Karolina Fund: Hrollvekjur eftir yngstu rithöfunda landsins

68d41515c9aa4e7ba9636555c98906eb.jpg
Auglýsing

Hroll­vekju­safnið Eitt­hvað illt á leið­inni er er eftir nítján unga rit­höf­unda, svo unga að þeir eru í raun yngstu lista­menn sem hafa leitað á náðir almenn­ings í gegnum Karol­ina Fund. Með aðstoð rit­stjóra, umbrots­manns og sjö af fær­ustu mynd­skreytum lands­ins ætla þeir að gefa út glæsi­lega og hroll­vekj­andi bók.

Við tókum Markús Már Efraím tali til þess að fræð­ast nánar um verk­efn­ið.

Hvaðan kemur hug­myndin að því að fá börn til þess að skrifa hroll­vekj­ur?

Auglýsing

„Það er í raun marg­þætt. Sjálfur er ég mjög hrif­inn af hroll­vekjum og þær eru stór partur af lífi mínu. Ég og eldri sonur minn, sem er á fjórða ári, skipt­umst á að segja hvorum öðrum drauga­sögur og sækjum báðir i það sem er pínu drunga­legt.

Rann­sóknir sál­fræð­inga, mann­fræð­inga, lestr­ar­kenn­ara o.fl. sýna að börn hafa gott af hroll­vekj­um, sem henta þeirra aldri, og læra heil­mikið af þeim. Þau fara út fyrir þæg­ind­ara­mmann sinn, takast á við erf­iðar til­finn­ing­ar, fá útrás, efla sjáfs­ör­yggi og beisla jafn­vel sinn eigin ótta. Mann­skepnan hefur notað hroll­vekjur í þessum til­gangi síðan hann byrj­aði að búa til og segja sögur

En mik­il­væg­ast af öllu er að börnum þykja hroll­vekjur og drauga­sögur spenn­andi. Þau sækja í þær og við sem full­orð­inn erum eigum að virkja það sem börnum þykir spenn­andi, sér­stak­lega þegar kemur að lestri og rit­un. Það er fátt sem hefur jafn nei­kvæð áhrif á læsi og lestr­ar­á­huga barna og að ætla að stýra því hvað þau mega lesa eða gera lítið úr þeirra vali á bók­mennt­u­m.“

Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund Hér gefur að líta hina nítján höf­unda bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

Hvað eru þetta margir aðilar sem koma að útgáf­unni og hvernig gekk að fá krakk­ana til að vinna verk­efnið með þér?

„Nám­skeiðin voru öll vel sótt, enda hroll­vekjur spenn­andi í augum krakka eins og ég sagði. Ef ég hefði kynnt ritsmiðjur þar sem ég ætl­aði að kenna ást­ar­sögu­gerð þá hefðu þær örugg­leg verið verr sóttar og senni­lega líka þó við hefðum bara kynnt almenna sögu­gerð. Það voru þó ekki allir til­búnir í þá skuld­bind­ingu að mæta alltaf og skrifa eigin sögu. Á end­anum voru þetta 19 rit­höf­undar á aldr­inum 8-9 ára sem voru með í verk­efn­inu til enda. En þessir 19 krakkar sökktu sér líka alveg í verkið og lögðu sig ótrú­lega mikið fram.

Það var magnað að sjá hvað þau voru fljót að til­einka sér það sem þeim var kennt og hvað þau hafa óbeislað ímynd­un­ar­afl til að vinna með. Það mun­aði líka örugg­lega miklu að ég kenndi þeim aldrei í fyr­ir­lestr­ar­formi heldur fór allt fram í sam­ræðum á jafn­ingja­grund­velli. Ég held að mörg börn séu óvön því að það sé hlustað á skoð­anir þeirra og það var aug­ljós­lega vald­efl­andi fyrir þau að fá að segja almenni­lega frá og tjá álit sitt. Það eru auð­vitað áskor­anir fólgnar í því að vinna bók með 19 ungum rit­höf­undum en á heild­ina litið voru þetta skemmti­leg­ustu og mest dríf­andi sam­starfs­menn sem hægt er að hugsa sér.“

Hvaða merk­ingu hefur þetta verk­efni fyrir barna­menn­ingu?

„Þetta verk­efni hefur auð­vitað þegar haft mikla merk­ingu fyrir þau 19 börn sem tóku þátt. Þau bera það með sér að vera örugg­ari með sig og sína sköpun og þau hafa fundið ímynd­un­ar­afl­inu sínu far­veg. En út á við þá hefur þetta von­andi vítæk­ari áhrif. Okkur lang­aði að sýna fram á það að barna­menn­ing ætti ekki heima á jaðr­in­um.

Fram­lag barna til menn­ingar ætti að vera metið af verð­leikum þess. Það er ekki bara eitt­hvað krútt­legt sem á heima í ljós­ritum fyrir for­eldra. Þess vegna fórum við út í það að fá fag­fólk til að vinna að mynskreyt­ing­unum og bók­inni sjálfri. Og þessar sögur verð­skulda það líka fylli­lega. Þetta verk­efni og þessi bók verða von­andi öðrum börnum hvatn­ing til þess að skrifa og skapa hömlu­laust. Að sama skapi vonum við að þetta verði þeim sem starfa með börnum að inn­blæstri til að takast á við krefj­andi og metn­að­ar­full verk­efn­i.“

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund. Kápa bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None