Kári: Engin nútíma læknisfræði án svona tækis

kari_2_0.jpg
Auglýsing

Þetta er til­tölu­lega ný til­kom­ið, sagði Kári Stef­áns­son þegar Kjarn­inn náði tali af honum síð­degis í dag en Íslensk erfða­grein­ing, fyr­ir­tækið sem Kári veitir for­stöðu, færði íslenska rík­inu jáeindaskanna að gjöf en slíkt tæki kostar um 800 millj­ónir króna. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, heil­brigð­is­ráð­herra, veitti gjöf­inni við­töku í húsa­kynnum Íslenskrar erfða­grein­ingar í Vatns­mýri klukkan 15.

„Það hefur staðið til í þrjár vik­ur. Ég hef verið að velta fyrir mér mögu­leik­anum á að afla fjár fyrir svona tæki en þessi nálgun sem við höfðum er ekki göm­ul,“ sagði Kári þegar hann var spurður hversu lengi þetta hafi staðið til.

Kári segir ástæðu gjaf­ar­innar vera aug­ljósa enda sé mikil þörf fyrir svona skanna á Íslandi. Það sé orðið sér­stak­lega mik­il­vægt í aðhlynn­ingu krabba­meins­sjúkra, það sé til dæmis notað til að ganga úr skugga um að krabba­meins­með­ferð hafi gengið að ósk­um. „Það er varla hægt að halda því fram að við séum með nútíma lækn­is­fræði í gangi án þess að hafa svona skanna,“ segir hann.

Auglýsing

Íslensk erfða­grein­ing hefur lengi verið fram­ar­lega í rann­sóknum á afgengum sjúk­dómum á borð við Alzheimer­s-­sjúk­dóm­inn. Kári segir tækið mjög mik­il­vægt við grein­ingu á þeim sjúk­dómi og að það sé „raun­veru­lega óásætt­an­legt að vera ekki með svona apparat í land­inu og erfitt að skilja hvers vegna menn hafa for­gangs­raðað þannig að það sé ekki nú þegar kom­ið.“

NETHERLANDS SCIENCE SCANNER Skann­inn nýt­ist til marg­vís­legra rann­sókna, í grein­ingu sjúk­dóma og eft­ir­fylgni með­ferða. (Mynd: EPA)

 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur tækið ekki verið pantað og þess vegna erfitt að áætla raun­hæfa tíma­setn­ingu þess að jáeindas­kann­inn verði settur í gang. „Ég reikna með því að þetta tæki verði sett inn á rík­is­stofnun og þær hreyfa sig jafnan hægar en aðrar stofn­anir í sam­fé­lag­inu þannig að ég get ekki spáð fyrir um hversu langan tíma það tek­ur,“ segir Kári. „Ég vona að það verði sem allra fyrst.“

Eins og stendur er hús­næði Lands­spít­al­ans, þar sem Kári telur að tækið muni vera hýst, ekki und­ir­búið fyrir svo stórt tæki en með fjár­upp­hæð­inni sem Íslensk erfða­grein­ing veitti er pen­ingur eyrna­merktur aðlögun hús­næðis fyrir svona skanna. Kári segir að ekki þurfi að ráð­ast í nýbygg­ingar en tölu­verðrar aðlög­unar sé þörf.

Nýt­ist til rann­sókna eins og önnur tæki spít­al­ans„Það gleym­ist stundum í öllu þessu að lækn­is­fræðin byggir alger­lega, alfarið og ein­göngu á nið­ur­stöðum úr rann­sóknum af þeirri gerð sem við erum að fást við,“ segir Kári og ítrekar að allar nið­ur­stöður sem koma úr rann­sóknum með svona skanna séu nið­ur­stöður sem nýta má til lækn­is­fræði­rann­sókna.

„Og ég vona að þessi skanni, eins og öll önnur tæki inni á Land­spít­al­an­um, búi til nið­ur­stöður sem hægt verður að nýta af okkur og öðrum til að vinna rann­sókn­ir. Ég reikna fast­lega með því að þessi skanni komi til með að leggja fram gögn til lækn­is­fræði­rann­sókna eins og öll önnur tæki Lands­spít­al­ans,“ segir Kári.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None