90838835639e94f8879c665057829303.jpg
Auglýsing

Til stendur að setja upp enska uppsetningu á verðlaunaútvarpsleikritinu ‘Spor’ eftir Starra Hauksson, undir nafninu ‘Moments’. Teymið samanstendur af þeim Sindra Swan, Völu Fannel, Sigga Hólm, Braga Árnasyni og Aroni Trausta og Maya Lindh. Kjarninn hitti Sindra Swan og tók hann tali.

1. Um hvað fjallar verkið ‘Moments'?

'Moments’ fjallar um Andra sem í kjölfar þungs missis hefur lokað sig af og að því er virðist misst allan lífsvilja. Verkið snertir á þáttum eins og fjölskyldu, missi og fyrirgefningu um leið og það afhjúpar varnarleysi sálarinnar sem og óstöðugleika tilfinningalífsins. Engu að síður er það leitt áfram af undirbáru vonar og væntumþykju.

Auglýsing

2. Hvernig varð þessi leikhópur til?

Af einbeittum vilja til að skapa list. Leiklistarheimurinn er ekki stór og oft lítið um bitastæð verkefni, svo við sköpum okkar eigin. Einnig þjáumst við af gríðarlegri forvitni um mannlegt eðli og þar af leiðandi spyrjum við margra spurninga með þeim tilgangi að skapa leikverk sem eru ekki bara skemmtiefni heldur eitthvað sem skipt getur sköpum í lífi áhorfandans.


Moments | Teaser from Simple Life Productions on Vimeo.

Við í Moments-teyminu erum mestmegnis Íslendingar, en leikstjórinn í þessu verkefni er sænsk. Við eigum það öll sameiginlegt að við lærðum bæði leiklist og leikstjórn í sama skólanum hér erlendis, The Kogan Academy of Dramatic Arts og mynduðum með okkur sterk tengsl á meðan þeim tíma stóð. Leikhópurinn samanstendur af StepbyStep Productions rekið af Völu Fannell Simple Life Productions rekið af Maya Lindh og Sigga Hólm. Verkefnið kom til þegar Aron Trausti var að leita sér að leikverkefni og ‘Spor' eftir Starra Hauksson kom upp á borðið. Hann lagði strax í að þýða það.

3. Hvers vegna London?

London er aðeins sú borg sem það vill svo til að við erum öll í á þessum tímapunkti - Hér er mikil blanda mismunandi menningarheima og þar af leiðandi mikið af fjölbreytum tækifærum í boði fyrir þá sem eru reiðubúnir að vinna fyrir því. En öll viljum við bæði starfa á heimaslóð sem á erlendri grundu!

4. Verkið tekur á ýmsum tilfinningum. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í uppfærslunni?

Það sem verkið ber mjög skýrt fram er að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum, stundum þrjár. Það er ekkert fórnarlamb, það er enginn blórabögull. Við verðum öll að bera ábyrgð á okkar hlut í hvaða máli sem gæti komið upp. Allir gera mistök. Eftir það er það bara spurning hvort við getum fyrirgefið öðrum og ekki síður, fyrirgefið sjálfum okkur.


Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None