Tónlistarkonan Láru Rúnars er að vinna að útgáfu sinnar fimmtu plötu Þel. Fyrstu plötuna gaf hún út rúmlega tvítug og segir sjálf að ýmislegt hafi breyst síðan. „Núna er tilveran full af skríkjandi börnum og óhreinu taui en stundum er hún flókin eins og hún var þegar ég var tvítug. Maður er alltaf að takast á við allskonar krefjandi hluti og sem betur fer hættir maður aldrei að leita að því besta í sjálfum sér. Á þessari plötu held ég áfram að leita og á stöku stað finn ég eitthvað en svo heldur ferðalagið áfram.“
Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni þinni?
"Þessi plata er alveg sérstök og ólík fyrri verkum. Hún er draumkennd og ævintýraleg. Lögin eru tilfinningaþrungin en björt. Við Stefán Örn, sem vann hana með mér, lögðum upp með að gera einfalda plötu en hún endaði einfaldlega margslungin. Það er mikið af fallegum blásturs útsetningum á henni og oft byrja lögin rólega en enda í flugeldasýningu. Þegar ég sem lög þá er það alltaf laglínan með ég leita uppi, síðan kemur allt hitt. Tónlistin mín er þannig ævintýralega tilraunakennd popptónlist sem gætir áhrifa úr ýmsum áttum. Það er hægt að tryggja sér eintak í forsölu eða miða á útgáfutónleikana mina í Fríkirkjunni 4. júní inni á hópfjármögnunarsíðunni karolinafund.com. Þar er ég að safna fyrir útgáfunni á plötunni og eru aðeins 2 dagar eftir og ég verð að ná 100% til að verkefnið fari af stað."
https://soundcloud.com/lararunars/rosir
Semur í fyrstu persónu
Hvaðan færðu innblástur?
"Innblásturinn kemur aðallega frá fólki, hvernig það getur haft áhrif á mig. Ég sem oftast í fyrstu persónu því mér sjálfri finnst persónuleg lög betri en lög sem segja sögu af einhverjum öðrum. En annars sæki ég innblástur frá náttúrunni, fjölskyldunni, virðingunni og voninni. Þegar ég var að semja þessa plötu var ég bæði í kennaranámi í jógafræðum og að læra kynjafræði þannig að ég sótti innblástur frá þessum tveimur frábæru en ólíku þekkingarheimum."
Hvaðan kemur nafnið Þel?
"Þel er innsti kjarni og mér fannst það lýsa verkinu vel. Þetta er fyrsta platan mín sem er eingöngu sungin á íslensku en árið 2006 gaf ég út plötuna Þögn, sem var næstum öll sungin á íslensku. Þel og Þögn, Þagnarinnar Þel, Þelsins Þögn. Þetta bara spilar vel saman."
Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér.
https://soundcloud.com/lararunars/lararunarssvefngengill