Kári: Engin nútíma læknisfræði án svona tækis

kari_2_0.jpg
Auglýsing

Þetta er til­tölu­lega ný til­kom­ið, sagði Kári Stef­áns­son þegar Kjarn­inn náði tali af honum síð­degis í dag en Íslensk erfða­grein­ing, fyr­ir­tækið sem Kári veitir for­stöðu, færði íslenska rík­inu jáeindaskanna að gjöf en slíkt tæki kostar um 800 millj­ónir króna. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, heil­brigð­is­ráð­herra, veitti gjöf­inni við­töku í húsa­kynnum Íslenskrar erfða­grein­ingar í Vatns­mýri klukkan 15.

„Það hefur staðið til í þrjár vik­ur. Ég hef verið að velta fyrir mér mögu­leik­anum á að afla fjár fyrir svona tæki en þessi nálgun sem við höfðum er ekki göm­ul,“ sagði Kári þegar hann var spurður hversu lengi þetta hafi staðið til.

Kári segir ástæðu gjaf­ar­innar vera aug­ljósa enda sé mikil þörf fyrir svona skanna á Íslandi. Það sé orðið sér­stak­lega mik­il­vægt í aðhlynn­ingu krabba­meins­sjúkra, það sé til dæmis notað til að ganga úr skugga um að krabba­meins­með­ferð hafi gengið að ósk­um. „Það er varla hægt að halda því fram að við séum með nútíma lækn­is­fræði í gangi án þess að hafa svona skanna,“ segir hann.

Auglýsing

Íslensk erfða­grein­ing hefur lengi verið fram­ar­lega í rann­sóknum á afgengum sjúk­dómum á borð við Alzheimer­s-­sjúk­dóm­inn. Kári segir tækið mjög mik­il­vægt við grein­ingu á þeim sjúk­dómi og að það sé „raun­veru­lega óásætt­an­legt að vera ekki með svona apparat í land­inu og erfitt að skilja hvers vegna menn hafa for­gangs­raðað þannig að það sé ekki nú þegar kom­ið.“

NETHERLANDS SCIENCE SCANNER Skann­inn nýt­ist til marg­vís­legra rann­sókna, í grein­ingu sjúk­dóma og eft­ir­fylgni með­ferða. (Mynd: EPA)

 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur tækið ekki verið pantað og þess vegna erfitt að áætla raun­hæfa tíma­setn­ingu þess að jáeindas­kann­inn verði settur í gang. „Ég reikna með því að þetta tæki verði sett inn á rík­is­stofnun og þær hreyfa sig jafnan hægar en aðrar stofn­anir í sam­fé­lag­inu þannig að ég get ekki spáð fyrir um hversu langan tíma það tek­ur,“ segir Kári. „Ég vona að það verði sem allra fyrst.“

Eins og stendur er hús­næði Lands­spít­al­ans, þar sem Kári telur að tækið muni vera hýst, ekki und­ir­búið fyrir svo stórt tæki en með fjár­upp­hæð­inni sem Íslensk erfða­grein­ing veitti er pen­ingur eyrna­merktur aðlögun hús­næðis fyrir svona skanna. Kári segir að ekki þurfi að ráð­ast í nýbygg­ingar en tölu­verðrar aðlög­unar sé þörf.

Nýt­ist til rann­sókna eins og önnur tæki spít­al­ans„Það gleym­ist stundum í öllu þessu að lækn­is­fræðin byggir alger­lega, alfarið og ein­göngu á nið­ur­stöðum úr rann­sóknum af þeirri gerð sem við erum að fást við,“ segir Kári og ítrekar að allar nið­ur­stöður sem koma úr rann­sóknum með svona skanna séu nið­ur­stöður sem nýta má til lækn­is­fræði­rann­sókna.

„Og ég vona að þessi skanni, eins og öll önnur tæki inni á Land­spít­al­an­um, búi til nið­ur­stöður sem hægt verður að nýta af okkur og öðrum til að vinna rann­sókn­ir. Ég reikna fast­lega með því að þessi skanni komi til með að leggja fram gögn til lækn­is­fræði­rann­sókna eins og öll önnur tæki Lands­spít­al­ans,“ segir Kári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None