Karolina Fund: Kommentakerfið spil um oft ósmekklega fyndni

prufueintak.jpg
Auglýsing

Óli Gneisti Sóleyjarson er þjóðfræðingur og bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hann hefur reynt ýmislegt um ævina en segist fyrir utan fjölskylduna vera hvað einna stoltastur af því að hafa stofnað og rekið Rafbókavefinn í sjálfboðavinnu. Óli Gneisti er að hópfjármagna nýtt spil á Karolina Fund sem heitir "Kommentakerfið". Kjarninn tók Óla Gneista tali og forvitnaðist um verkefnið hans.

https://vimeo.com/136726501

Mjög spenntur fyrir hópfjármögnun


Hvaðan kom hugmyndin að spilinu "Kommentakerfið"? 

"Ég hef áður fengið hugmyndir að spilum en aldrei framkvæmt. Það sem er nýtt núna er tilkoma Karolina Fund. Ég er mjög spenntur fyrir svona hópfjármögnun og hef oft stutt slíkt. Ég gæti sjálfur fjármagnað litla prentun af spilinu en með forsölu og styrkjum get ég allavega tvöfaldað magnið sem ég prenta. Það er rétt að benda á að maður verður ekki áskrifandi af peningum með því að fara í hópfjármögnun. Maður verður að vinna grunnvinnuna vel.

Auglýsing

Ég er einn skráður fyrir Kommentakerfinu en ég er með ótal hjálparkokka sem hafa aðstoðað mig við hitt og þetta. Allt frá fólkinu sem gaukar að mér athugasemdum og fyrirsögnum yfir í þá sem svara heimskulegum spurningum mínum um bókhald og rekstur.

Hugmyndin um Kommentakerfið kom ekki af himnum. Ég hafði spilað spilið Cards Against Humanity og þótt það skemmtilegt en um leið fannst mér vanta íslenska útgáfu. Ég ákvað að prufa sjálfur að þýða. Það gekk ekkert. Húmorinn í Cards Against Humanity felst í því að búa til ósmekklega fyndnar setningar með eyðufyllingum og íslenskan hentar bara ekkert vel í það. Ég pældi aðeins meira í þessu og það var eitthvað við hugmyndina um ósmekklegan húmor sem leiddi huga minn að athugasemdakerfum vefmiðlana. Þá datt mér í hug að í stað eyðufyllinga þá gæti maður verið með spil með fyrirsögnum og athugasemdum."

Ágúst Þorvaldsson í Nexus. Hægt að skoða Kommentakerfið þar. Ágúst Þorvaldsson í Nexus. Hægt að skoða Kommentakerfið þar.

Margar athugasemdirnar raunverulegar


Hvernig virkar spilið? 

"Spilið virkar í stuttu máli þannig að hver spilari er með 10 "komment" á hendi. Í hverri umferð er einn ritstjóri sem leggur út "fyrirsögn". Hinir spilararnir leggja síðan "komment" í púkkið. Ritstjórinn velur kommentið sem honum þótti skemmtilegast í samhenginu og spilarinn sem lagði það út fær stig."

Hvaðan kom efniviðurinn í spilið?

"Margar af athugasemdunum eru raunverulegar. Reyndar er það augljóslega þannig að sumar voru skrifaðar af fólki sem var augljóslega að grínast en án samhengisins líta þær út fyrir að vera skrifaðar af fólki sem er úr öllum tengslum við raunveruleikann. Önnur komment eru álíka rugluð en skrifuð af fólk sem er fullkomin alvara. Það er líka stórkostlegur sparnaður að þurfa ekki að prófarkalesa athugasemdirnar því stafsetningarvillur og óhefðbundin nálgun á greinamerkjanotkun gerir þetta bara raunverulegra.

Í vali mínu á athugasemdum þá reyni ég að ná þeim sem eru fyndin en ekki of andstyggileg. Spilið snýst náttúrulega um fyndni. Oft ósmekklega."

Andri Þór Sturluson í Spilavinir. Kommentakerfið er til sýnis í versluninni. Andri Þór Sturluson í Spilavinir. Kommentakerfið er til sýnis í versluninni.

Gæti orðið gagnleg samræða um umræður á netinu


Hvað eru mörg "komment" að finna í spilinu? 

"Þegar ég ákvað að fara í hópfjármögnun þá ákvað ég að finna leiðir til að verðlauna þá sem taka þátt í söfnuninni. Í grunnspilinu eru 400 spjöld, 320 komment og 80 fyrirsagnir en ef ég næ viðbótartakmörkum mínum þá er hægt að fjölga þeim. Þannig þýðir hærri upphæð ekki bara að peningarnir komi til mín heldur fá kaupendurnir eitthvað aukalega."

Fyrir hvaða aldurshóp er "Kommentakerfið" hugsað?

"Ég hélt að ég þyrfti að setja hátt aldurstakmark á spilið en síðan spilaði ég það með litlu frænkum mínum og endaði með að setja viðmið um að það sé fyrir þrettán ára og eldri. Yngri krakkar geta auðvitað spilað það en þá mæli ég með að fullorðnir fylgist með. Þá held ég að þetta geti bara verið gagnleg samræða um umræður á netinu. Ég komst líka fljótt að því að spilið virðist henta öllum hópum sem vilja hlæja saman."

Hér er hægt að skoða verkefnið nánar og styrkja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None