inna fólki.

Þrátt fyrir að Hill­ary Clinton sé 67 ára gömul telur helm­ingur Banda­ríkja­manna hana vera full­trúa fram­tíð­ar­inn­ar, sam­kvæmt nýrri könnun sem CNN og ORC gerðu í vik­unni. Þar var spurt um það hverjir hinna mögu­legu for­seta­fram­bjóð­enda standi fyrir fram­tíð­inni og hverjir for­tíð­inni. 50% sögðu Clinton tákna fram­tíð­ina en 48% for­tíð­ina. Einnig var spurt um War­ren, sem 46% sögðu tákna fram­tíð­ina en 37% for­tíð­ina, og um Biden. 33% sögðu hann standa fyrir fram­tíð­inni en 64% for­tíð­inni.

Eng­inn vænt­an­legra fram­bjóð­enda Repúblikana­flokks­ins þótti jafn mikið tákn fram­tíðar og Clinton og War­ren. En meira um það síð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None