Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“

Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.

Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Auglýsing

Á sumum svæðum í Frakk­landi og á Spáni hefur á síð­ustu dögum verið tíu gráðum heit­ara en með­al­hiti á þessum árs­tíma. Það er ekk­ert smá­ræði, segja sér­fræð­ing­ar, og að miklir þurrkar að auki á mörgum svæðum í Evr­ópu, hafi gert illt verra.

Hita­bylgjan for­dæma­lausa miðað við árs­tíma er ekki aðeins bundin við Evr­ópu heldur hefur um þriðj­ungur Banda­ríkj­anna þurft að fylgj­ast vand­lega með veð­ur­við­vör­unum vegna mik­ils hita síð­ustu daga. Þá hefur skæður hiti hangið yfir Ind­landi og Pakistan og fleiri land­svæðum jarð­ar.

„Við höfum sagt það áður og við segjum það aft­ur: Vegna lofts­lags­breyt­inga munu hita­bylgjur byrja fyrr, þær eru að verða algeng­ari og ákaf­ari vegna þess að magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu hefur aldrei verið meira. Það sem við erum að sjá núna er hinn óheppi­legi for­smekkur að fram­tíð­inn­i.“

Þetta sagði Claire Nullis, tals­maður Alþjóða veð­ur­fræði­stof­unn­ar, um helg­ina. Orð hennar eru ekki sér­stak­lega upp­lífg­andi. Hlut­irnir virð­ast vera að ger­ast hraðar en almenn­ingur átti von á, þrátt fyrir var­úð­ar­orð sér­fræð­inga síð­ustu ár - um að einmitt svona muni áhrif lofts­lags­ham­far­anna birt­ast okk­ur.

Hita­stigið í Evr­ópu mun lækka í dag og næstu daga en veð­ur­fræð­ingar vara við því að sam­tímis sé von á mikil úrkomu sem gæti valdið óskunda.

Auglýsing

Hún er sögð hafa verið sér­lega skæð og for­dæma­laus, hita­bylgjan sem „bak­aði“ vest­ur­hluta Evr­ópu um helg­ina. Í Biar­ritz í Frakk­landi, þar sem sól­dýrk­endur koma saman í júní til að njóta veð­ur­blíð­unn­ar, fót hita­stigið upp í 42,9 gráður á laug­ar­dag. Svo hár var hit­inn um stærsta hluta lands­ins að franska veð­ur­stofan sendi út við­vörun og bað fólk að sýna aðgát. Langar biðraðir mynd­uð­ust við vatns­renni­brauta­garða. Ljónin í dýra­görð­unum fengju ísköggla með frosnu blóði til að kæla sig. Þótt ljón séu vissu­lega von hitum í sínu nátt­úru­lega umhverfi geta þau ekki leitað sama skjóls­ins fyrir þeim í dýra­görð­un­um.

Ýmsum við­burð­um, svo sem tón­leik­um, var frestað um helg­ina í Frakk­landi, á Spáni og í Portú­gal.

Hitinn var hæstur í gær, sunnudag, í Sviss. Fólk leitaði skiljanlega í skuggann til að verjast honum. Mynd: EPA

Yfir fjör­tíu gráður mæld­ust víða í land­inu og þótt hvass­viðri af Atl­ants­haf­inu sé yfir­leitt ekki fagnað á þessum árs­tíma var mörgum létt að heyra að slíkt væri á leið­inni.

„Þessi hita­bylgja er fyrr á ferð­inni en þekkst hefur frá upp­hafi mæl­inga,“ sagði Matthieu Sor­el, veð­ur­fræð­ingur hjá frönsku veð­ur­stof­unni. Hann sagði ljóst að hita­bylgjan mark­aði áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Hit­inn var ekki aðeins óbæri­legur að margra mati, sér­stak­lega þeirra sem búa ekki við þann lúxus að kom­ast inn í loft­kæld hús, heldur mynd­að­ist mikið magn hinnar skað­legu loft­teg­undar ósóns er svifryk dans­aði í brenn­heitum sól­ar­geisl­un­um. Þetta varð til þess að dæmi eru um að fólk hafi fundið fyrir önd­un­ar­erf­ið­leik­um, hóstað og fundið brjóst­verk.

Vatns­skortur og kýr í vanda

Frétta­miðlar í Evr­ópu hafa einnig greint frá því að vatn hafi verið skammt­að, m.a. á Norð­ur­-Ítal­íu. Að afloknu þurru vori var snemm­bú­inni hita­bylgju ekki bæt­andi á vatns­bú­skap­inn.

Ítalskar kýr eru líkt og mann­fólkið ekki upp á sitt besta við þessar of heitu aðstæð­ur. Kúa­bændur segja nytin kúnna hafa minnkað um 10 pró­sent í hita­bylgj­unni. Kýr þurfa að drekka tugi lítra af vatni á dag til að mjólka vel sam­kvæmt nútíma mæli­kvörð­um. En vatnið er af skornum skammti.

Hið óvenju­lega veður varð til þess að skóg­ar­eldar kvikn­uðu á nokkrum stöðum á Spáni í lok síð­ustu viku og eyddu slökkvi­liðs­menn helg­inni í bar­áttu við þá. Á landa­mær­unum við Portú­gal voru þeir sér­lega miklir og rýma þurfti fjórtán bæi er eld­tungur nálg­uð­ust óðfluga. Um 20 þús­und hekt­arar lands urðu eld­unum að bráð.

Í Frakk­landi kvikn­aðu einnig gróð­ur­eld­ar, m.a. vegna eld­fimra her­æf­inga á her­stöð í suð­ur­hluta lands­ins. Um 200 hekt­arar lands brunnu áður en það tókst að slökkva í síð­ustu glæð­un­um.

Ferðamenn kæla sig í hitanum í gosbrunni í Berlín í Þýskalandi. Mynd: EPA

Franskir bændur fóru ekki var­hluta af hita­bylgj­unni. Þeir sem vanir eru að vinna úti allan dag­inn í júní sögð­ust aðeins hafa getað aðhafst utandyra snemma á morgn­anna og á kvöld­in. Miður dag­ur­inn var ein­fald­lega of heit­ur. Í gróð­ur­húsum þar sem tómatar og annað græn­meti er rækt­að, hækk­aði hit­inn skarpt, fór í 55 gráður á laug­ar­dag. Í slíkum hita er alls ekki óhætt að vinna.

Þótt Bret­landseyjar hafi ekki „bak­ast“ í hit­anum síð­ustu daga voru þar engu að síður met sleg­in. Föstu­dag­ur­inn var sá heit­asti frá upp­hafi mæl­inga, fór yfir 30 stig.

Sér­fræð­ingar frönsku veð­ur­stof­unnar segja að vegna lofts­lags­breyt­inga séu hita­bylgjur eins og þessar fimm til tíu sinnum lík­legri en fyrir einni öld síð­an. Þá er hit­inn í slíkum bylgjum að með­al­tali 1,8-4 gráðum meiri en áður.

Og hátt hita­stig er ekki eina hættan sem fylgir breyt­ingum á lofts­lagi af manna­völd­um. Flóð eru orðin tíð­ari og verða enn tíð­ari. Það sama má segja um öfga­fulla þurrka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent