Karolina Fund: Hrollvekjur eftir yngstu rithöfunda landsins

68d41515c9aa4e7ba9636555c98906eb.jpg
Auglýsing

Hroll­vekju­safnið Eitt­hvað illt á leið­inni er er eftir nítján unga rit­höf­unda, svo unga að þeir eru í raun yngstu lista­menn sem hafa leitað á náðir almenn­ings í gegnum Karol­ina Fund. Með aðstoð rit­stjóra, umbrots­manns og sjö af fær­ustu mynd­skreytum lands­ins ætla þeir að gefa út glæsi­lega og hroll­vekj­andi bók.

Við tókum Markús Már Efraím tali til þess að fræð­ast nánar um verk­efn­ið.

Hvaðan kemur hug­myndin að því að fá börn til þess að skrifa hroll­vekj­ur?

Auglýsing

„Það er í raun marg­þætt. Sjálfur er ég mjög hrif­inn af hroll­vekjum og þær eru stór partur af lífi mínu. Ég og eldri sonur minn, sem er á fjórða ári, skipt­umst á að segja hvorum öðrum drauga­sögur og sækjum báðir i það sem er pínu drunga­legt.

Rann­sóknir sál­fræð­inga, mann­fræð­inga, lestr­ar­kenn­ara o.fl. sýna að börn hafa gott af hroll­vekj­um, sem henta þeirra aldri, og læra heil­mikið af þeim. Þau fara út fyrir þæg­ind­ara­mmann sinn, takast á við erf­iðar til­finn­ing­ar, fá útrás, efla sjáfs­ör­yggi og beisla jafn­vel sinn eigin ótta. Mann­skepnan hefur notað hroll­vekjur í þessum til­gangi síðan hann byrj­aði að búa til og segja sögur

En mik­il­væg­ast af öllu er að börnum þykja hroll­vekjur og drauga­sögur spenn­andi. Þau sækja í þær og við sem full­orð­inn erum eigum að virkja það sem börnum þykir spenn­andi, sér­stak­lega þegar kemur að lestri og rit­un. Það er fátt sem hefur jafn nei­kvæð áhrif á læsi og lestr­ar­á­huga barna og að ætla að stýra því hvað þau mega lesa eða gera lítið úr þeirra vali á bók­mennt­u­m.“

Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund Hér gefur að líta hina nítján höf­unda bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

Hvað eru þetta margir aðilar sem koma að útgáf­unni og hvernig gekk að fá krakk­ana til að vinna verk­efnið með þér?

„Nám­skeiðin voru öll vel sótt, enda hroll­vekjur spenn­andi í augum krakka eins og ég sagði. Ef ég hefði kynnt ritsmiðjur þar sem ég ætl­aði að kenna ást­ar­sögu­gerð þá hefðu þær örugg­leg verið verr sóttar og senni­lega líka þó við hefðum bara kynnt almenna sögu­gerð. Það voru þó ekki allir til­búnir í þá skuld­bind­ingu að mæta alltaf og skrifa eigin sögu. Á end­anum voru þetta 19 rit­höf­undar á aldr­inum 8-9 ára sem voru með í verk­efn­inu til enda. En þessir 19 krakkar sökktu sér líka alveg í verkið og lögðu sig ótrú­lega mikið fram.

Það var magnað að sjá hvað þau voru fljót að til­einka sér það sem þeim var kennt og hvað þau hafa óbeislað ímynd­un­ar­afl til að vinna með. Það mun­aði líka örugg­lega miklu að ég kenndi þeim aldrei í fyr­ir­lestr­ar­formi heldur fór allt fram í sam­ræðum á jafn­ingja­grund­velli. Ég held að mörg börn séu óvön því að það sé hlustað á skoð­anir þeirra og það var aug­ljós­lega vald­efl­andi fyrir þau að fá að segja almenni­lega frá og tjá álit sitt. Það eru auð­vitað áskor­anir fólgnar í því að vinna bók með 19 ungum rit­höf­undum en á heild­ina litið voru þetta skemmti­leg­ustu og mest dríf­andi sam­starfs­menn sem hægt er að hugsa sér.“

Hvaða merk­ingu hefur þetta verk­efni fyrir barna­menn­ingu?

„Þetta verk­efni hefur auð­vitað þegar haft mikla merk­ingu fyrir þau 19 börn sem tóku þátt. Þau bera það með sér að vera örugg­ari með sig og sína sköpun og þau hafa fundið ímynd­un­ar­afl­inu sínu far­veg. En út á við þá hefur þetta von­andi vítæk­ari áhrif. Okkur lang­aði að sýna fram á það að barna­menn­ing ætti ekki heima á jaðr­in­um.

Fram­lag barna til menn­ingar ætti að vera metið af verð­leikum þess. Það er ekki bara eitt­hvað krútt­legt sem á heima í ljós­ritum fyrir for­eldra. Þess vegna fórum við út í það að fá fag­fólk til að vinna að mynskreyt­ing­unum og bók­inni sjálfri. Og þessar sögur verð­skulda það líka fylli­lega. Þetta verk­efni og þessi bók verða von­andi öðrum börnum hvatn­ing til þess að skrifa og skapa hömlu­laust. Að sama skapi vonum við að þetta verði þeim sem starfa með börnum að inn­blæstri til að takast á við krefj­andi og metn­að­ar­full verk­efn­i.“

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund. Kápa bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None