Hrunkynslóðin: Pönkið lifir í listinni

sens1.jpg
Auglýsing

Ein lista­konan rekur gall­erí í kjall­ar­anum hjá ömmu sinni. Önnur kemur frá Ísa­firði og gerði allt vit­laust nýlega með meintri klám­sýn­ingu sem hún stýrði í Ráð­húsi Reykja­vík­ur. Sú þriðja semur tón­list og gjörn­inga undir nafn­inu Byssukisi. Strák­ur­inn í hópnum er á leið til Siglu­fjarðar til að taka þátt í mynd­list­ar­sýn­ingu „úr öðrum heim­i“. Öll eru þau sam­mála um að pönkið sé aftur komið í lista­heim­inn á Íslandi og lifi þar góðu lífi, alla­vega á meðal yngra fólks­ins.

Öll eiga þau verk á sýn­ing­unni Kyn­leik­ar, þeirri sem talin var vera klám þegar hún var sett upp í mat­sal Ráð­húss­ins. Og öll tengj­ast þau gall­er­í­inu Ekkisens sem var stofnað fyrir rúm­lega ári síðan og er til húsa ofan í kjall­ara á gömlu báru­járns­húsi á Berg­staða­stræti og hefur hýst fjöldan allan af lista­verkum ungra lista­manna. Þessi nýja kyn­slóð lista­manna er bein­skeytt­ari í póli­tískum skírskotum í verkum sínum en sést hefur und­an­farið og það hlýtur að end­ur­spegla ástandið í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­un­um. Þetta virð­ist vera ein­kenn­andi meðal hóps­ins en öll hefja þau feril sinn eftir hrun.

Blaða­maður Kjarn­ans ræddi við fjór­menn­ing­ana í vik­unni. Sú sem rekur gall­er­íið er Freyja Eilíf, tæp­lega þrí­tugt hörku­tól sem und­an­farið hefur líka sett upp hús­töku­sýn­ingar í litlu húsi í eigu Seðla­bank­ans við Berg­staða­stræt­ið. Hún vinnur nú að bók­verk­inu „Blóð­rúnk: fimmaura­lýð­veld­ið“. Sú sem kemur frá Ísa­firði er hin 25 ára gamla val­kyrja Heiðrún Gréta Vikt­ors­dótt­ir. Eins og Freyja er hún útskrifuð frá mynd­list­ar­deild Lista­há­skól­ans. Hún stóð að sýn­ing­unni Kyn­leik­ar, ásamt Sig­ríði Þóru Óðins­dótt­ur, í mötu­neyti Ráð­húss­ins. Þessi sýn­ing hafði áður verið sett upp í Ekkisens á Menn­ing­arnótt en vakti ekki athygli fyrr en hún fór fyrir brjóstið á „sóma­kæru“ fólki í mötu­neyt­inu. Sem stendur er sýn­ingin til húsa í Tjarn­ar­bíó þar sem við­talið var tek­ið.

Auglýsing

Ljós­hærður Byssukisi



Sú sem gengur undir nafn­inu Byssukisi er hin ljós­hærða 26 ára gamla Guð­rún Heiður Ísaks­dótt­ir. Hún er einnig útskrifuð úr mynd­list­ar­deild Lista­há­skól­ans. Með list­sköpun sinni vinnur hún sem tækni­maður á Lista­safni Reykja­víkur og sem plötu­snúð­ur. Hún er núna að vinna að list­sýn­ingu sem sett verður upp í næsta mán­uði. Strák­ur­inn í hópnum er hinn mynd­ar­lega skeggj­aði 24 ára gamli Anton Logi Ólafs­son. Hann á það sam­eig­in­legt með stúlk­unum að vera útskrif­aður úr mynd­list­ar­deild Lista­há­skól­ans. Framundan hjá honum er þátt­taka í hóp­sýn­ing­unni „Dóbía úr öðrum heimi“ í næsta mán­uði á Siglu­firði. Hann stefnir einnig á að opna sýn­ingu með lands­lags­myndum og er að vinna að útgáfu á mynda­sögu í róleg­heit­um.

Auk þeirra situr Jón Proppé list­fræð­ingur með hópnum í barokk­sófa­sett­inu í Tjarn­ar­bíó og leggur til visku sína í umræð­urn­ar.

Við­brögðin komu ekki á óvart



Um­ræð­urnar verða strax fjörugar og snú­ast fyrst um sýn­ing­una Kyn­leikar sem nýlega var flutt yfir í Tjarn­ar­bíó. Heiðrún segir að við­brögðin við sýn­ing­unni hafi ekki komið sér á óvart. „En ég átti alls ekki von á að þetta yrði svona stórt mál,“ segir Heiðrún. „Um­ræðan varð að mínu mati á engan hátt upp­byggj­andi og ein­kennd­ist mikið af sleggju­dóm­um.“

Freyja Elíf og hin eru sam­mála þessu mati og benda á að í ein­hverjum mæli hafi fjöl­miðlar notað sýn­ing­una til að búa til svokölluð „click­bait“, það er til þess að auka umferð­ina um vef­síður sín­ar. Guð­rún bendir á að þegar sýn­ingin hafi fyrst verið sett upp í Ekkisens á Menn­ing­arnótt hafi hún ekki vakið neitt umtal utan gras­rót­ar­innar og Anton Logi bætir við að kannski hafi við­brögðin orðið svona hörð þar sem inn­tak sýn­ing­ar­innar sé í raun póli­tískt. Heiðrún tekur undir þetta og segir að þær Sig­ríður Þóra hafi viljað koma ákveðnum fem­inískum sjón­ar­miðum á fram­færi með sýn­ing­unni.

„Vef­miðlar birtu hverja grein á fætur annarri sem inni­héldu per­sónu­legar aðdrótt­anir um klúð­urs­legt inni­hald sýn­ing­ar­innar eftir höf­unda sem höfðu ekki einu sinni séð sýn­ing­una,“ segir Freyja. „Þessir greina­höf­undar sem áttu hlut að máli voru því engu skárri en virkir og froðu­fellandi í athuga­semd­um. Sem betur fer heyrð­ust mál­efna­legri raddir þegar lengra var liðið frá upp­þot­inu og mik­il­vægum spurn­ingum velt upp, eins og hvers vegna fem­inískir við­burðir eru iðu­lega „diss­aðir í drasl“ eins og ein­hver komst að orð­i.“

Frá sýningu í Ekkisens. Listin tekur á sig ýmsar mynd­ir.

Aftur til for­tíðar



Ungir lista­menn eins og fjór­menn­ing­arnir eiga ekki auð­veldan aðgang að gall­er­íum í Reykja­vík þessa dag­ana. Jón Proppé gerir þetta að umtals­efni og segir að Ekkisens sé nán­ast eina gall­er­íið í 101 Reykja­vík sem rekið er af lista­mönn­unum sjálf­um. „Saga list­sköp­unar á Íslandi hefur meira og minna verið því marki brennd að menn hafi ekki átt greiðan aðgang að sýn­ing­ar­rýmum eða gall­er­íum til þess að kynna verk sín,“ segir Jón. „Og það getur verið mjög kostn­að­ar­samt fyrir lista­menn að leigja sér rými eða aðgang að gall­er­í­um.“

