Íslendingar eru samvinnuþýðari en aðrir

14503018582_453513d022_z.jpg
Auglýsing

Íslenskir stúd­entar eru sam­vinnu­þýð­ari en banda­rískir stúd­entar og leggja sig harðar fram við að halda hópa­vinnu gang­andi. Ýmsir félags­þættir benda til að Íslend­ingar sam­svari sig almennt betur í hópi fólks og séu það sem kallað er á ensku group minded á kostnað ein­stak­lings­hyggju.

Dr. Anna Gunnþórsdóttir. Dr. Anna Gunn­þórs­dótt­ir.

Þetta sýna nið­ur­stöður rann­sóknar sem Dr. Anna Gunn­þórs­dóttir hefur unnið að ásamt Pálm­ari Þor­steins­syni, meist­ara­nema við Háskóla Íslands. Anna er pró­fessor við hag­fræði­deild Vín­ar­há­skóla og hennar sér­svið er leikja­fræði og til­raunir í hag­fræði. Fyrr í apr­íl­mán­uði hélt hún erindi um rann­sókn­ina í Háskóla Íslands, en hún kennir þar nám­skeið í atferl­is­fjár­málum á vor­önn.

Auglýsing

Óvæntar nið­ur­stöður

„Þessar nið­ur­stöð­ur, að Íslend­ingar eru sam­vinnu­þýð­ari en aðrar þjóð­ir, koma í raun til sem nokk­urs konar hlið­ar­-­af­urð ann­arrar rann­sóknar sem ég vinn að um svo­kallað töfra-­jafn­væg­i,“ segir Anna. Til þess að sann­reyna nið­ur­stöð­urnar sem sýndu sam­vinnu­vilja Íslend­inga þá end­ur­tók Anna til­raun­ina meðal banda­rískra stúd­enta og síðan aftur meðal íslenskra stúd­enta. Allar nið­ur­stöð­urnar studdu það sem áður hafði komið í ljós: Íslend­ingar eru sam­vinnu­þýð­ari.Til­raunin sjálf byggir á kenn­ing­unni um „vanda­mál fang­ans“ sem það er þekkt kenn­ing innan leikja­fræð­innar. Hún lýsir því hvernig ein­stak­lingar geta valið milli þess að vinna saman eða svíkja hvorn ann­an. Best er fyrir ein­stak­ling­ana að vinna saman en þeir hafa þó báðir hvata til þess að svíkja sam­komu­lag um sam­vinnu.„Í til­raun okkar fá stúd­entar ákveðna pen­inga­upp­hæð sem þeir geta ýmist lagt inn á ein­stak­lings-­reikn­ing eða hópa-­reikn­ing. Ef allir leggja inn á hópa­reikn­ing­inn þá græða allir en ein­stak­ling­inn er engu að síður betur settur ef aðrir leggja inn á hópa­reikn­ing, en hann ekki. Þetta er líkt því og þegar hópur nem­enda vinnur saman að rit­gerð. Allir vilja fá sem hæsta ein­kunn og nem­end­urnir fá allir sömu ein­kunn, en ein­hver í hópnum getur séð hag sinn í að leggja ekki sitt af mörkum og læra til dæmis í stað­inn fyrir loka­prófið í áfang­an­um,“ útskýrir Anna. Nem­and­inn fengi þá sama ábata og hin­ir, án þess þó að hafa neitt fyrir því.

Sam­hyggjan sterk

Þetta leiðir til þess að hópa­vinna lið­ast í sundur á end­anum og nær jafn­vægi við ein­stak­lings­hyggju. En rann­sóknin sýndi að Íslend­ingar leggja sig meira fram við hópa­vinnu og hún gengur lengur en hjá banda­rískum stúd­ent­um. „Fyrir ein­stak­ling­inn er það rök­rétt í þessum leik að hugsa um sjálfan sig og því mætti segja að Íslend­ingar séu órök­rétt­ari en banda­rísku nem­end­urn­ir. En heilt yfir er þessi leitni til hópa­vinnu talin jákvæð.“Spurð um ástæður þess­arar hegð­unar Íslend­inga segir Anna að hún hafi leitað skýr­inga og rann­sakað hvort þær eigi við.  Hún nefnir meðal ann­ars sam­fé­lags­kenn­ingu Hof­stede sem nái þó ekki að skýra þennan hegð­un­ar­mun nægi­lega. „Önnur sam­fé­lags­kenn­ing virð­ist fanga þetta bet­ur. Kenn­ingin mælir hvernig lög og reglur hafa áhrif á sam­fé­lög og hvort innan þeirra ríki ein­stak­lings­hyggja eða sam­hyggja. Margir þættir benda til að sam­hyggja sé ríkj­andi meðal Íslend­inga. Rann­sóknir hafa sýnt fram á að svo sé raunin á Norð­ur­lönd­unum öll­um, en er jafn­vel enn rík­ari á Ísland­i.“ferd-til-fjar_bordi

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None