Karolina Fund: Þróa kennsluvef fyrir hestamenn byggðan á hugmyndum föður síns

Reynir-A--alsteinsson-og-sonur-hans-A--alsteinn-Reynisson.jpg
Auglýsing

Reid­menn.com er sam­vinnu­verk­efni fjöl­skyldu Reynis Aðal­steins­son­ar. Verk­efn­is­stjórn er aðal­lega í höndum Soffíu Reyn­is­dótt­ur, marg­miðl­un­ar­hönn­uð­ar, sem með stuðn­ingi systk­ina sinna, vina og vanda­manna vinnur að því að þróa kennslu­vef fyrir hesta­menn byggðan á hug­mynda­fræði föður síns. Kjarn­inn hitt­i Soffíu Reyn­is­dóttur og tókum hana tali.

https://vi­meo.com/115513188

Segðu okkur frá verk­efn­inu sem þið eruð að hóp­fjár­magna á Karol­ina Fund?

Auglýsing

"Verk­efnið Reid­menn.com er sam­vinnu­verk­efni fjöl­skyld­unn­ar. Við systk­inin urðum þeirrar gæfu aðnjót­andi að alast upp á heim­ili hug­sjóna­manns. Alla ævi höfum við tekið þátt í skemmti­legum verk­efnum sem unnin hafa verið af hug­sjón og vilja til að læra og verða betri.

Þetta lærðum við af föður okk­ar, hann vakn­aði snemma á morgn­ana og var sestur við skriftir fyrir allar aldir til að festa nýjar hug­myndir á blað. Hann var alltaf á undan sinni sam­tíð og með hug­ann við nýja hluti. Við erum núna að halda áfram þeirri vinnu, fram­kvæma það sem við vorum að vinna að með honum þegar hann féll frá. Koma á fram­færi hug­sjónum sem okkur eru í blóð borin og við ólumst upp við.

Reynir Aðalsteinsson. Reynir Aðal­steins­son.

Verk­efnið reid­menn.com á sér samt langa sögu, þróun efn­is­ins nær ára­tugi aftur í tím­ann og gegn um árin hefur fjöldi manns komið að því með einum eða öðrum hætti með Reyni og fjöl­skyldu hans. Við fengum styrk frá Fram­leiðni­sjóði sem hjálp­aði mikið og við gátum sett verk­efnið í gang fyrir alvöru en það er gríð­ar­lega umfangs­mikið svo við ákváðum að setja af stað söfnun á Karol­ina Fund. Það er heil­mikil mynd­vinnsla og svo ekki síst þýð­ingar á fleiri tungu­mál svo vef­ur­inn nýt­ist hesta­mönnum erlendis líka. Ef okkur gengur vel að fjár­magna þá getum við unnið þessa þætti hraðar og aukið við. Við erum nefni­lega með fulla kistu af hug­myndum að nýju efni sem okkur langar að vinna og setja á vef­inn.

Hvert fram­lag hjálpar og eftir því sem okkur gengur betur að fjár­magna þeim mun meira getum við gert og þeim mun öfl­ugri verður vef­ur­inn fyrir not­end­ur."

Gunnar Reynisson (sonur Aðalsteins) með skjóttan hest

Nota hest­vænar aðgerðir við tamn­ingar og þjálfun



Hvernig virkar þessi kennslu­vefur og hver er hug­mynda­fræðin á bak­við hann?

"Reid­menn.com er kennslu­vefur fyrir hesta­menn byggður á hug­mynda­fræði Reynis Aðal­steins­son­ar. Vef­ur­inn mun inni­halda stig­skipt náms­efni, eitt­hvað fyrir alla, byrj­endur sem lengra komna og upp­lýs­ingar um kenn­ara, nám­skeið og staði. Við viljum gera það auð­velt að finna það sem hentar hverjum og einum og hjálpa reið­kenn­urum að koma sér á fram­færi.

Sú hug­mynda­fræði sem liggur að baki er að nota hest­vænar aðferðir við tamn­ingar og þjálfun; létt­leika, næmni og nákvæmni í vinnu­brögðum og sam­skiptum við hesta og alltaf að hafa eðli og skynjun hests­ins í huga. Við viljum nýta gamlar hefðir í bland við nútíma þekk­ingu, nýta það besta af gömlu og nýju, læra meira og leit­ast við að bæta sam­band manns og hests."

Hvernig sérðu fyrir þér að kennslu­vef­ur­inn muni nýt­ast fólki?

"Vef­ur­inn á að geta nýst kenn­urum sem kennslu­tæki, nem­endum sem upp­spretta fróð­leiks svo þeir geti annað hvort und­ir­búið sig fyrir reið­tíma hjá kenn­ara og ef þeir hafa ekki aðgang að reið­kenn­ara geti samt fræðst og æft sig og orðið betri hesta­menn.

Það eru svo margir sem stunda hesta­mennsku en hafa ekki tök á að fara í skóla til að læra það en vilja samt verða betri reið­menn. Við viljum gera fróð­leik aðgengi­legan fyrir alla."

 Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None