Kína og Norður-Kórea opna viðskiptastöð á landamærum sínum

kina_nordurkorea.jpg
Auglýsing

Nágranna­ríkin Kína og Norð­ur­-Kórea ætla að opna við­skipta­stöð syðst á landa­mærum sínum í hafn­ar­borg­inni Dandong. Þetta hefur Reuters eftir rík­is­frétta­miðlum í Kína í dag.

Opnun við­skipta­stöðvar milli land­anna er meðal nýj­ustu aðgerða ríkj­anna til að efla efna­hags­leg tengsl þrátt fyrir aukna spennu milli landana að und­an­förnu. Við­skipta­hlið­inu er ætlað að opna í októ­ber en áætl­unin hefur þegar verið sam­þykkt af borg­ar­yf­ir­völdum í Dandong.

„Íbúar á innan við 20 kíló­metra svæði frá landa­mær­unum verður gert kleift að versla toll­frjálst við íbúa í Norð­ur­-Kóreu. Hámarks­dags­verslun eru 8.000 kín­versk júan [um 170.000 íslenskar krón­ur],“ segir í frétt kín­verskrar frétta­veitu.

Auglýsing

Kína er helsta við­skipta­land Norð­ur­-Kóreu sem er ann­ars mjög ein­angrað á alþjóða­vett­vangi. Komm­ún­ista­stjórnin í Sov­ét­ríkj­unum studdi ávallt vel við félaga sína í Norð­ur­-Kóreu en eftir fall Sov­ét­ríkj­anna árið 1990 hefur komm­ún­ista­flokk­ur­inn í Noð­ur­-Kóreu helst leitað til Kína.

Sam­band Kína og Norð­ur­-Kóreu hefur hins vegar stirðnað und­an­farin ár eða síðan Kóreu­menn hófu að gera til­raunir með kjarna­vopn. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa for­dæmt til­raun­irnar og aðild­ar­lönd hert við­skipta­þving­anir á Norð­ur­-Kóreu. Á sama tíma hefur Kína styrkt tengsl sín við Suð­ur­-Kóreu, sem er fjóprða stærsta hag­svæði í Asíu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None