Karolina Fund: Þróa kennsluvef fyrir hestamenn byggðan á hugmyndum föður síns

Reynir-A--alsteinsson-og-sonur-hans-A--alsteinn-Reynisson.jpg
Auglýsing

Reid­menn.com er sam­vinnu­verk­efni fjöl­skyldu Reynis Aðal­steins­son­ar. Verk­efn­is­stjórn er aðal­lega í höndum Soffíu Reyn­is­dótt­ur, marg­miðl­un­ar­hönn­uð­ar, sem með stuðn­ingi systk­ina sinna, vina og vanda­manna vinnur að því að þróa kennslu­vef fyrir hesta­menn byggðan á hug­mynda­fræði föður síns. Kjarn­inn hitt­i Soffíu Reyn­is­dóttur og tókum hana tali.

https://vi­meo.com/115513188

Segðu okkur frá verk­efn­inu sem þið eruð að hóp­fjár­magna á Karol­ina Fund?

Auglýsing

"Verk­efnið Reid­menn.com er sam­vinnu­verk­efni fjöl­skyld­unn­ar. Við systk­inin urðum þeirrar gæfu aðnjót­andi að alast upp á heim­ili hug­sjóna­manns. Alla ævi höfum við tekið þátt í skemmti­legum verk­efnum sem unnin hafa verið af hug­sjón og vilja til að læra og verða betri.

Þetta lærðum við af föður okk­ar, hann vakn­aði snemma á morgn­ana og var sestur við skriftir fyrir allar aldir til að festa nýjar hug­myndir á blað. Hann var alltaf á undan sinni sam­tíð og með hug­ann við nýja hluti. Við erum núna að halda áfram þeirri vinnu, fram­kvæma það sem við vorum að vinna að með honum þegar hann féll frá. Koma á fram­færi hug­sjónum sem okkur eru í blóð borin og við ólumst upp við.

Reynir Aðalsteinsson. Reynir Aðal­steins­son.

Verk­efnið reid­menn.com á sér samt langa sögu, þróun efn­is­ins nær ára­tugi aftur í tím­ann og gegn um árin hefur fjöldi manns komið að því með einum eða öðrum hætti með Reyni og fjöl­skyldu hans. Við fengum styrk frá Fram­leiðni­sjóði sem hjálp­aði mikið og við gátum sett verk­efnið í gang fyrir alvöru en það er gríð­ar­lega umfangs­mikið svo við ákváðum að setja af stað söfnun á Karol­ina Fund. Það er heil­mikil mynd­vinnsla og svo ekki síst þýð­ingar á fleiri tungu­mál svo vef­ur­inn nýt­ist hesta­mönnum erlendis líka. Ef okkur gengur vel að fjár­magna þá getum við unnið þessa þætti hraðar og aukið við. Við erum nefni­lega með fulla kistu af hug­myndum að nýju efni sem okkur langar að vinna og setja á vef­inn.

Hvert fram­lag hjálpar og eftir því sem okkur gengur betur að fjár­magna þeim mun meira getum við gert og þeim mun öfl­ugri verður vef­ur­inn fyrir not­end­ur."

Gunnar Reynisson (sonur Aðalsteins) með skjóttan hest

Nota hest­vænar aðgerðir við tamn­ingar og þjálfunHvernig virkar þessi kennslu­vefur og hver er hug­mynda­fræðin á bak­við hann?

"Reid­menn.com er kennslu­vefur fyrir hesta­menn byggður á hug­mynda­fræði Reynis Aðal­steins­son­ar. Vef­ur­inn mun inni­halda stig­skipt náms­efni, eitt­hvað fyrir alla, byrj­endur sem lengra komna og upp­lýs­ingar um kenn­ara, nám­skeið og staði. Við viljum gera það auð­velt að finna það sem hentar hverjum og einum og hjálpa reið­kenn­urum að koma sér á fram­færi.

Sú hug­mynda­fræði sem liggur að baki er að nota hest­vænar aðferðir við tamn­ingar og þjálfun; létt­leika, næmni og nákvæmni í vinnu­brögðum og sam­skiptum við hesta og alltaf að hafa eðli og skynjun hests­ins í huga. Við viljum nýta gamlar hefðir í bland við nútíma þekk­ingu, nýta það besta af gömlu og nýju, læra meira og leit­ast við að bæta sam­band manns og hests."

Hvernig sérðu fyrir þér að kennslu­vef­ur­inn muni nýt­ast fólki?

"Vef­ur­inn á að geta nýst kenn­urum sem kennslu­tæki, nem­endum sem upp­spretta fróð­leiks svo þeir geti annað hvort und­ir­búið sig fyrir reið­tíma hjá kenn­ara og ef þeir hafa ekki aðgang að reið­kenn­ara geti samt fræðst og æft sig og orðið betri hesta­menn.

Það eru svo margir sem stunda hesta­mennsku en hafa ekki tök á að fara í skóla til að læra það en vilja samt verða betri reið­menn. Við viljum gera fróð­leik aðgengi­legan fyrir alla."

 Verk­efnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None