Sænski húsgagnarisinn IKEA var með 35,9 milljarða evra, eða tæplega 5.000 milljarða króna, í tekjur á síðasta fjárhagsári sínu sem lauk 31. ágúst. Þetta kemur fram í uppgjör ársins sem opinberað var í dag, en tekjur jukust um 11,2 prósent milli ára.
Munar mest um magnaðar móttökur sem verslanir IKEA hafa fengið í Kína og víðar í Asíu, en vöxturinn milli ára er nær allur á Kínamarkaði.
IKEA hefur sótt verulega í sig veðrið á mörkuðum sem nú eru í nokkurri niðursveiflu, meðal annars í Rússlandi og Brasilíu, en svo virðist sem fólk sæki í vörur fyrirtækisins, fremur en aðrar, þegar þrengja tekur að fjárhagnum enda er lágt vöruverð og sjálfsafgreiðsla við samsetningu aðalsmerki þessa stærsta smásöluaðila húsgagna á heimsvísu.
Heildarvelta IKEA á ári, samsvarar um 2,5 sinnum árlegri landsframleiðslu Íslands, en hún var tæplega tvö þúsund milljarðar í fyrra.
IKEA full-year sales - $35.79 billion - rise 11.2% on China boost http://t.co/HJFJshuEQT
— Gary Lewis (@slidemongoose) September 10, 2015