Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins í Noregi, er ekki aðeins einn virtasti stjórnmálamaður Noregs heldur er hann einnig vellauðugur en fjölskyldan hans, Støre-fjölskyldan, rekur fjárfestingafélagið Femstø.
Árið 2013 átti það hlutabréf fyrir 10 milljónir norskra króna, eða sem nemur ríflega 160 milljónum króna. Á árinu 2014 fjárfesti það enn meira í hlutabréfum og nam hlutafjáreignin meira en þrefaldri upphæð, 38 milljónum norskra króna, eða ríflega 600 milljónum. Þá námu innlán félagsins um tveimur milljónum norskra króna, eða um 32 milljónum króna, að því er fram kemur á vef norska viðskiptafréttamiðilsins Dagens Næringsliv í dag.
Jonas Gahr á sjálfur 76 prósent hlut í félaginu en synir hans þrír, Magnus, Vetle og Ola Gullik eiga tæplega fjórðungshlut í sameiningu.
Jonas Gahr var utanríkisráðherra Noregs á árunum 2005 til 2012 og heilbrigðisráðherra á árunum 2012 og 2013. Þá var hann framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á árunum 1998 til 2000, og hefur árum saman verið einn nánast bandamaður Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.
Fjölskylduauð Støre-fjölskyldunnar má rekja til föður Jonasar, hin níræða Ulf Jonas Støre, en hann byggði upp starfsemi skipaþjónustu í Noregi og keypti og seldi skip til skipafélaga í Norður-Evrópu.
Jonas Gahr Støre @jonasgahrstore går tungt inn i aksjer. http://t.co/5vgcMTFubj
— DN.no (@DN_no) September 22, 2015