Hvað ef fasteignaverð væri alls staðar hið sama?

Þrátt fyrir að fasteignaverð í stærri byggðarlögum landsins yrði allt í einu alls staðar hið sama myndu flestir kjósa sér búsetu þar sem þeir búa í dag, samkvæmt nýlega birtum niðurstöðum frá Byggðastofnun.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Ef fast­eigna­verð á Íslandi væri alls staðar hið sama myndu flestir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og stærri þétt­býl­is­staða á Íslandi þó áfram vilja búa í sama hverfi eða byggð­ar­lagi og þeir eru búsettir í dag.

Þetta er á meðal þess sem lesa má í um í nýút­gef­inni skýrslu Byggða­stofn­unar um búsetu­á­form lands­manna, sem byggir á nið­ur­stöðum könn­unar sem Mask­ína sá um að fram­kvæma á meðal íbúa stærri þétt­býl­iskjarna á Íslandi undir lok síð­asta árs.

Þannig vildu sam­tals 85 pró­sent þeirra sem búa vestan Elliðaár í Reykja­vík ýmist búa í mið­borg­inni eða öðrum hverfum nálægt mið­bæn­um, 65 pró­sent þeirra sem í dag búa austan Elliðaár í Reykja­vík segj­ast vilja búa í úthverfi Reykja­víkur og 72 pró­sent þeirra sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur, Krag­an­um, segja að þar vilji þeir helst vera, þrátt fyrir að fast­eigna­verðið væri hið sama í öllum þessum mis­mun­andi hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Mynd: Úr skýrslu Byggðastofnunar

Heima­kærir Akur­eyr­ingar

Fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið voru þeir svar­endur könn­un­ar­innar á Akur­eyri allra lík­leg­astir til að vilja helst áfram búa í sínum bæ, en 83 pró­sent þeirra sögð­ust vilja búa áfram á Akur­eyri þrátt fyrir að fast­eigna­verðið yrði all­staðar á land­inu hið sama. Það sögðu einnig 78 pró­sent svar­enda á Akra­nesi og 75 pró­sent íbúa á bæði Sel­fossi og Húsa­vík.

Þetta hlut­fall var 65 pró­sent eða hærra í öllum þeim byggð­ar­lögum sem voru með í könn­un­inni, nema Vogum í Vatns­leysu­strönd.

Ef fast­eigna­verð væri hið sama alls staðar sögð­ust ein­ungis 56 pró­sent svar­enda þar kjósa sér að búa áfram í Vog­um. Ríkur vilji mæld­ist þar til flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­ið, og þá sér­stak­lega til nágranna­sveit­ar­fé­laga Reykja­vík­ur, en í þeim væri kjör­bú­seta 25 pró­sent svar­enda í Vog­um.

Auglýsing

Heilt yfir var yfir­gnæf­andi meiri­hluti svar­enda í könn­unni, sem yfir 9.000 manns svör­uðu undir lok síð­asta árs, ánægður með búsetu sína. Ein­ungis tæp­lega 5 pró­sent sögð­ust óánægð með búsetu sína. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum voru íbúar á og við höf­uð­borg­ar­svæðið ólík­legri til að flytj­ast búferlum en þeir sem búa á þétt­býl­is­stöðum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Atvinnu­tæki­færi og sýn á fram­tíð­ina afger­andi þáttur

Á meðal ann­arra nið­ur­staðna í rann­sókn Byggða­stofn­un­ar, sem unnin var í sam­starfi við Háskól­ann á Akur­eyri, er að atvinnu­tæki­færi vega þungt þegar kemur að við­horfi ein­stak­linga til búferla­flutn­inga. Aukin atvinnu­tæki­færi draga þannig úr hættu á brott­flutn­ingi íbúa og þar af leið­andi fólks­fækk­un. Þá skiptir aðgengi að mennt­un, menn­ingu, afþr­ey­ingu, þjón­ustu og nálægð við fjöl­skyldu og vini einnig máli.

Fram kemur í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar að mat svar­enda á lík­legri þróun lífs­kjara í byggða­kjarn­anum á næstu árum hafi sterk­ari tengsl við búsetu­á­form en mat þeirra á þróun síð­ustu ára. Fram­tíð­ar­sýn svar­enda er sam­ofin búferla­hug­leið­ingum og þeir sem eru sáttir við búsetu sína í dag og telja lífs­kjör sín verða betri í náinni fram­tíð ætla ekki að flytja á næstu árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent