Karolina Fund: Hrollvekjur eftir yngstu rithöfunda landsins

68d41515c9aa4e7ba9636555c98906eb.jpg
Auglýsing

Hroll­vekju­safnið Eitt­hvað illt á leið­inni er er eftir nítján unga rit­höf­unda, svo unga að þeir eru í raun yngstu lista­menn sem hafa leitað á náðir almenn­ings í gegnum Karol­ina Fund. Með aðstoð rit­stjóra, umbrots­manns og sjö af fær­ustu mynd­skreytum lands­ins ætla þeir að gefa út glæsi­lega og hroll­vekj­andi bók.

Við tókum Markús Már Efraím tali til þess að fræð­ast nánar um verk­efn­ið.

Hvaðan kemur hug­myndin að því að fá börn til þess að skrifa hroll­vekj­ur?

Auglýsing

„Það er í raun marg­þætt. Sjálfur er ég mjög hrif­inn af hroll­vekjum og þær eru stór partur af lífi mínu. Ég og eldri sonur minn, sem er á fjórða ári, skipt­umst á að segja hvorum öðrum drauga­sögur og sækjum báðir i það sem er pínu drunga­legt.

Rann­sóknir sál­fræð­inga, mann­fræð­inga, lestr­ar­kenn­ara o.fl. sýna að börn hafa gott af hroll­vekj­um, sem henta þeirra aldri, og læra heil­mikið af þeim. Þau fara út fyrir þæg­ind­ara­mmann sinn, takast á við erf­iðar til­finn­ing­ar, fá útrás, efla sjáfs­ör­yggi og beisla jafn­vel sinn eigin ótta. Mann­skepnan hefur notað hroll­vekjur í þessum til­gangi síðan hann byrj­aði að búa til og segja sögur

En mik­il­væg­ast af öllu er að börnum þykja hroll­vekjur og drauga­sögur spenn­andi. Þau sækja í þær og við sem full­orð­inn erum eigum að virkja það sem börnum þykir spenn­andi, sér­stak­lega þegar kemur að lestri og rit­un. Það er fátt sem hefur jafn nei­kvæð áhrif á læsi og lestr­ar­á­huga barna og að ætla að stýra því hvað þau mega lesa eða gera lítið úr þeirra vali á bók­mennt­u­m.“

Hér gefur að líta hina nítján höfunda bókarinnar. Mynd: Karolina Fund Hér gefur að líta hina nítján höf­unda bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

Hvað eru þetta margir aðilar sem koma að útgáf­unni og hvernig gekk að fá krakk­ana til að vinna verk­efnið með þér?

„Nám­skeiðin voru öll vel sótt, enda hroll­vekjur spenn­andi í augum krakka eins og ég sagði. Ef ég hefði kynnt ritsmiðjur þar sem ég ætl­aði að kenna ást­ar­sögu­gerð þá hefðu þær örugg­leg verið verr sóttar og senni­lega líka þó við hefðum bara kynnt almenna sögu­gerð. Það voru þó ekki allir til­búnir í þá skuld­bind­ingu að mæta alltaf og skrifa eigin sögu. Á end­anum voru þetta 19 rit­höf­undar á aldr­inum 8-9 ára sem voru með í verk­efn­inu til enda. En þessir 19 krakkar sökktu sér líka alveg í verkið og lögðu sig ótrú­lega mikið fram.

Það var magnað að sjá hvað þau voru fljót að til­einka sér það sem þeim var kennt og hvað þau hafa óbeislað ímynd­un­ar­afl til að vinna með. Það mun­aði líka örugg­lega miklu að ég kenndi þeim aldrei í fyr­ir­lestr­ar­formi heldur fór allt fram í sam­ræðum á jafn­ingja­grund­velli. Ég held að mörg börn séu óvön því að það sé hlustað á skoð­anir þeirra og það var aug­ljós­lega vald­efl­andi fyrir þau að fá að segja almenni­lega frá og tjá álit sitt. Það eru auð­vitað áskor­anir fólgnar í því að vinna bók með 19 ungum rit­höf­undum en á heild­ina litið voru þetta skemmti­leg­ustu og mest dríf­andi sam­starfs­menn sem hægt er að hugsa sér.“

Hvaða merk­ingu hefur þetta verk­efni fyrir barna­menn­ingu?

„Þetta verk­efni hefur auð­vitað þegar haft mikla merk­ingu fyrir þau 19 börn sem tóku þátt. Þau bera það með sér að vera örugg­ari með sig og sína sköpun og þau hafa fundið ímynd­un­ar­afl­inu sínu far­veg. En út á við þá hefur þetta von­andi vítæk­ari áhrif. Okkur lang­aði að sýna fram á það að barna­menn­ing ætti ekki heima á jaðr­in­um.

Fram­lag barna til menn­ingar ætti að vera metið af verð­leikum þess. Það er ekki bara eitt­hvað krútt­legt sem á heima í ljós­ritum fyrir for­eldra. Þess vegna fórum við út í það að fá fag­fólk til að vinna að mynskreyt­ing­unum og bók­inni sjálfri. Og þessar sögur verð­skulda það líka fylli­lega. Þetta verk­efni og þessi bók verða von­andi öðrum börnum hvatn­ing til þess að skrifa og skapa hömlu­laust. Að sama skapi vonum við að þetta verði þeim sem starfa með börnum að inn­blæstri til að takast á við krefj­andi og metn­að­ar­full verk­efn­i.“

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Kápa bókarinnar. Mynd: Karolina Fund. Kápa bók­ar­inn­ar. Mynd: Karol­ina Fund.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None