Karolina Fund: Hrollvekjur eftir yngstu rithöfunda landsins

68d41515c9aa4e7ba9636555c98906eb.jpg
Auglýsing

Hroll­vekju­safnið Eitt­hvað illt á leið­inni er er eftir nítján unga rit­höf­unda, svo unga að þeir eru í raun yngstu lista­menn sem hafa leitað á náðir almenn­ings í gegnum Karol­ina Fund. Með aðstoð rit­stjóra, umbrots­manns og sjö af fær­ustu mynd­skreytum lands­ins ætla þeir að gefa út glæsi­lega og hroll­vekj­andi bók.

Við tókum Markús Már Efraím tali til þess að fræð­ast nánar um verk­efn­ið.

Hvaðan kemur hug­myndin að því að fá börn til þess að skrifa hroll­vekj­ur?

Auglýsing

„Það er í raun marg­þætt. Sjálfur er ég mjög hrif­inn af hroll­vekjum og þær eru stór partur af lífi mínu. Ég og eldri sonur minn, sem er á fjórða ári, skipt­umst á að segja hvorum öðrum drauga­sögur og sækjum báðir i það sem er pínu drunga­legt.

Rann­sóknir sál­fræð­inga, mann­fræð­inga, lestr­ar­kenn­ara o.fl. sýna að börn hafa gott af hroll­vekj­um, sem henta þeirra aldri, og læra heil­mikið af þeim. Þau fara út fyrir þæg­ind­ara­mmann sinn, takast á við erf­iðar til­finn­ing­ar, fá útrás, efla sjáfs­ör­yggi og beisla jafn­vel sinn eigin ótta. Mann­skepnan hefur notað hroll­vekjur í þessum til­gangi síðan hann byrj­aði að búa til og segja sögur

En mik­il­væg­ast af öllu er að börnum þykja hroll­vekjur og drauga­sögur spenn­andi. Þau sækja í þær og við sem full­orð­inn erum eigum að virkja það sem börnum þykir spenn­andi, sér­stak­lega þegar kemur að lestri og rit­un. Það er fátt sem hefur jafn nei­kvæð áhrif á læsi og lestr­ar­á­huga barna og að ætla að stýra því hvað þau mega lesa eða gera lítið úr þeirra vali á bók­mennt­u­m.“

Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund Hér gefur að líta hina nítján höf­unda bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

Hvað eru þetta margir aðilar sem koma að útgáf­unni og hvernig gekk að fá krakk­ana til að vinna verk­efnið með þér?

„Nám­skeiðin voru öll vel sótt, enda hroll­vekjur spenn­andi í augum krakka eins og ég sagði. Ef ég hefði kynnt ritsmiðjur þar sem ég ætl­aði að kenna ást­ar­sögu­gerð þá hefðu þær örugg­leg verið verr sóttar og senni­lega líka þó við hefðum bara kynnt almenna sögu­gerð. Það voru þó ekki allir til­búnir í þá skuld­bind­ingu að mæta alltaf og skrifa eigin sögu. Á end­anum voru þetta 19 rit­höf­undar á aldr­inum 8-9 ára sem voru með í verk­efn­inu til enda. En þessir 19 krakkar sökktu sér líka alveg í verkið og lögðu sig ótrú­lega mikið fram.

Það var magnað að sjá hvað þau voru fljót að til­einka sér það sem þeim var kennt og hvað þau hafa óbeislað ímynd­un­ar­afl til að vinna með. Það mun­aði líka örugg­lega miklu að ég kenndi þeim aldrei í fyr­ir­lestr­ar­formi heldur fór allt fram í sam­ræðum á jafn­ingja­grund­velli. Ég held að mörg börn séu óvön því að það sé hlustað á skoð­anir þeirra og það var aug­ljós­lega vald­efl­andi fyrir þau að fá að segja almenni­lega frá og tjá álit sitt. Það eru auð­vitað áskor­anir fólgnar í því að vinna bók með 19 ungum rit­höf­undum en á heild­ina litið voru þetta skemmti­leg­ustu og mest dríf­andi sam­starfs­menn sem hægt er að hugsa sér.“

Hvaða merk­ingu hefur þetta verk­efni fyrir barna­menn­ingu?

„Þetta verk­efni hefur auð­vitað þegar haft mikla merk­ingu fyrir þau 19 börn sem tóku þátt. Þau bera það með sér að vera örugg­ari með sig og sína sköpun og þau hafa fundið ímynd­un­ar­afl­inu sínu far­veg. En út á við þá hefur þetta von­andi vítæk­ari áhrif. Okkur lang­aði að sýna fram á það að barna­menn­ing ætti ekki heima á jaðr­in­um.

Fram­lag barna til menn­ingar ætti að vera metið af verð­leikum þess. Það er ekki bara eitt­hvað krútt­legt sem á heima í ljós­ritum fyrir for­eldra. Þess vegna fórum við út í það að fá fag­fólk til að vinna að mynskreyt­ing­unum og bók­inni sjálfri. Og þessar sögur verð­skulda það líka fylli­lega. Þetta verk­efni og þessi bók verða von­andi öðrum börnum hvatn­ing til þess að skrifa og skapa hömlu­laust. Að sama skapi vonum við að þetta verði þeim sem starfa með börnum að inn­blæstri til að takast á við krefj­andi og metn­að­ar­full verk­efn­i.“

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund. Kápa bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None