Karolina Fund: Hrollvekjur eftir yngstu rithöfunda landsins

68d41515c9aa4e7ba9636555c98906eb.jpg
Auglýsing

Hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er er eftir nítján unga rithöfunda, svo unga að þeir eru í raun yngstu listamenn sem hafa leitað á náðir almennings í gegnum Karolina Fund. Með aðstoð ritstjóra, umbrotsmanns og sjö af færustu myndskreytum landsins ætla þeir að gefa út glæsilega og hrollvekjandi bók.

Við tókum Markús Már Efraím tali til þess að fræðast nánar um verkefnið.

Hvaðan kemur hugmyndin að því að fá börn til þess að skrifa hrollvekjur?

Auglýsing

„Það er í raun margþætt. Sjálfur er ég mjög hrifinn af hrollvekjum og þær eru stór partur af lífi mínu. Ég og eldri sonur minn, sem er á fjórða ári, skiptumst á að segja hvorum öðrum draugasögur og sækjum báðir i það sem er pínu drungalegt.

Rannsóknir sálfræðinga, mannfræðinga, lestrarkennara o.fl. sýna að börn hafa gott af hrollvekjum, sem henta þeirra aldri, og læra heilmikið af þeim. Þau fara út fyrir þægindarammann sinn, takast á við erfiðar tilfinningar, fá útrás, efla sjáfsöryggi og beisla jafnvel sinn eigin ótta. Mannskepnan hefur notað hrollvekjur í þessum tilgangi síðan hann byrjaði að búa til og segja sögur

En mikilvægast af öllu er að börnum þykja hrollvekjur og draugasögur spennandi. Þau sækja í þær og við sem fullorðinn erum eigum að virkja það sem börnum þykir spennandi, sérstaklega þegar kemur að lestri og ritun. Það er fátt sem hefur jafn neikvæð áhrif á læsi og lestraráhuga barna og að ætla að stýra því hvað þau mega lesa eða gera lítið úr þeirra vali á bókmenntum.“

Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund.

Hvað eru þetta margir aðilar sem koma að útgáfunni og hvernig gekk að fá krakkana til að vinna verkefnið með þér?

„Námskeiðin voru öll vel sótt, enda hrollvekjur spennandi í augum krakka eins og ég sagði. Ef ég hefði kynnt ritsmiðjur þar sem ég ætlaði að kenna ástarsögugerð þá hefðu þær öruggleg verið verr sóttar og sennilega líka þó við hefðum bara kynnt almenna sögugerð. Það voru þó ekki allir tilbúnir í þá skuldbindingu að mæta alltaf og skrifa eigin sögu. Á endanum voru þetta 19 rithöfundar á aldrinum 8-9 ára sem voru með í verkefninu til enda. En þessir 19 krakkar sökktu sér líka alveg í verkið og lögðu sig ótrúlega mikið fram.

Það var magnað að sjá hvað þau voru fljót að tileinka sér það sem þeim var kennt og hvað þau hafa óbeislað ímyndunarafl til að vinna með. Það munaði líka örugglega miklu að ég kenndi þeim aldrei í fyrirlestrarformi heldur fór allt fram í samræðum á jafningjagrundvelli. Ég held að mörg börn séu óvön því að það sé hlustað á skoðanir þeirra og það var augljóslega valdeflandi fyrir þau að fá að segja almennilega frá og tjá álit sitt. Það eru auðvitað áskoranir fólgnar í því að vinna bók með 19 ungum rithöfundum en á heildina litið voru þetta skemmtilegustu og mest drífandi samstarfsmenn sem hægt er að hugsa sér.“

Hvaða merkingu hefur þetta verkefni fyrir barnamenningu?

„Þetta verkefni hefur auðvitað þegar haft mikla merkingu fyrir þau 19 börn sem tóku þátt. Þau bera það með sér að vera öruggari með sig og sína sköpun og þau hafa fundið ímyndunaraflinu sínu farveg. En út á við þá hefur þetta vonandi vítækari áhrif. Okkur langaði að sýna fram á það að barnamenning ætti ekki heima á jaðrinum.

Framlag barna til menningar ætti að vera metið af verðleikum þess. Það er ekki bara eitthvað krúttlegt sem á heima í ljósritum fyrir foreldra. Þess vegna fórum við út í það að fá fagfólk til að vinna að mynskreytingunum og bókinni sjálfri. Og þessar sögur verðskulda það líka fyllilega. Þetta verkefni og þessi bók verða vonandi öðrum börnum hvatning til þess að skrifa og skapa hömlulaust. Að sama skapi vonum við að þetta verði þeim sem starfa með börnum að innblæstri til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.“

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér

Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund. Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None