Karolina Fund: Fatalína innblásin af listrænt þenkjandi hlaupahóp

ff12185fca039580bc71636650e8c487.png
Auglýsing

Petra Bender er textíl- og grafískur hönnuður. Hún er að vinna að fjármögnun fatalínunnar WERQ á Karolina Fund. Kjarninn tók hana tali og forvitnaðist um verkefnið.

https://vimeo.com/129230981

Hefur alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fallega hluti


 Er einhver hugmyndafræði sem liggur að baki WERQ?

"Eftir að hafa klárað nám í Listaháskólanum í grafískri hönnun, hafði ég þörf fyrir að sjá hönnunina mína á meira heldur en pappír. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á fötum og fann sterkt að það myndi vera næsta skref hjá mér. 672910a17cb003668dfc93bfc2584c6d

Auglýsing

Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir og fallega hluti. Þegar ég bjó í London, og var í framhaldsnámi í Central Saint Martins í Master í textíl, lifði ég mun hraðari lífstíl heldur en hér heima á klakanum. Þar átti ég ekki pening fyrir íþróttakorti þannig að ég byrjaðu að hlaupa mér til heilsubótar í görðunum  í London. Ég heyrði af hlaupahópnum RunDemCrew sem hljóp vikulega frá Nike búðinni 1948 sem er í Shoreditch. Í þessum hlaupahóp er mikið af listrænt þenkjandi fólki og var þetta miklu meira spurning um félagsskapinn heldur en hlaupin sjálf, allavega fyrir mig.

Með þessum hóp ferðaðist ég til New York, Amsterdam, Kaupmannahafnar, Berlínar og Parísar. Við hittum þar aðra Nike hlaupahópa þar sem við enduðum oft í hlaupagallanum á kaffihúsi eða djamminu. Þar kviknaði upp hugmyndin mín um WERQ by Petra Bender.

Mér fannst vanta fatnað sem mér líður alltaf vel í og væri þægilegur og mér liður vel í allstaðar. WERQ er hugsuð sem hágæða fatalína innblásin af virkum lífsstíl. Fatnaður fyrir hreyfingu hvort sem á íþróttavelli, í hverdagslífinu eða á skemmtanalífinu."

44db74579c83e03d6f4782fd8e9fffa4

Hefur alltaf verið litaglöð


Eru einhverjir litir eða línur áberandi í fatalínunni WERQ?

 

"Eins og er þá er ég að hugsa um bjarta liti, þar sem ég hef alltaf verið litaglöð. Svo langar mig að leggja áheyrslu á munsturgerð, textíl og áferðina á fötunum. Ég fæ mikinn innblástur fyrir litapælingarnar mínar úr náttúrunni og umhverfinu. Plöntum og blómum úr mismunandi árstíðum. Einnig hefur allskonar arkítektúr, form og litir þeirra í miklu uppáhaldi í bland við allskonar götulist eins og graffíti. Svo sanka ég líka að mér blöðum, frekar gömlum heldur en nýjum. Aðal áherslulitur fyrstu línurnar minnar verður hvítur með ýmsum litasamsetningum."

Hvaðan sækirðu innblástur?

 

"Ég sæki mest innblásturinn minn á ferð og flugi um stórborgir þar sem er mikið hægt að taka inn bæði úr mannlífi götunnar eða út hljóðlátu umhverfi í náttúru Íslands. Það er svo mismunandi hvaðan ég verð fyrir áhrifum að hönnuninni. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum hlutum.

 

Ég held líka að það sé alltaf smá fast 80' og 90' andrúmsloft í mér frá hip hoppi RMB-menningunni í bland við hippann og ævintýrakonuna í mér. Þegar að ég var úti var ég lærlingur og síðan freelance hönnuður hjá hönnunarstofunni Hótel Creative. Aðalkúnninn þeirra er Nike. Þar hjálpaði ég mikið við hugmyndavinnu aðal hugmyndastjórans og eiganda fyrirtækisins. Ég er mjög þakklát fyrir þá reynslu, þar sem ég lærði mikið varðandi hönnunarferlið sem ég mun alltaf búa að. Einnig vann ég fyrir fatahönnuði á borð við Peter Jensen og Fred Butler. Maður er samt alltaf að breytast og veit aldrei hvað kemur næst. Línan mín verður hins vegar önnuð úr vönduðum þægilegum efnum og einföldum sniðum."

 

Verkefnið er að finna hér. 

 

 

7b2f77bb7b1afb6700a9679fd49f7116

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None