Heldur fjölgun innflytjenda því áfram, en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8,0 prósent mannfjöldans uppí 8,9 prósent.
Annarri kynslóð innflytjenda fjölgaði einnig á milli ára, voru 3.534 í fyrra en 3.846 nú. „Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda tíu prósent af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,5 prósent mannfjöldans í fyrra en 6,6 prósent nú,“ segir í umfjöllun Hagstofu Íslands.
Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent.