Hörð gagnrýni á Lilju fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar

Það hefur verið meginregla í íslenskum lögum í tæp 70 ár að auglýsa laus embætti hja ríkinu laus til umsóknar. Það er æ sjaldnar gert. Ferlið í kringum skipan nýs þjóðminjavarðar er sagt „óvandað, ógegnsætt og metnaðarlaust“.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, skip­aði Hörpu Þórs­dóttur til að gegna emb­ætti þjóð­minja­varðar síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. 

Í til­kynn­ingu var tekið fram að Harpa, sem er dóttir Þórs Magn­ús­sonar sem var þjóð­minja­vörður frá 1968 til 2000, hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safn­stjóri Lista­safns Íslands stjórnað einu af þremur höf­uð­söfnum íslenska rík­is­ins. „Með til­liti til far­sællar stjórn­un­ar­reynslu, víð­tækra starfa innan safna­geirans og góðrar þekk­ingar á mál­efnum Þjóð­minja­safns­ins, hefur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra ákveðið að nýta heim­ild í lögum nr. 70/1996 um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins til að flytja emb­ætt­is­mann milli stofn­ana og skipa Hörpu þjóð­minja­vörð Þjóð­minja­safns Íslands. Mun reynsla hennar nýt­ast til að taka við Þjóð­minja­safni Íslands, höf­uð­safni íslenska rík­is­ins á sviði menn­ing­arminja.“

Emb­ættið var því ekki aug­lýst líkt og lög gera almennt ráð fyrir að sé gert.

„Ís­lensk menn­ing á nú betur skilið en eitt­hvað svona emb­ætt­is­leikja rugl“

Á laug­ar­dag sendi Félag forn­leifa­fræð­inga bréf til ráð­herra vegna skipan nýs þjóð­minja­varð­ar. Í tölvu­pósti sem sendur á fjöl­miðla vegna þessa sagði: „Enn og aftur er þessi rík­is­stjórn að ráða fólk í stór og mikil emb­ætti án aug­lýs­ing­ar. Nú var það staða þjóð­minja­varð­ar. Stjórn Félags forn­leifa­fræð­inga sendi í dag bréf til ráð­herra og lýsti yfir miklum von­brigðum með ráðn­ing­ar­ferlið; íslensk menn­ing á nú betur skilið en eitt­hvað svona emb­ætt­is­leikja rugl.“

Auglýsing
Í bréf­inu segir að ferlið í kringum skipun nýs þjóð­minja­varðar hafi verði óvand­að, ógegn­sætt og metn­að­ar­laust. „Rétt er að árétta að gagn­rýnin snýr ekki að þeirri per­sónu sem var skipuð heldur að því að staðan hafi ekki verið aug­lýst til umsókn­ar. Þjóð­minja­safn Íslands er eitt höf­uð­safna þjóð­ar­innar og mið­stöð íslenskrar menn­ing­ar. Það á að gegna lyk­il­hlut­verki í metn­að­ar­fullu safna- og rann­sókn­ar­starfi en í ljósi þeirra starfs­hátta sem voru hafðir við skipun nýs þjóð­minja­varðar má efast um metnað núver­andi rík­is­stjórnar fyrir hönd þess. Stjórn Félags forn­leifa­fræð­inga þykir sárt að ekki var betur staðið að ráðn­ingu þjóð­minja­varð­ar. Að okkar mati á íslensk menn­ing betra skilið en að vera gert að emb­ætt­is­manna­leik.“

Grefur undan trausti á stjórn­sýsl­una

Á sunnu­dags­kvöld barst svo yfir­lýs­ing frá stjórn Félags íslenskra safna og safn­manna (FÍSOS). Þar gerir hún alvar­legar athuga­semdir við skipun nýs þjóð­minja­varðar og segir að ráðn­ingar sem þess­ar, með til­færslu á milli emb­ætta, séu ógagn­sæjar og ófag­leg­ar. „Slík vinnu­brögð grafa undan trausti á stjórn­sýsl­una og emb­ætt­is­manna­kerf­ið.“

Stjórnin segir Þjóð­minja­safn Íslands vera höf­uð­safn á sviði þjóð­minja­vörslu og bero sem slíkt höf­uð­á­byrgð á að varð­veita, rann­saka og miðla stórum hluta íslensks menn­ing­ar­arfs. Með því að skipa í stöðu þjóð­minja­varðar án aug­lýs­ingar er gert lítið úr mik­il­vægi safns­ins, fag­legri starf­semi þess og starfs­fólki. Skipun sem þessi grefur undan fag­legu umhverfi safna og lýsir metn­að­ar­leysi stjórn­sýsl­unnar í garð Þjóð­minja­safns­ins og mála­flokks­ins í heild. Stjórn FÍSOS leggur áherslu á að athuga­semdir þessar bein­ast að engu leyti að nýskip­uðum þjóð­minja­verði, heldur að ógagn­sæju og órétt­látu ferli skip­un­ar­inn­ar.“

Meg­in­reglan í lögum að aug­lýsa skuli laus emb­ætti

Allt frá árinu 1954, þegar lög um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins voru sett, hefur það verið meg­in­regla í lögum á Íslandi að aug­lýsa skuli opin­ber­­lega laus emb­ætti og störf hjá rík­­in­u. 

Þegar lögin voru end­­ur­­skoðuð og ný lög sett árið 1996 voru áfram ákvæði um aug­lýs­inga­­skyld­una. Í þessum reglum er það meg­in­reglan að aug­lýsa skuli laus störf en þau til­­vik þegar ekki er skylt að aug­lýsa störf eru afmörkuð sér­­stak­­lega. Þessar und­an­þágur frá aug­lýs­inga­­skyldu eiga við um störf sem aðeins eiga að standa í tvo mán­uði eða skem­­ur, störf sem eru tíma­bundin vegna sér­­stakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veik­inda, fæð­ing­­ar- og for­eldra­or­lofs, náms­­leyf­­is, leyfis til starfa á vegum alþjóða­­stofn­ana og því um líkt, enda sé ráðn­­ing­unni ekki ætlað að standa lengur en 12 mán­uði sam­­fellt.

Þá eru und­an­þágur frá regl­unum sem fela í sér að störf sem hafa verið aug­lýst innan síð­­­ustu sex mán­aða ef þess er getið í aug­lýs­ing­unni að umsóknin geti gilt í sex mán­uði frá birt­ingu henn­­ar. Að end­ingu er að finna und­an­þágur um störf vegna tíma­bund­inna vinn­u­­mark­aðsúr­ræða á vegum stjórn­­­valda og aðila vinn­u­­mark­að­­ar­ins og hluta­­störf fyrir ein­stak­l­inga með skerta starfs­­get­u. 

Engar fleiri und­an­þágur er að finna í lög­­un­­um.

Meiri­hluti ráðu­neyt­is­stjóra skip­aðir án aug­lýs­ingar

Það hefur hins vegar færst veru­lega í vöxt hér­lendis að ráð­herrar skipi í emb­ætti án þess að þau séu aug­lýst. Það leiddi meðal ann­ars til þess að umboðs­maður Alþingis tók upp frum­kvæð­is­at­hugun á mál­inu. Hann gafst upp á þeirri athugun í fyrra­vor. 

Í bréfi þar sem þá settur umboðs­maður útskýrði ástæðu þessa kom fram að ekki væri for­svar­an­legt að nýta tak­mark­aðan mann­afla emb­ætt­is­ins til að ljúka frum­kvæð­is­at­hug­un­inni í ljósi þess að ráða­menn færu hvort eð er ekk­ert eftir skýrum reglum og vilja lög­gjafans í þessum mál­u­m. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í síð­ustu viku að sjö af tólf starf­andi ráðu­neyt­is­stjórum hefðu verið skip­aðir án þess að emb­ættin hafi verið aug­lýst laus til umsókn­ar. Á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili hafa þrír af þeim fjórum ráðu­neyt­is­stjórum sem hafa verið skip­aðir fengið þær stöður án þess að þær hafi verið aug­lýstar lausar til umsókn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent