Kári: Engin nútíma læknisfræði án svona tækis

kari_2_0.jpg
Auglýsing

Þetta er til­tölu­lega ný til­kom­ið, sagði Kári Stef­áns­son þegar Kjarn­inn náði tali af honum síð­degis í dag en Íslensk erfða­grein­ing, fyr­ir­tækið sem Kári veitir for­stöðu, færði íslenska rík­inu jáeindaskanna að gjöf en slíkt tæki kostar um 800 millj­ónir króna. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, heil­brigð­is­ráð­herra, veitti gjöf­inni við­töku í húsa­kynnum Íslenskrar erfða­grein­ingar í Vatns­mýri klukkan 15.

„Það hefur staðið til í þrjár vik­ur. Ég hef verið að velta fyrir mér mögu­leik­anum á að afla fjár fyrir svona tæki en þessi nálgun sem við höfðum er ekki göm­ul,“ sagði Kári þegar hann var spurður hversu lengi þetta hafi staðið til.

Kári segir ástæðu gjaf­ar­innar vera aug­ljósa enda sé mikil þörf fyrir svona skanna á Íslandi. Það sé orðið sér­stak­lega mik­il­vægt í aðhlynn­ingu krabba­meins­sjúkra, það sé til dæmis notað til að ganga úr skugga um að krabba­meins­með­ferð hafi gengið að ósk­um. „Það er varla hægt að halda því fram að við séum með nútíma lækn­is­fræði í gangi án þess að hafa svona skanna,“ segir hann.

Auglýsing

Íslensk erfða­grein­ing hefur lengi verið fram­ar­lega í rann­sóknum á afgengum sjúk­dómum á borð við Alzheimer­s-­sjúk­dóm­inn. Kári segir tækið mjög mik­il­vægt við grein­ingu á þeim sjúk­dómi og að það sé „raun­veru­lega óásætt­an­legt að vera ekki með svona apparat í land­inu og erfitt að skilja hvers vegna menn hafa for­gangs­raðað þannig að það sé ekki nú þegar kom­ið.“

NETHERLANDS SCIENCE SCANNER Skann­inn nýt­ist til marg­vís­legra rann­sókna, í grein­ingu sjúk­dóma og eft­ir­fylgni með­ferða. (Mynd: EPA)

 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur tækið ekki verið pantað og þess vegna erfitt að áætla raun­hæfa tíma­setn­ingu þess að jáeindas­kann­inn verði settur í gang. „Ég reikna með því að þetta tæki verði sett inn á rík­is­stofnun og þær hreyfa sig jafnan hægar en aðrar stofn­anir í sam­fé­lag­inu þannig að ég get ekki spáð fyrir um hversu langan tíma það tek­ur,“ segir Kári. „Ég vona að það verði sem allra fyrst.“

Eins og stendur er hús­næði Lands­spít­al­ans, þar sem Kári telur að tækið muni vera hýst, ekki und­ir­búið fyrir svo stórt tæki en með fjár­upp­hæð­inni sem Íslensk erfða­grein­ing veitti er pen­ingur eyrna­merktur aðlögun hús­næðis fyrir svona skanna. Kári segir að ekki þurfi að ráð­ast í nýbygg­ingar en tölu­verðrar aðlög­unar sé þörf.

Nýt­ist til rann­sókna eins og önnur tæki spít­al­ans„Það gleym­ist stundum í öllu þessu að lækn­is­fræðin byggir alger­lega, alfarið og ein­göngu á nið­ur­stöðum úr rann­sóknum af þeirri gerð sem við erum að fást við,“ segir Kári og ítrekar að allar nið­ur­stöður sem koma úr rann­sóknum með svona skanna séu nið­ur­stöður sem nýta má til lækn­is­fræði­rann­sókna.

„Og ég vona að þessi skanni, eins og öll önnur tæki inni á Land­spít­al­an­um, búi til nið­ur­stöður sem hægt verður að nýta af okkur og öðrum til að vinna rann­sókn­ir. Ég reikna fast­lega með því að þessi skanni komi til með að leggja fram gögn til lækn­is­fræði­rann­sókna eins og öll önnur tæki Lands­spít­al­ans,“ segir Kári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None