Hækkun íbúðaverðs hefur verið áþekk þróun tekna og var hlutfall íbúðaverðs og tekna nærri langtímameðaltali sínu í fyrra ólíkt því sem er í mörgum OECD-ríkjum þar sem þetta hlutfall er nú víða hærra en langtímameðaltalið. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands.
Íbúðaverð var jafnvel í lægra lagi ef miðað er við meðalbyggingarkostnað algengra tegunda íbúðarhúsnæðis á fermetra á fyrsta fjórðungi ársins, að því er fram kemur í Peningamálum, og er vitnað til upplýsinga frá ráðgjafarfyrirtækinu Hannarr ehf. Munar þar um fimm og hálfu prósenti.
Hér má sjá hvernig hlutfall húsnæðisverðs og tekna er í OECD löndum, en upplýsingarnar eru fengnar úr göngum Seðlabanka Íslands sem birt voru samhliða útgáfu Peningamála í dag.