Karolina Fund: Rökkurtónlist fyrir síðkvöld og letimorgna

5c7da80899fa1b1a4658e173634e0b191.png
Auglýsing

Red Barnett er sól­ó­verk­efni Har­aldar V. Svein­björns­sonar sem er mörgum kunnur úr íslensku tón­list­ar­lífi þó oft­ast hafi hann starfað á bak­við tjöldin ef svo má segja. En hann er núna að safna á Karol­ina Fund fyrir loka­spretti útgáf­un­ar, svo að platan geti komið út í vor.

Við tókum Har­ald tali til þess að fræð­ast meira um verk­efn­ið.

20150226.144334.1

Auglýsing

Nafnið fædd­ist í gríni



Segðu mér aðeins frá Red Barnett?

"Red Barnett varð til þegar ég var í klass­ísku tón­smíða­námi í Sví­þjóð. Þá hafði ég verið að semja þó nokkuð af rólegum lagstúfum sem hent­uðu ekki beint í þær "klass­ísku” tón­smíðar sem ég var að vinna að á þeim tíma, né hent­uðu þær rokksveit­inni sem ég var þá með­limur í, hinni forn­frægu grugg­sveit Dead Sea Apple. Á meðan ég sinnti nám­inu fann égg þessi stef toga hressi­lega í mig. Ég átt­aði mig á því þau voru mér mjög per­sónu­leg og það var kannski ástæðan að ég kunni ekki við að nýta þau í önnur verk­efni.

Þegar heim var komið ákvað ég að halda áfram að semja í þessum rólega melankól­íska stíl. Þá varð úr að setja lögin undir þennan hatt, Red Barnett, og þróa þau sem eins­konar einka­verk­efni mitt. Þetta verk­efni er svo búið að standa lengi - það var erfitt að skilja við lögin nema ég væri 100% ánægð­ur, þau voru orðin svo sam­vaxin mér. Nafnið á verk­efn­inu, Red Barnett, er svo eitt­hvað sem fædd­ist í gríni hjá mér og vin­konu minni, útúr­snún­ingur á nafni dönsku hjálp­ar­sam­tak­anna sem bera sama nafn mínus eitt té."

b44941be718b0201fc17d9fd0f90dd34

Afi með bráðsmit­andi ástríðu



Hvaðan kom inn­blást­ur­inn við gerð þess­arar sóló­plötu?

"Á ung­lings­ár­unum sökkti ég mér í Bítl­ana á sama tíma og ég var hel­tek­inn af Iron Maiden og Zepp­el­in. Ég var eins og margir, algjör svampur á þeim aldri og skipti ekki máli hvaðan gott var. Svo var afi minn heit­inn með bráðsmit­andi ástríðu á klass­ískri tón­list og nálg­að­ist hana af virð­ingu og þakk­læti. Við áttum það sam­eig­in­legt að vera báðir ein­stak­lega veikir fyrir fal­legum meló­dí­um. Þannig fékk ég inn­blástur úr öllum áttum á full­komnum mót­un­ar­tíma, eitt­hvað sem hefur gagn­ast mér í leik og starfi fyrir lífs­tíð.

Und­an­farin 10 ár hef ég hlustað svo­lítið á ein­yrkjatón­list, söngvaskáld ný og gömul af báðum kynjum og það hefur eflaust haft þau áhrif að ég fékk á end­anum kjark til að skila af mér þessum per­sónu­legu lögum út í kosmós­ið. Red Barnett er jú eins­konar söngvaskálds-hlið á mér, þó eflaust megi skil­greina það út og suð­ur."

https://soundclou­d.com/red­barnett/s­hine-part-ii

Gamlir félagar hjálp­uðu til



Komu fleiri góðir tón­list­ar­menn að þessu verki?

"Já, ég fékk til liðs við mig mína gömlu félaga Hannes Frið­bjarn­ar­son og Finn Beck, en við þrír stofn­uðum okkar fyrstu hljóm­sveit 11 ára gamlir í Kópa­vog­in­um. Saman erum við að hóp­fjár­magna loka­hnykk útgáf­unnar á Karol­ina Fund en akkúrat núna er vika eftir af söfn­un­inni og spenn­andi að sjá hvort tak­markið náist. Auk þeirra fékk ég Arn­þór Þórð­ar­son úr Dead Sea App­le, Garðar Borg­þórs­son úr Differ­ent Turns, Didda Guðna­son úr Mönnum árs­ins og SKE, Einar Þór úr Dúnd­ur­fréttum og Buffi, Ragnar Ólafs­son úr Árs­tíðum og vin­konur mínar Krist­ínu Lár­us­dótt­ur, Unu Svein­bjarn­ar­dótt­ur, Mar­gréti og Pálínu Árna­dætur og Guð­rúnu Hrund Harð­ar­dóttur á strengja­hljóð­færi. Svo syngja systur mínar Hrefna Hlín og Þóra Björk líka á plöt­unni. Öll eiga þau stóran part í þessum hljóð­heim sem skap­ast á plöt­unni og ég er svo ánægður með."

Hægt er að styrkja ferða­lagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None