Freyja Eilíf tekur undir þetta og segir að Ekkisens sé mjög lítið gall­erí og hið tak­mark­aða pláss setji starf­sem­inni ákveðnar skorð­ur. „Við erum þess vegna ætíð að leita að plássi til að setja upp sýn­ing­ar,“ segir Freyja. „Yf­ir­leitt er það hús­næði sem er í boði tíma­bund­ið. Sem dæmi er þetta litla hús á sömu lóð og Ekkisens þar sem við höfum sett upp hús­töku­sýn­ing­ar. Þar að auki erum við að íhuga pláss á Tryggva­göt­unni sem stendur til boða og býður upp á mun meira gólf­pláss og þar af leið­andi stærri sýn­ing­ar.  Það liggur fyrir að þessu hús­næði verður lokað innan skamms til að rýma fyrir gisti­húsi eða lunda­búð. Við reynum hins­vegar að grípa gæs­ina meðan hún gefst. Við erum því að velta þessu fyrir okkur þótt um tíma­bundna aðstöðu sé að ræða.“

Pönkið lifir



Þegar kemur að spurn­ingum um list­sköpun þessa hóps og hvert sé mark­mið hennar segir Guð­rún Heiður að öðrum þræði sé þetta pönk. Anton Logi tekur undir þau orð og segir að pönkið lifi í lista­heimi þeirra sem eru af yngri kyn­slóð lista­manna hér í borg­inni.

Jón Proppé er þessu sam­mála og segir að það að setja upp lista­sýn­ingar í auðu húsi sem sé í eigu Seðla­bank­ans sé ekk­ert annað en hreint pönk. „Við erum nú að sjá verk fyrstu lista­mann­anna sem hefja feril sinn eftir hrun,“ segir Jón. „Það er ekk­ert nýtt að ungir lista­menn þurfi að búa til sinn eigin vett­vang og þurfi að hafa allar klær úti til koma list sinni á fram­færi. Frá því að íslenskir mynd­lista­menn reistu Lista­manna­skál­ann fyrir eigin reikn­ing árið 1942 hefur hver ný kyn­slóð þurft að fara sömu leið. Vissu­lega hafa söfnin eflst og umhverfið er allt annað en það var fyrir nokkrum ára­tugum en það verður alltaf þörf fyrir vett­vang þar sem gras­rótin fær að dafna og ungir lista­menn geta sjálfir ráðið ferð­inn­i.“

Jón hefur kennt mikið og unnið með ungum lista­mönnum und­an­farin mörg ár: „Ég held að fram­tíðin sé björt og starf­semi Ekkisens-hóps­ins er sönnun þess.“

2.Jón Proppé: Það er ekkert nýtt að ungir listamenn þurfi að búa til sinn eigin vettvang og þurfi að hafa allar klær úti til koma list sinni á framfæri. Jón Proppé: Það er ekk­ert nýtt að ungir lista­menn þurfi að búa til sinn eigin vett­vang og þurfi að hafa allar klær úti til koma list sinni á fram­færi.

Mik­il­vægt að ráða ferð­inni



„Það segir sig sjálft að stór og mik­il­vægur partur af sköp­un­ar­ferl­inu er að ráða ferð­inni. Sköp­un­ar­kraft­ur­inn þrífst einna best þegar lista­menn standa sjálfir við stjórn­völ­inn,“ segir Freyja Eilíf og bætir síðan við:  „Í Ekkisens gefst okkur tæki­færi til að elta sköp­un­ar­kraft­inn í einu og öllu. T.d. með því að taka skyndi­á­kvarð­anir og þróa verk allt fram að opn­un. Það er svo margt við hinn almenna list­heim sem er heft­andi. Svo er það nátt­úru­lega ekk­ert laun­ung­ar­mál að mynd­list stjórn­ast líka af pen­ingum og fylgir tísku­bylgjum eins og hver önnur neyslu­drottn­ing.“

Guð­rún Heiður tekur undir þetta og segir að ef lista­menn fylgi við­ur­kenndum stefnum þá eiga þeir meiri mögu­leika á því að fá að vera memm á meðan þeir sem vinna með póli­tískar skír­skot­anir og „and­list“ í list­sköpun sinni eigi á hættu að vera „stig­mat­iserað­ir“ og læstir ofan í  kjall­ar­anum ævi­langt. „Við höldum bara partí í kjall­ar­an­um,“ segir Anton Logi Ólafs­son og bros­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None