Úrskurður kærunefndar í máli Hussein felldur úr gildi

Hussein Hussein, íraskur hælisleitandi, og fjölskyldahans komu aftur til Íslands um helgina. Héraðsdómur felldi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli hans úr gildi.

Lögreglumenn tóku Hussein Hussien úr hjólastólnum og báru hann inn í bíl. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu var ekki heimilt að vísa honum úr landi.
Lögreglumenn tóku Hussein Hussien úr hjólastólnum og báru hann inn í bíl. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu var ekki heimilt að vísa honum úr landi.
Auglýsing



Úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála frá 3. febr­úar 2022, þess efnis ad hafna kröfu Hussein Hussein, fatl­aðs flótta­manns frá Írak, um end­ur­upp­töku máls hans, var í dag felldur úr gildí í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Í kjöl­farið var kveð­inn upp dómur í máli móður Hussein, Maysoon Al Saedi, systra hans Zahraa og Yasameen og bróður hans Sajjad. Þar var nið­ur­staðan sú sama.

Auglýsing

„Þetta er ótrú­lega mik­ill léttir af því að það er alveg ljóst að í Grikk­landi beið þeirra engin fram­tíð, ekki neitt. Þeirra vegna er þetta mik­ill létt­ir,“ segir Claudia Wil­son, lög­maður fjöl­skyld­unn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Fjöl­skyldan kom aftur til Íslands um helg­ina og mun Claudia hitta Hussein, móður hans, bróður og systur síðar í dag til að fara yfir næstu skref.

Með nið­ur­stöðu dóms­ins fellur úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála úr gildi. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að Útlend­inga­stofnun muni una nið­ur­stöð­unni eða áfrýja. Ef nið­ur­stöð­unni verður ekki áfrýjað verður mál þeirra tekið til efn­is­legrar með­ferð­ar.

Sam­kvæmt Claudiu eru for­sendur dómanna þær að íslenska rík­inu hafi verið óheim­ilt að kenna fjöl­skyld­unum um að hafa valdið töfum á flutn­ingi þeirra frá Íslandi. Málið hefur mikið for­dæm­is­gildi fyrir önnur sam­bæri­leg mál þar sem íslenska ríkið hefur kennt umsækj­endum um töf á flutn­ingi þeirra frá Íslandi.

„For­sendur dómanna er sú að umbjóð­endur mínir báru ekki ábyrgð á töfum í máli þeirra, ann­ars vegar þar sem ósannað var að þau hafi stuðlað að töfum og jafn­vel þó fall­ist hefði verið á slíkt hafi þær tafir hins vegar verið óveru­leg­ar, þar sem stjórn­vald hafi þegar tafið mál þeirra sjálf í 11 mán­uði og 16 daga,“ segir Claudia.

Claudia segir jafn­framt að „það er alveg ljóst að dóm­ur­inn tekur af skarið um langvar­andi og var­huga­verða fram­kvæmd hjá íslenskum stjórn­völdum að halda fólki hér lengi í óvissu og mæta síðan til þeirra, jafn­vel degi fyrir lok 12 mán­aða tíma­frests­ins til þess eins að geta svo kennt þeim um tafir“.

Fram­kvæmd brott­vís­un­ar­innar gagn­rýnd harð­lega

Þann 3. nóv­­em­ber var fimmtán mann­eskjum í leit að vernd vísað frá land­inu og flogið í fylgd 41 lög­­­reglu­­manns, í leiguflug­­vél á vegum stjórn­­­valda, frá Kefla­vík­­­ur­flug­velli til Aþenu í Grikk­landi. Hóp­­ur­inn sam­an­stóð af ell­efu körlum og fjórum kon­um, fólki sem flúði upp­­runa­­lega Afganistan, Írak, Palest­ínu eða Sýr­land. Hussein og fjöl­skyldan hans voru þeirra á með­al.

Til stóð að vísa 28 manns úr landi en þrettán fund­ust ekki. Hluti hóps­ins beið nið­ur­stöðu kæru­nefndar útlend­inga­mála og hér­aðs­dóms, þar á meðal Hussein og fjöl­skylda.

Claudia lýsti yfir áhyggjum þegar ljóst var í hvað stefndi. Fjöl­skyldan hafði dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Hussein notar hjóla­stól og hefur fjöldi félaga­­sam­­taka for­­dæmt fram­­göngu lög­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­reglu­bíl. Þá biðu lög­reglu­menn systra hans, sem stund­uðu nám í Fjöl­brauta­skól­anum í Ármúla, að loknum skóla­degi og bróðir þeirra, Sajjad, var hand­járn­aður og færður á lög­reglu­stöð, áður en fjöl­skyldan var svo flutt til Grikk­lands um nótt­ina þar sem fjöl­skyldan hefur hvorki gild dval­ar­leyfi né dval­ar­stað.

Aðal­með­ferð í máli Hussein hófst 18. nóv­em­ber og um tíma leit út fyrir að Hussein kæmi til Íslands til að vera við­staddur rétt­ar­höld­in. Dóm­ari fól rík­is­lög­manni við þing­hald máls­ins að kanna hvort ríkið vildi flytja Hussein aftur til Íslands svo hann gæti gefið skýrslu fyrir dómi. Úr því varð ekki en Hussein bar vitni með fjar­fund­ar­bún­aði.

Ríkur vilji til að læra af ferl­inu í máli Hussein

Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi, það er þegar fötl­uðum manni er vísað úr landi, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra Katrín sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV um miðjan nóv­em­ber að „ríkur vilji til þess hvað varðar fram­kvæmd­ina að læra af þessu ferli.“

Í kjöl­far brott­vís­un­ar­innar var ákveðið að ráð­herra­nefnd um flótta­manna­mál og full­trúar lög­reglu, Útlend­inga­stofn­un­ar, Þroska­hjálpar og Öryrkja­banda­lags­ins myndu hitt­ast til að ræða frekar stöðu fatl­aðs fólks á flótta og skuld­bind­ingar er varða fatlað fólk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent