Karolina Fund: Fatalína innblásin af listrænt þenkjandi hlaupahóp

ff12185fca039580bc71636650e8c487.png
Auglýsing

Petra Bender er textíl- og graf­ískur hönn­uð­ur. Hún er að vinna að fjár­mögnun fata­lín­unnar WERQ á Karol­ina Fund. Kjarn­inn tók hana tali og for­vitn­að­ist um verk­efn­ið.

https://vi­meo.com/129230981

Hefur alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fal­lega hluti Er ein­hver hug­mynda­fræði sem liggur að baki WERQ?

"Eftir að hafa klárað nám í Lista­há­skól­anum í graf­ískri hönn­un, hafði ég þörf fyrir að sjá hönn­un­ina mína á meira heldur en papp­ír. Ég hafði alltaf mik­inn áhuga á fötum og fann sterkt að það myndi vera næsta skref hjá mér. 672910a17cb003668dfc93bfc2584c6d

Auglýsing

Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fal­lega hluti. Þegar ég bjó í London, og var í fram­halds­námi í Central Saint Mart­ins í Master í textíl, lifði ég mun hrað­ari lífstíl heldur en hér heima á klak­an­um. Þar átti ég ekki pen­ing fyrir íþrótta­korti þannig að ég byrj­aðu að hlaupa mér til heilsu­bótar í görð­un­um  í London. Ég heyrði af hlaupa­hópnum RunDemCrew sem hljóp viku­lega frá Nike búð­inni 1948 sem er í Shor­editch. Í þessum hlaupa­hóp er mikið af list­rænt þenkj­andi fólki og var þetta miklu meira spurn­ing um félags­skap­inn heldur en hlaupin sjálf, alla­vega fyrir mig.

Með þessum hóp ferð­að­ist ég til New York, Amster­dam, Kaup­manna­hafn­ar, Berlínar og Par­ís­ar. Við hittum þar aðra Nike hlaupa­hópa þar sem við end­uðum oft í hlaupa­gall­anum á kaffi­húsi eða djamm­inu. Þar kvikn­aði upp hug­myndin mín um WERQ by Petra Bend­er.

Mér fannst vanta fatnað sem mér líður alltaf vel í og væri þægi­legur og mér liður vel í all­stað­ar­. WERQ er hugsuð sem hágæða fata­lína inn­blásin af virkum lífs­stíl. Fatn­aður fyrir hreyf­ingu hvort sem á íþrótta­velli, í hver­dags­líf­inu eða á skemmt­ana­líf­in­u."

44db74579c83e03d6f4782fd8e9fffa4

Hefur alltaf verið litaglöðEru ein­hverjir litir eða línur áber­andi í fata­lín­unni WERQ?

 

"Eins og er þá er ég að hugsa um bjarta liti, þar sem ég hef alltaf verið litaglöð. Svo langar mig að leggja áheyrslu á munstur­gerð, textíl og áferð­ina á föt­un­um. Ég fæ mik­inn inn­blástur fyrir litapæl­ing­arnar mínar úr nátt­úr­unni og umhverf­inu. Plöntum og blómum úr mis­mun­andi árs­tíð­um. Einnig hefur alls­konar arkítekt­úr, form og litir þeirra í miklu upp­á­haldi í bland við alls­konar götu­list eins og graffít­i. Svo sanka ég líka að mér blöð­um, frekar gömlum heldur en nýj­u­m. Aðal áherslu­litur fyrstu lín­urnar minnar verður hvítur með ýmsum lita­sam­setn­ing­um."

Hvaðan sæk­irðu inn­blást­ur?

 

"Ég sæki mest inn­blást­ur­inn minn á ferð og flugi um stór­borgir þar sem er mikið hægt að taka inn bæði úr mann­lífi göt­unnar eða út hljóð­látu umhverfi í nátt­úru Íslands. Það er svo mis­mun­andi hvaðan ég verð fyr­ir­ á­hrifum að hönn­un­inni. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum hlut­um.

 

Ég held líka að það sé alltaf smá fast 80' og 90' and­rúms­loft í mér frá hip hoppi RMB-­menn­ing­unni í bland við hipp­ann og ævin­týra­kon­una í mér. Þegar að ég var úti var ég lær­lingur og síðan freelance hönn­uður hjá hönn­un­ar­stof­unni Hótel Creati­ve. Aðal­kúnn­inn þeirra er Nike. Þar hjálp­aði ég mikið við hug­mynda­vinnu aðal hug­mynda­stjór­ans og eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins. Ég er mjög þakk­lát fyrir þá reynslu, þar sem ég lærði mikið varð­andi hönn­un­ar­ferlið sem ég mun alltaf búa að. Einnig vann ég fyrir fata­hönn­uði á borð við Peter Jen­sen og Fred Butler. Maður er samt alltaf að breyt­ast og veit aldrei hvað kemur næst. Línan mín verður hins veg­ar önnuð úr vönd­uðum þægi­legum efnum og ein­földum snið­u­m."

 

Verk­efnið er að finna hér. 

 

 

7b2f77bb7b1afb6700a9679fd49f7116

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None