Karolina Fund: Kommentakerfið spil um oft ósmekklega fyndni

prufueintak.jpg
Auglýsing

Óli Gneisti Sól­eyj­ar­son er þjóð­fræð­ingur og bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­ing­ur. Hann hefur reynt ýmis­legt um ævina en seg­ist fyrir utan fjöl­skyld­una vera hvað einna stolt­astur af því að hafa stofnað og rekið Raf­bóka­vef­inn í sjálf­boða­vinnu. Óli Gneisti er að hóp­fjár­magna nýtt spil á Karol­ina Fund sem heitir "Kommenta­kerf­ið". Kjarn­inn tók Óla Gneista tali og for­vitn­að­ist um verk­efnið hans.

https://vi­meo.com/136726501

Mjög spenntur fyrir hóp­fjár­mögnun



Hvaðan kom hug­myndin að spil­inu "Kommenta­kerf­ið"? 

"Ég hef áður fengið hug­myndir að spilum en aldrei fram­kvæmt. Það sem er nýtt núna er til­koma Karol­ina Fund. Ég er mjög spenntur fyrir svona hóp­fjár­mögnun og hef oft stutt slíkt. Ég gæti sjálfur fjár­magnað litla prentun af spil­inu en með for­sölu og styrkjum get ég alla­vega tvö­faldað magnið sem ég prenta. Það er rétt að benda á að maður verður ekki áskrif­andi af pen­ingum með því að fara í hóp­fjár­mögn­un. Maður verður að vinna grunn­vinn­una vel.

Auglýsing

Ég er einn skráður fyrir Kommenta­kerf­inu en ég er með ótal hjálp­ar­kokka sem hafa aðstoðað mig við hitt og þetta. Allt frá fólk­inu sem gaukar að mér athuga­semdum og fyr­ir­sögnum yfir í þá sem svara heimsku­legum spurn­ingum mínum um bók­hald og rekst­ur.

Hug­myndin um Kommenta­kerfið kom ekki af himn­um. Ég hafði spilað spilið Cards Aga­inst Human­ity og þótt það skemmti­legt en um leið fannst mér vanta íslenska útgáfu. Ég ákvað að prufa sjálfur að þýða. Það gekk ekk­ert. Húmor­inn í Cards Aga­inst Human­ity felst í því að búa til ósmekk­lega fyndnar setn­ingar með eyðu­fyll­ingum og íslenskan hentar bara ekk­ert vel í það. Ég pældi aðeins meira í þessu og það var eitt­hvað við hug­mynd­ina um ósmekk­legan húmor sem leiddi huga minn að athuga­semda­kerfum vef­miðl­ana. Þá datt mér í hug að í stað eyðu­fyll­inga þá gæti maður verið með spil með fyr­ir­sögnum og athuga­semd­um."

Ágúst Þorvaldsson í Nexus. Hægt að skoða Kommentakerfið þar. Ágúst Þor­valds­son í Nex­us. Hægt að skoða Kommenta­kerfið þar.

Margar athuga­semd­irnar raun­veru­legar



Hvernig virkar spil­ið? 

"Spilið virkar í stuttu máli þannig að hver spil­ari er með 10 "komment" á hendi. Í hverri umferð er einn rit­stjóri sem leggur út "fyr­ir­sögn". Hinir spil­ar­arnir leggja síðan "komment" í púkk­ið. Rit­stjór­inn velur kommentið sem honum þótti skemmti­leg­ast í sam­heng­inu og spil­ar­inn sem lagði það út fær stig."

Hvaðan kom efni­við­ur­inn í spil­ið?

"Margar af athuga­semd­unum eru raun­veru­leg­ar. Reyndar er það aug­ljós­lega þannig að sumar voru skrif­aðar af fólki sem var aug­ljós­lega að grín­ast en án sam­heng­is­ins líta þær út fyrir að vera skrif­aðar af fólki sem er úr öllum tengslum við raun­veru­leik­ann. Önnur komment eru álíka rugluð en skrifuð af fólk sem er full­komin alvara. Það er líka stór­kost­legur sparn­aður að þurfa ekki að próf­arka­lesa athuga­semd­irnar því staf­setn­ing­ar­villur og óhefð­bundin nálgun á greina­merkja­notkun gerir þetta bara raun­veru­legra.

Í vali mínu á athuga­semdum þá reyni ég að ná þeim sem eru fyndin en ekki of and­styggi­leg. Spilið snýst nátt­úru­lega um fyndni. Oft ósmekk­lega."

Andri Þór Sturluson í Spilavinir. Kommentakerfið er til sýnis í versluninni. Andri Þór Sturlu­son í Spila­vin­ir. Kommenta­kerfið er til sýnis í versl­un­inn­i.

Gæti orðið gagn­leg sam­ræða um umræður á net­inu



Hvað eru mörg "komment" að finna í spil­in­u? 

"Þegar ég ákvað að fara í hóp­fjár­mögnun þá ákvað ég að finna leiðir til að verð­launa þá sem taka þátt í söfn­un­inni. Í grunn­spil­inu eru 400 spjöld, 320 komment og 80 fyr­ir­sagnir en ef ég næ við­bót­ar­tak­mörkum mínum þá er hægt að fjölga þeim. Þannig þýðir hærri upp­hæð ekki bara að pen­ing­arnir komi til mín heldur fá kaup­end­urnir eitt­hvað auka­lega."

Fyrir hvaða ald­urs­hóp er "Kommenta­kerf­ið" hugs­að?

"Ég hélt að ég þyrfti að setja hátt ald­urs­tak­mark á spilið en síðan spil­aði ég það með litlu frænkum mínum og end­aði með að setja við­mið um að það sé fyrir þrettán ára og eldri. Yngri krakkar geta auð­vitað spilað það en þá mæli ég með að full­orðnir fylgist með. Þá held ég að þetta geti bara verið gagn­leg sam­ræða um umræður á net­inu. Ég komst líka fljótt að því að spilið virð­ist henta öllum hópum sem vilja hlæja sam­an."

Hér er hægt að skoða verk­efnið nánar og styrkja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None