Karolina Fund: Fatalína innblásin af listrænt þenkjandi hlaupahóp

ff12185fca039580bc71636650e8c487.png
Auglýsing

Petra Bender er textíl- og graf­ískur hönn­uð­ur. Hún er að vinna að fjár­mögnun fata­lín­unnar WERQ á Karol­ina Fund. Kjarn­inn tók hana tali og for­vitn­að­ist um verk­efn­ið.

https://vi­meo.com/129230981

Hefur alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fal­lega hluti



 Er ein­hver hug­mynda­fræði sem liggur að baki WERQ?

"Eftir að hafa klárað nám í Lista­há­skól­anum í graf­ískri hönn­un, hafði ég þörf fyrir að sjá hönn­un­ina mína á meira heldur en papp­ír. Ég hafði alltaf mik­inn áhuga á fötum og fann sterkt að það myndi vera næsta skref hjá mér. 672910a17cb003668dfc93bfc2584c6d

Auglýsing

Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fal­lega hluti. Þegar ég bjó í London, og var í fram­halds­námi í Central Saint Mart­ins í Master í textíl, lifði ég mun hrað­ari lífstíl heldur en hér heima á klak­an­um. Þar átti ég ekki pen­ing fyrir íþrótta­korti þannig að ég byrj­aðu að hlaupa mér til heilsu­bótar í görð­un­um  í London. Ég heyrði af hlaupa­hópnum RunDemCrew sem hljóp viku­lega frá Nike búð­inni 1948 sem er í Shor­editch. Í þessum hlaupa­hóp er mikið af list­rænt þenkj­andi fólki og var þetta miklu meira spurn­ing um félags­skap­inn heldur en hlaupin sjálf, alla­vega fyrir mig.

Með þessum hóp ferð­að­ist ég til New York, Amster­dam, Kaup­manna­hafn­ar, Berlínar og Par­ís­ar. Við hittum þar aðra Nike hlaupa­hópa þar sem við end­uðum oft í hlaupa­gall­anum á kaffi­húsi eða djamm­inu. Þar kvikn­aði upp hug­myndin mín um WERQ by Petra Bend­er.

Mér fannst vanta fatnað sem mér líður alltaf vel í og væri þægi­legur og mér liður vel í all­stað­ar­. WERQ er hugsuð sem hágæða fata­lína inn­blásin af virkum lífs­stíl. Fatn­aður fyrir hreyf­ingu hvort sem á íþrótta­velli, í hver­dags­líf­inu eða á skemmt­ana­líf­in­u."

44db74579c83e03d6f4782fd8e9fffa4

Hefur alltaf verið litaglöð



Eru ein­hverjir litir eða línur áber­andi í fata­lín­unni WERQ?

 

"Eins og er þá er ég að hugsa um bjarta liti, þar sem ég hef alltaf verið litaglöð. Svo langar mig að leggja áheyrslu á munstur­gerð, textíl og áferð­ina á föt­un­um. Ég fæ mik­inn inn­blástur fyrir litapæl­ing­arnar mínar úr nátt­úr­unni og umhverf­inu. Plöntum og blómum úr mis­mun­andi árs­tíð­um. Einnig hefur alls­konar arkítekt­úr, form og litir þeirra í miklu upp­á­haldi í bland við alls­konar götu­list eins og graffít­i. Svo sanka ég líka að mér blöð­um, frekar gömlum heldur en nýj­u­m. Aðal áherslu­litur fyrstu lín­urnar minnar verður hvítur með ýmsum lita­sam­setn­ing­um."

Hvaðan sæk­irðu inn­blást­ur?

 

"Ég sæki mest inn­blást­ur­inn minn á ferð og flugi um stór­borgir þar sem er mikið hægt að taka inn bæði úr mann­lífi göt­unnar eða út hljóð­látu umhverfi í nátt­úru Íslands. Það er svo mis­mun­andi hvaðan ég verð fyr­ir­ á­hrifum að hönn­un­inni. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum hlut­um.

 

Ég held líka að það sé alltaf smá fast 80' og 90' and­rúms­loft í mér frá hip hoppi RMB-­menn­ing­unni í bland við hipp­ann og ævin­týra­kon­una í mér. Þegar að ég var úti var ég lær­lingur og síðan freelance hönn­uður hjá hönn­un­ar­stof­unni Hótel Creati­ve. Aðal­kúnn­inn þeirra er Nike. Þar hjálp­aði ég mikið við hug­mynda­vinnu aðal hug­mynda­stjór­ans og eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins. Ég er mjög þakk­lát fyrir þá reynslu, þar sem ég lærði mikið varð­andi hönn­un­ar­ferlið sem ég mun alltaf búa að. Einnig vann ég fyrir fata­hönn­uði á borð við Peter Jen­sen og Fred Butler. Maður er samt alltaf að breyt­ast og veit aldrei hvað kemur næst. Línan mín verður hins veg­ar önnuð úr vönd­uðum þægi­legum efnum og ein­földum snið­u­m."

 

Verk­efnið er að finna hér. 

 

 

7b2f77bb7b1afb6700a9679fd49f7116

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None